Pingdom Check

Stærsta hönnunarhátíð Íslands, HönnunarMars, stendur yfir í fimm daga í apríl og fer fram á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi sem og hinum ýmsu hverfum í Reykjavík.

Icelandair er stoltur styrktaraðili hátíðarinnar og við erum spennt að geta lagt okkur af mörkum og stutt íslensk hæfileikafólk í skapandi greinum.

Á dagskrá HönnunarMars í ár eru yfir 100 sýningar, 200 viðburðir og 400 þátttakendur.

Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars.

Taktu þátt í leiknum!

Stúdíó Flétta fann leið til að blása nýju lífi í gamla einkennisbúninginn okkar en úr honum urðu töskur. Kíktu á þær og veldu þína uppáhalds.

Okkar verkefni í ár

Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Nú er upprunalegu hlutverki fatnaðarins lokið en í myndbandinu sérð þú hvernig við ætlum að taka á honum snúning og finna leið til að halda ferðalaginu áfram.

Við tókum í notkun nýjan einkennisfatnað á síðasta ári sem þýðir að eldri fatnaður hefur verið lagður til hliðar. Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk.

Icelandair og umhverfið

Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi.

Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.

Stúdíó Flétta

Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair.

Stúdíó Flétta er hönnunarfyrirtæki í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun.

Umhverfisvitund myndar stóran hluta af verkefninu, þar sem hráefnin eru leiðandi hluti af ferlinu svo lokaútkoman verður tilraunakennd og skemmtileg.

Hvernig verður einkennisfatnaður að tösku?

Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls konar efnum sem Birta og Hrefna nýttu í verkefnið – allt frá hnöppum og höttum, pífum og sylgjum til klúta og kraga. Þær taka skapandi snúning á spurningunni: getur einkennisfatnaður orðið að tösku?

Þær byrjuðu á því að taka fatnaðinn í sundur, spretta upp saumum, aðskilja efni og flokka form. Þetta ferli varð leiðandi í allri sköpuninni – tilraunakenndar samsetningar, efnisrannsóknir og forvitni leiddu til þess að efniviðurinn réð útkomunni og fékk að njóta sín.

Fjölmargar flíkur voru nýttar í verkefnið og ekkert varð afgangs. Rennilásar, beltissylgjur, leðurólar, efnisbútar, flugmannaborðar, der, skyrtukragar, pífur og fjölmargt annað var endurnýtt til að skapa eitthvað alveg nýtt. Fatnaðurinn fær framhaldslíf og heldur ferðalaginu áfram.

Sýningin er haldin yfir HönnunarMars og verður í Reykjastræti 6, í nýja Landsbankahúsinu á Hafnartorgi. Við bjóðum öll velkomin að taka með okkur snúning.

Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Nú er upprunalegu hlutverki fatnaðarins lokið en í myndbandinu sérð þú hvernig við ætlum að taka á honum snúning og finna leið til að halda ferðalaginu áfram.

Við tókum í notkun nýjan einkennisfatnað á síðasta ári sem þýðir að eldri fatnaður hefur verið lagður til hliðar. Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk.

,

Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi.

Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.

,

Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair.

Stúdíó Flétta er hönnunarfyrirtæki í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun.

Umhverfisvitund myndar stóran hluta af verkefninu, þar sem hráefnin eru leiðandi hluti af ferlinu svo lokaútkoman verður tilraunakennd og skemmtileg.

,

Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls konar efnum sem Birta og Hrefna nýttu í verkefnið – allt frá hnöppum og höttum, pífum og sylgjum til klúta og kraga. Þær taka skapandi snúning á spurningunni: getur einkennisfatnaður orðið að tösku?

Þær byrjuðu á því að taka fatnaðinn í sundur, spretta upp saumum, aðskilja efni og flokka form. Þetta ferli varð leiðandi í allri sköpuninni – tilraunakenndar samsetningar, efnisrannsóknir og forvitni leiddu til þess að efniviðurinn réð útkomunni og fékk að njóta sín.

Fjölmargar flíkur voru nýttar í verkefnið og ekkert varð afgangs. Rennilásar, beltissylgjur, leðurólar, efnisbútar, flugmannaborðar, der, skyrtukragar, pífur og fjölmargt annað var endurnýtt til að skapa eitthvað alveg nýtt. Fatnaðurinn fær framhaldslíf og heldur ferðalaginu áfram.

Sýningin er haldin yfir HönnunarMars og verður í Reykjastræti 6, í nýja Landsbankahúsinu á Hafnartorgi. Við bjóðum öll velkomin að taka með okkur snúning.

,

Nú fer HönnunarMars fram í 15. skipti og er markmiðið í ár að fanga þann kraft sem býr í íslenskri hönnun, með nýsköpun að leiðarljósi. 

Sýningarnar og viðburðirnir sem fram fara sýna þá breidd sem má finna í íslenskri hönnun, í arkítektúr, keramik, tísku, skartgripahönnun, húsgagnasmíði, innanhússhönnun, textíl, grafískri hönnun, iðnhönnun, margmiðlun, sem og á ótalmörgum öðrum sviðum.

Að sögn Þóreyjar Einarsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er HönnunarMars fyrirboði bjartsýni, nýsköpunar og nýrra leiða. Sem fyrr leggur hátíðin áherslu á að veita innblástur, ásamt því að vekja athygli á því kraftmikla hönnunarsamfélagi sem hér býr og deila gleðinni með heiminum.

,

Samhliða HönnuarMars fer fram DesignTalks ráðstefnan þar sem leiðandi raddir úr alþjóðlegum og íslenskum hönnunarheimi koma saman og ræða málin. Pallborðsumræður fara fram 24. apríl í Silfurbergi í Hörpu.

,

Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars.

Leikur að efnum, samspil náttúru við tækni, nýting annars flokks hráefna og nýjar skapandi lausnir fyrir samfélagið er meðal þess sem lítur dagsins ljós.

,

Kynnið ykkur fyrri samstarfsverkefni okkar á HönnunarMars síðustu ára.

Með því að breyta úrgangi í hluti sem hægt er að nota að nýju erum við að draga úr því sem endar í urðun eða er flutt til útlanda til endurvinnslu.

Það er ein leið til að vinna að grænni framtíð og ein leið til að breiða út hinn sanna íslenska anda um heiminn.

,

Á sýningunni Af tösku ertu kominn mátti sjá hönnun sem leggur áherslu á endurnýtingu og sjálfbærni. Sýningin var hluti af HönnunarMars 2023 og þar mátti finna lausn við þeirri þraut að gera sófa úr 625 gölluðum fartölvutöskum. Sýningin var afrakstur samstarfs Rebekku Ashley og Icelandair.

Rebekka er vöruhönnuður sem leggur upp með umhverfisvitund, sjálfbærni og endurnýtingu í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Á sýningunni mátti sjá hönnunarferlið á bak við sófann Lög, til dæmis hvernig hönnuðurinn sótti innblástur í fjallalandslag.

,

Íslenska fyrirtækið Plastplan sérhæfir sig í að nýta plastúrgang frá fyrirtækjum og breyta í nytjahluti. Markmið þeirra er að vinna að sjálfbærni og hringrás efnisnotkunar og finna notagildi á óvæntum stöðum.

Við kynntumst Plastplan árið 2021 þegar við unnum að heimildarmynd fyrir HönnunarMars. Björn Steinar Blumenstein, einn stofnenda fyrirtækisins, sýndi okkur hvernig þeir nýta plastúrgang og nota hugarflugið í samspili við tækni til þess að framleiða hluti sem eru ekki bara fyrir augað heldur hafa líka notagildi. Við urðum svo hrifin af þeirra vinnu að við ákváðum að fara í samstarf við þau og hófum leit að réttu verkefni.

,

Horfðu á myndbandið til að vita meira um hugvit og sköpunargáfu á Íslandi, og hvernig landið okkar hefur áhrif á vöruþróun og vinnu íslenskra hönnuða.