Keflavíkurflugvöllur (KEF)
Um Keflavíkurflugvöll
Á Keflavíkurflugvelli er úrvals þjónusta í boði. Fjölmargir matsölustaðir, verslanir sem og hönnunarbúðir með íslenska hönnun eru á vellinum. Hægt er að versla í fríhöfn bæði þegar komið er í flugstöð og þegar farið er frá flugstöð.
Keflavíkurflugvöllur er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Skipulagðar rútuferðir eru til og frá vellinum frá miðbæ Reykjavíkur, sem og strætóferðir. Við Keflavíkurflugvöll eru 2 gjaldskyld bílastæði. Hægt er að bóka stæði á vef Keflavíkurflugvallar.
Icelandair á Keflavíkurflugvelli
Innritun: Sjálfsafgreiðsla og forgangur
Sjálfsafgreiðslustöðvar: Farþegar geta innritað sig sjálfir í sjálfsafgreiðslustöðvum á Keflavíkurflugvelli. Í brottfararsalnum eru líka sérstakar sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir farangur.
Forgangsinnritun: Farið að innritunarborðum 40-42.
Þegar persónulegir munir tapast í flugi
Ef þú týndir lausamunum um borð í flugvél Icelandair á leið til Keflavíkur, eða ef þú týndir lausamunum á Keflavíkurflugvelli, vinsamlega sendu tölvupóst á Securitas eða fylltu út þetta form.
Upplýsingar um betri stofu
Betri stofa Icelandair er opin fyrir öll flug Icelandair. Hún er staðsett á annarri hæð. Gangi upp tröppurnar við hliðina á landamæraeftirliti svæðis D.