Ef þér er neitað um flugfar, fluginu þínu aflýst eða seinkað um meira en 2 klukkutíma eða farangurinn þinn verður fyrir töf eða skemmdum gætir þú átt rétt á bótum eða vissri þjónustu samkvæmt kanadískri reglugerð um réttindi flugfarþega (APPR). Þú færð frekari upplýsingar um réttindi þín sem flugfarþegi hjá flugfélaginu sem þú ferðast með eða á vef Samgöngustofu Kanada. Upplýsingarnar hér að neðan eiga við um réttindi farþega í flugi til og frá Kanada samkvæmt kanadískri reglugerð um réttindi flugfarþega (APPR).
Ef þú telur að brotið hafi verið á rétti þínum samkvæmt APPR reglugerðinni getur þú sent inn kvörtun til Samgöngustofu Kanada. Frekari upplýsingar og tilkynningarform er að finna otc-cta.gc.ca. Þú finnur svör við algengum spurningum, getur heyrt í okkur vegna flugraskana og sent inn almenna endurgjöf á vefnum okkar.