Pingdom Check

Endurgreiðsla afbókaðra miða

Ef þú getur ekki nýtt þér flugmiða flugmiða sem þú hefur keypt og þarft að afbóka, gætirðu átt rétt á endurgreiðslu. Rétturinn til endurgreiðslu fer eftir fargjaldareglum viðkomandi fargjaldaflokks en í sérstökum tilfellum gætu aðrar reglur átt við.

Mikilvægt:

Neðangreindar upplýsingar eiga einungis við um bókanir sem gerðar eru hjá Icelandair (í gegnum vefinn okkar, Icelandair appið eða þjónustuver).

Ef þú bókaðir flugmiðann í gegnum þriðja aðila (svo sem söluaðila á netinu eins og Expedia, Agoda eða ferðaskrifstofu) gilda aðrir skilmálar og því verða allar breytingar, afbókanir og beiðnir um endurgreiðslu afgreiddar beint af þeim aðila, jafnvel þó að flugið sé með Icelandair.

Icelandair hefur ekki heimild til að breyta eða endurgreiða flugmiða sem bókaðir eru í gegnum þriðja aðila. Til að fá aðstoð og frekari upplýsingar um viðeigandi skilmála skal hafa samband við viðkomandi þriðja aðila sem þú bókaðir hjá.

Afbókunarskilmálar innanlandsflugs

/

Afbókunarskilmálar millilandaflugs

/