Skilmálar fyrir uppfærslur í Saga Premium
Þegar þú kaupir uppfærslu í Saga Premium á flugvellinum samþykkir þú skilmála sem eiga við Saga Premium uppfærslur á flugvelli.
Þegar þú kaupir uppfærslu í Saga Premium á flugvellinum samþykkir þú skilmála sem eiga við Saga Premium uppfærslur á flugvelli.
2.1. Uppfærslur í Saga Premium fela í sér sæti í Saga Premium farþegarýminu og eftirfarandi fríðindi: Saga Premium farangursheimild milli upphafs- og áfangastaðar (aðeins fyrir áætlunartengiflug Icelandair), ókeypis drykkir, forgangur um borð í vél, ókeypis Wi-Fi, hraðari öryggisleit (þar sem það er í boði) og aðgangur að Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli.
2.1.1. Saga Premium máltíð er ekki innifalin.
2.1.2. Aðgangur að betri stofum á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli er ekki innifalinn.
3.1. Uppfærslan í Saga Premium fæst ekki endurgreidd og ekki er hægt að breyta eða skipta henni.
3.2. Ef Icelandair tekst ekki að verða við beiðni um uppfærslu í Saga Premium eftir greiðslu er uppfærslukostnaðurinn endurgreiddur í upprunalegum gjaldmiðli og með sama greiðslumáta og notaður var við kaupin. Hægt er að senda endurgreiðslubeiðnir í gegnum kröfueyðublaðið á netinu í hlutanum „Hafa samband“ á vefsvæði Icelandair.
5.1. Uppfærslan er persónuleg og ekki framseljanleg og hana verður að nota á brottfarardegi í því tiltekna flugi Icelandair sem hún var keypt fyrir.
5.2. Ef farþeginn breytir flugmiðanum af fúsum og frjálsum vilja ber Icelandair ekki skylda til að bjóða uppfærslu fyrir nýja flugið.
5.3. Fyrirframgreidd þjónusta, svo sem sæti eða umframfarangur, fæst ekki endurgreidd eftir að uppfærslan hefur verið keypt.
5.4. Icelandair ábyrgist ekki sérstök sæti fyrir uppfærða farþega.
6.1. Þessir skilmálar geta breyst að ákvörðun Icelandair. Skilyrðin sem gilda eru þau sem eru í gildi á þeim tíma sem kaupin fara fram, nema lög kveði á um annað.
6.2. Þessa skilmála ætti að lesa samhliða flutningsskilmálum Icelandair, notkunarskilmálum vefsvæðisins og persónuverndar- og öryggisstefnunni sem finna má á https://www.icelandair.is.