Viltu hafa það huggulegt á ferðalaginu? Náðu þér í sæti með Meira fótarými og teygðu úr þér þegar þér sýnist svo.
Láttu fara vel um þig í rúmgóðu sæti!
Vinsamlegast athugið að sæti með Meira fótarými eru ekki í boði í þeim flugvélum okkar sem notaðar eru í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.
TIl eru þrjár tegundir sæta með meira fótarými:
Athugið að ákveðnar reglur gilda um farþega sem sitja í sætaröðum við neyðarútgang: þeir þurfa að hafa náð 12 ára aldri og hafa vilja, líkamlega og andlega burði til að aðstoða áhöfnin í neyð.
Farþegum sem ferðast með ungbarn eða þurfa á hjálpartæki að halda (s.s. súrefnisþjöppu eða CPAP tæki) er ekki heimilt að sitja í sætaröð við neyðarútgang, eða í sætaröðum fyrir framan eða aftan neyðarútgang.
Verð sæta með Meira fótarými miðast við staðsetningu sætisins og þá flugleið sem flogin er. Greitt er fyrir hvern fluglegg.
Áttu eftir að bóka flugið? Verð fyrir sæti með Meira fótarými má finna í bókunarferlinu.
Áttu bókun hjá okkur? Þú finnur verð fyrir sæti með meira fótarými með því að skrá þig inn á síðuna Bókunin mín.