Pingdom Check
10/21/2025 | 10:00 AM

Nýtt ferðasett í samstarfi við Ingu Elínu

Við kynnum til leiks nýtt ferðasett um borð í vélum okkar sem er unnið í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form ráða förinni.

Ferðasettið samanstendur af nokkrum gerðum af bómullarpokum sem nota má aftur og aftur. Við bjóðum farþegum að velja þá hluti sem þeir vilja hafa í ferðasettinu. Þannig stuðlum við að betri nýtingu og minni sóun. Í boði eru nokkrir hlutir sem nýtast bæði í fluginu og eftir ferðalagið. 

Ferðasettið er gjöf okkar til farþega, sem gerir flugið þeirra ánægjulegra og er minning um ferðalagið.

Ferill Ingu Elínar hófst þegar hún var aðeins 12 ára gömul. Hún hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni en ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Inga Elín elti svo drauminn um að verða listamaður og hönnuður í Listaháskóla Íslands.

Eftir veruna í LHÍ hélt hún til Köben og stundaði nám við Denmark Design, áður Skolen for Brugskunst, þar sem hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt sem samanstóð af keramík og glerglösum.

Verk Ingu endurspegla andstæður í íslensku landslagi, mjúkar línur í bland við sterkar, einföld form og flæðandi mynstur, með notkunargildi að leiðarljósi. Náttúran er einkennandi í verkum hennar og fanga þau náttúrleg íslensk mótíf eins og vindinn, vatnið og flæði.

Veltibollinn

Þessi mótíf njóta sín best í þekktustu hönnun Ingu Elínar, Veltibollanum. Í gegnum árin hefur hún þróað og búið til yfir 200 mynstur sem prýða bollana.

Þetta einstaka handverk endurspeglar hugmyndafræði Ingu Elínar vel og er sem rauður þráður í gegnum katalóginn hennar, hvort sem það eru skemmtilegir skúlptúrar eða hversdagslegir munir.

Gallerí Ingu Elínar

Gallerí Ingu Elínar er staðsett við Skólavörðustíg 5 í húsi frá 1881. Þar má fá sívinsælar vörur eins og veltibollann sem og tímabundnar línur sem staldra oftast stutt við, þannig að engin heimsókn er eins.

Ferill Ingu Elínar hófst þegar hún var aðeins 12 ára gömul. Hún hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni en ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Inga Elín elti svo drauminn um að verða listamaður og hönnuður í Listaháskóla Íslands.

Eftir veruna í LHÍ hélt hún til Köben og stundaði nám við Denmark Design, áður Skolen for Brugskunst, þar sem hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt sem samanstóð af keramík og glerglösum.

Verk Ingu endurspegla andstæður í íslensku landslagi, mjúkar línur í bland við sterkar, einföld form og flæðandi mynstur, með notkunargildi að leiðarljósi. Náttúran er einkennandi í verkum hennar og fanga þau náttúrleg íslensk mótíf eins og vindinn, vatnið og flæði.

,

Þessi mótíf njóta sín best í þekktustu hönnun Ingu Elínar, Veltibollanum. Í gegnum árin hefur hún þróað og búið til yfir 200 mynstur sem prýða bollana.

Þetta einstaka handverk endurspeglar hugmyndafræði Ingu Elínar vel og er sem rauður þráður í gegnum katalóginn hennar, hvort sem það eru skemmtilegir skúlptúrar eða hversdagslegir munir.

,

Gallerí Ingu Elínar er staðsett við Skólavörðustíg 5 í húsi frá 1881. Þar má fá sívinsælar vörur eins og veltibollann sem og tímabundnar línur sem staldra oftast stutt við, þannig að engin heimsókn er eins.

,

Fyrir ferðasettin notar Inga Elín mótíf sem tengjast veðri og vatni á Íslandi. Fyrstu mótífin sem voru valin kallast Lækur og Bylur, þau næstu Vindur og Flæði.

Bómullarpokarnir koma í tveimur stærðum. Innihald pokanna miðar að því að gera flug farþega þægilegra og að þeir lendi á áfangastaðnum endurnærðir.

Hægt er að velja eftirfarandi hluti í ferðasettið:

  • Varasalva frá Verso Skincare
  • Handáburð frá Verso Skincare
  • Eyrnatappa
  • Tannhirðusett
  • Svefngrímu
  • Sokka
,

Varasalvinn og handáburðurinn er frá Verso Skincare, sænsku vörumerki með sterka norræna tengingu. Samstarfið var valið út frá áherslu Verso á nýsköpun og vísindalega nálgun við þróun varanna. Þau eru með sérstakan fókus á sjálfbærni við framleiðslu og byggja gildi Verso á jafnrétti og fjölbreytni, sem smellpassar við gildi Icelandair.

,

Ferðasettin eru í boði fyrir alla Saga Premium Flex og Saga Premium farþega á öllum flugleiðum milli Íslands og Norður-Ameríku.

,

Fyrri ferðasett taka líka innblástur frá íslenskri náttúru og þú getur kynnt þér þau nánar hér (á ensku):

  • Við vorum í samstarfi við listakonuna Söru Riel við gerð ferðasettsins Flóru (sjá mynd). Þetta sett er undir áhrifum frá vegglistaverkum Söru í Reykjavík sem kallast Flóran.
  • Verðlaunasettið okkar Dýralíf kom í fjórum útgáfum, þar sem mótífin voru sótt í íslenska dýraríkið – lundinn, heimskautarefurinn, hesturinn og hrafninn.