Flug til Edinborgar með Icelandair - verð frá 26.565 kr.*

Afsláttarkóði

Flug til Edinborgar á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
12. okt. 2025 - 17. okt. 2025
Frá
26.895 kr.
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
05. okt. 2025 - 10. okt. 2025
Frá
26.895 kr.
Síðast skoðað: 9 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
07. okt. 2025 - 10. okt. 2025
Frá
26.895 kr.
Síðast skoðað: 8 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
23. sep. 2025 - 26. sep. 2025
Frá
29.015 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
16. sep. 2025 - 19. sep. 2025
Frá
29.015 kr.
Síðast skoðað: 9 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
07. okt. 2025 - 12. okt. 2025
Frá
30.895 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
10. okt. 2025 - 17. okt. 2025
Frá
30.895 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Edinborg (EDI)
16. sep. 2025 - 21. sep. 2025
Frá
34.515 kr.
Síðast skoðað: 24 mínútur síðan
Báðar leiðir
Economy

Akureyri (AEY)-

Edinborg (EDI)
25. júl. 2025 - 01. ágú. 2025
Frá
237.235 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

Akureyri (AEY)-

Edinborg (EDI)
28. júl. 2025 - 04. ágú. 2025
Frá
258.025 kr.
Síðast skoðað: 4 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Edinborgar með góðum fyrirvara

kr.
Planaðu ferðalag til Edinborgar með góðum fyrirvara
Frá
Til
Fargjald
Dagsetningar
Verð
Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
16. nóv. 2025 - 20. nóv. 2025

Frá

26.565 kr.

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
04. nóv. 2025 - 07. nóv. 2025

Frá

26.565 kr.

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
11. nóv. 2025 - 14. nóv. 2025

Frá

26.565 kr.

Síðast skoðað: 21 klst. síðan

Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
03. feb. 2026 - 08. feb. 2026

Frá

30.315 kr.

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
16. jan. 2026 - 20. jan. 2026

Frá

30.315 kr.

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
31. okt. 2025 - 04. nóv. 2025

Frá

30.565 kr.

Síðast skoðað: 9 klst. síðan

Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
21. nóv. 2025 - 25. nóv. 2025

Frá

30.565 kr.

Síðast skoðað: 10 klst. síðan

Reykjavík (KEF)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
14. nóv. 2025 - 18. nóv. 2025

Frá

32.065 kr.

Síðast skoðað: 21 klst. síðan

Reykjavík (REK)Edinborg (EDI)Báðar leiðir
/
Economy
19. feb. 2026 - 22. feb. 2026

Frá

30.315 kr.

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Edinborgar

Skyline Edinborgar við sólarlag

Edinborg í hnotskurn

Verið velkomin til Edinborgar, höfuðborgar Skotlands, þar sem gamlar og nýjar hefðir mætast í spennandi suðupotti. Edinborg er sannkölluð bókmenntaborg, glæsilegur kastali gnæfir yfir borginni og fjölmörg skáld hafa ráfað um söguleg stræti hennar í leit að innblæstri. Þar fara einnig fram stórskemmtilegar hátíðir, og víða má þar finna skosk lostæti.

Edinborg er nú orðin hluti af leiðarkerfi Icelandair og frá og með 12. september 2025 til 12. apríl 2026 verður flogið þangað þrisvar til fjórum sinnum í viku. Bókaðu núna og kynntu þér þá fjársjóði sem leynast í Edinborg. Hvernig væri til dæmis að fagna hinu skoska gamlárskvöldi, Hogmanay, að skoskum sið?

Skoðunarferð um Edinborg

Eitt helsta kennileiti borgarinnar er Royal Mile, gata sem liggur í gegnum eldri hluta Edinborgar og tengir Edinborgarkastala við Holyroodhouse-höllina, þar sem breska konungsfjölskyldan hefur aðsetur. Royal Mile nær yfir stórt svæði og samanstendur af nokkrum götum, þar á meðal Castlehill, Lawnmarket, High Street, Canongate og Abbey Strand.

Miðbær Edinborgar skiptist í gamla bæinn og nýja bæinn, og úr verða spennandi andstæður. Gamli bærinn er byggður á miðöldum og þar ríkir forn og söguleg stemning; kastalinn vakir yfir bænum, á meðan auðvelt er að týnast í litlum skúmaskotum og rekast á lítil bæjartorg. Handan við lítinn dal er nýja bæinn að finna, en nafngiftin kann að vera misvísandi: nýi bærinn er alls ekki nýr, heldur byggður í gregorískum stíl og flestar byggingar voru reistar á árunum 1760 til 1850. Húsin í nýja bænum eru glæsileg og þar er að finna eina helstu verslunargötu borgarinnar, Princes Street.

Sögulegt torg Edinborgar með styttu
Útsýni yfir grænan garð í Edinborg

Kannaðu sögulega staði í Edinborg

Edinborgarkastali er einn vinsælasti ferðamannastaður Skotlands og gnæfir yfir borgina ofan á Castle Rock, sem stendur á ævafornu, óvirku eldfjallabergi. Sögu þessa merkisstaðar má rekja allt aftur til 12. aldar, en hér áður fyrr völsuðu bæði hefðarfólk og hermenn um virki, herstöðvar og fangelsi kastalans. Þennan kastala má ekki láta fram hjá sér fara, og við mælum með að bóka miða með fyrirvara. Innan kastalans má meðal annars finna heimkynni kóngafólksins, örlagasteininn, skosku krúnudjásnin, dýflissur og elstu byggingu Edinborgar, St. Margaret’s Chapel, sem reist var árið 1130. Alla daga nema sunnudaga er síðan hleypt af fallbyssu klukkan eitt síðdegis.

Aðrir merkisstaðir eru meðal annars National Museum of Scotland, sem veitir yfirgripsmikla innsýn í skoska sögu og menningu, sem og hin konunglega snekkja Britannia, sem var griðastaður Elísabetar II drottningar.

Að grúska og gera í Edinborg

Það er fátt sem jafnast á við að ganga um gömul stræti Edinborgar. Þetta er mikil útsýnisborg, og hvert brekkubrölt er sjónarspilsins virði. Útsýnið frá hinum ýmsu þökum borgarinnar, sem og yfir Royal Mile af svölum Edinborgarkastala, er satt best að segja ógleymanlegt. Einn helsti útsýnisstaður borgarinnar er Arthur’s Seat, sem stendur á 251 metra háu felli við Holyrood Park. Gangan upp tekur um það bil 45 mínútur og getur reynst krefjandi fyrir suma.

Calton Hill er einnig vinsæll staður, og eftir stutta en bratta göngu upp fellið er hægt að skyggnast yfir Royal Mile, höllina, kastalann og Arthur’s Seat. Héðan má virða fyrir sér ýmsa merkisvarða borgarinnar, þar má helst nefna National Monument, sem var reist sem eftirlíking á Meyjarhofinu í Aþenu. Byggingarliðar urðu þó uppiskroppa með fé og þurftu að hætta við verkið, og allar götur síðan hefur byggingin verið kölluð ýmsum nöfnum, þar á meðal „skömm Edinborgar“.

Sögulegt minnismerki í Edinborg
Hefðbundinn fiskur og franskar á krá í Edinborg

Matarmenning að skoskum sið

Höfuðborg Skotlands hefur vakið athygli fyrir þá skapandi kokka sem flykkjast til borgarinnar, og hefur hún verið heiðruð sem áfangastaður fyrir matgæðinga. Litrófið er breitt, í boði eru bæði stjörnuprýddir Michelin-staðir og afslappaðir vínbarir. Matreiðslufólk borgarinnar leggur ríka áherslu á að ferskar afurðir séu sóttar beint frá bónda. Hverfi sem vert er að skoða þegar farið er út að borða eru Southside, Leith, Stockbridge og West End.

Þrátt fyrir mikla sköpunargleði í matargerð er Edinborg engu að síður borg sem heiðrar sögu og hefðir, og hið heimsfræga skoska haggis er aldrei langt undan. Haggis er iðulega borið fram með næpum og kartöflum, eða „neeps and tatties“, eins og Skotinn myndi segja. Smakkaðu sígilda skoska klassík eins og Cullen skink, sem er rjómalöguð ýsu- og kartöflusúpa, eða eftirréttinn cranachan, sem samanstendur af ferskum hindberjum í rjóma ásamt skoskum höfrum og viskíi. Þar að auki má nefna fjölda huggulegra pöbba þar sem hægt er að sötra bjór eða viskí við notalegan arineld.

Verslunarferð til Edinborgar

Það er ekki á hverjum degi sem maður trítlar niður verslunargötu með ævafornan kastala í beinni sjónlínu, sem er einmitt það er Princes Street er þekkt fyrir. Þar er fjöldinn allur af verslunum, bæði stórum og smáum. Um alla borgina má einnig finna minjagripaverslanir troðfullar af sígildum skoskum munum eins og skotapilsum, sekkjapípum og öðru sjarmerandi. Eigulegir munir til að taka með sér heim eru til dæmis viskí, fín ullarföt og hefðbundin matvara eins og skoskt shortbread.

Bókabransinn skipar stórt hlutverk í þessari sögusinnuðu borg. Árið 2004 varð Edinborg fyrsta borgin til að hljóta titil UNESCO-bókmenntaborgar en til samanburðar fékk Reykjavík sama heiður árið 2011. Fjöldi rithöfunda hafa kallað þessa borg sinn samastað, þar á meðal Robert Burns og Walter Scott. Þá eiga margar þekktar söguhetjur rætur að rekja til borgarinnar, efst á þeim lista má nefna Harry Potter, Sherlock Holmes, Pétur Pan, og Dr. Jekyll og Mr. Hyde.

Markaður í Edinborg
Götur Edinborgar

Hvernig kemst ég á milli staða?

Þrátt fyrir steinlögð stræti og brattar brekkur er lítið mál að komast á milli staða fótgangandi og raunar fær maður bestu tilfinninguna fyrir hinum forna Old Town með þeim hætti. Það er dýrt og erfitt að leggja í miðbænum og því er best að skilja bílaleigubílinn eftir á öruggum stað og nýta sér almenningssamgöngur til að komast niður í bæ. Fátt jafnast á við útsýnið af Princes Street Gardens og Edinborgarkastala úr strætisvagni.

Það gengur hentugur sporvagn frá Edinborgarflugvelli í átt að miðbænum sem heldur síðan í átt að hafinu í gegnum Leith, Ocean Terminal og Newhaven. Sporvagnar koma oft eða á 7-10 mínútna fresti. Flugvöllurinn er rúmum 13 km vestan við miðbæinn en einnig er hægt að taka hina ýmsu strætisvagna þar á milli.

Ferðalög út fyrir Edinborg

Edinborg er tilvalinn byrjunarstaður fyrir yfirgripsmeiri ferðir um Skotland og skoska hálendið, og margar dagsferðir eru í boði, til dæmis til borgarinnar Glasgow, sem er aðeins um klukkustundar bíl- eða lestarferð frá Edinborg.

Það er ótalmargt hægt að skoða: kastala, vötn og dali, eða loch og glen eins og Skotarnir kalla það. Síðast en ekki síst skilur skoska hálendið engan eftir ósnortinn. Það er úr mörgu að velja, til dæmis hið heimsfræga Loch Ness eða stórkostlega Loch Lomond, en einnig er vert að skoða fjöllin og dalina í Glencoe. Ef sjarmerandi lítil þorp eru á listanum mætti mæla með South Queensferry, Linlithgow og North Berwick sem eru öll innan við klukkustundar ferðalag frá höfuðborginni Edinborg. Vískiunnendur geta farið í viskísmakk í grenndinni, á meðan golfarar geta tekið hring á Saint Andrews golfvellinum, einum þeim elsta í heiminum.

Söguleg brú með útsýni