Flug til Faro með Icelandair - verð frá 51.305 kr.*
Flug til Faro á næstu þremur mánuðum
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Faro með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
|---|---|---|---|---|
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 08. maí 2026 - 11. maí 2026 | Frá 51.305 kr. Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 23. maí 2026 - 30. maí 2026 | Frá 52.725 kr. Síðast skoðað: 11 klst. síðan |
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 18. júl. 2026 - 25. júl. 2026 | Frá 52.725 kr. Síðast skoðað: 1 klst. síðan |
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 05. sep. 2026 - 12. sep. 2026 | Frá 52.705 kr. Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 30. maí 2026 - 06. jún. 2026 | Frá 56.225 kr. Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 20. jún. 2026 - 27. jún. 2026 | Frá 60.925 kr. Síðast skoðað: 16 klst. síðan |
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 13. jún. 2026 - 20. jún. 2026 | Frá 60.925 kr. Síðast skoðað: 22 mínútur síðan |
| Reykjavík (KEF) | (FAO) | Báðar leiðir / Economy | 10. apr. 2026 - 13. apr. 2026 | Frá 65.175 kr. Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Faro

Kynntu þér Faro
Velkomin til Faro, sólgylltu smáborgarinnar í suðurhluta Algarve héraðsins í Portúgal. Svæðið er þekkt fyrir milt veðurfar enda skín sólin þar 300 daga á ári. Næsti D-vítamín skammtur er því aldrei langt undan, rétt eins og sandstrendur, stórkostlegir golfvellir, og ljúffengt sjávarfang. Þetta er sannkölluð paradís.
Icelandair flýgur nú beint til Faro! Frá 26. mars til 24. október 2026 verður flogið einu sinni til tvisvar sinnum í viku frá Íslandi. Bókaðu fríið og núna og njóttu þessarar sólríku og líflegu borgar og kannaðu strandperlurnar allt um kring. Kynntu þér okkar besta verð með því að skruna í gegnum valmöguleikana hér að ofan.
Náttúruperlan Algarve
Algarve svæðið spannar alla suðurströnd Portúgals. Strandlengjan teygir sig yfir 155 km auk 50 km vesturstrandar í suðvesturhorni landsins. Faro er stærsta borg svæðisins með um 70 þúsund íbúa og er afar hentugur upphafspunktur til að kanna allt sem Algarve svæðið hefur upp á að bjóða: paradísarstrendur, baðlón, golfvelli og söguleg sjávarþorp.
Á Algarve svæðinu má finna áfangastaði á borð við Albufeira, Lagos og Villamoura auk hefðbundnari staða eins og Faro, Tavira og Portimão. Svo má einnig nefna aðra spennandi staði eins og Sagres sem höfðar til brimbrettakappa, fjölskylduvæna bæinn Carvoeiro, eða minni þorp eins og Aljezur og Ferragudo.


Allt sem Algarve svæðið hefur upp á að bjóða
Margir ferðast til Algarve svæðisins í gegnum Faro en sleppa því oft að skoða Faro sjálfa. Við mælum eindregið með því að kanna borgina og hennar einstaka sjarma. Þar má finna hvítmálaðar götur, rómverskar rústir, smærri vínekrur og framúrskarandi veitingastaði.
Praia de Faro er helsta strönd borgarinnar, staðsett aðeins 10 km vestan við miðbæinn. Ströndin teygir anga sína langt og er tilvalin fyrir bæði brimbretti og svifbretti. Ströndin er ekki langt frá flugvellinum og því tilvalið að næla sér í síðustu sólargeislana þar áður en haldið er heim.
Einn helsti áfangastaðurinn í grennd við Faro er þjóðgarðurinn Ria Formosa sem skartar stórkostlegu landslagi baðlóna, saltmýra og hvítra stranda. Þar fær áhugafólk um fuglaskoðun og dýralíf fær að njóta sín enda hægt að dást að flamingó fuglum. Svæðið er hægt að kanna bæði fótgangandi og á bát.
Strendur Algarve
Strendur svæðisins eru yfir 150 talsins og margar þeirra eru á listum yfir bestu strendur Evrópu. Hlýtt loftslag, gylltar strendur og blágræn hafbreiða eins langt og augað eygir? Já, takk!
Þetta eru ansi margar strendur, en til samantektar má segja að strendurnar í vestri séu villtari og ekki jafn þéttsetnar og aðrar, um leið eru þær ægifagrar og skarta klettum og öflugum úthafsöldum. Strendurnar fyrir miðju svæðisins, á milli Faro og Portimão, eru fjölsóttari en þar má finnar einstaka bergmyndun. Í austri eru strendurnar langar og sandöldur víðar og úti fyrir eru eyjur sem hægt er að sigla út í.
Þekktustu strendur svæðisins eru Praia de Marinha, með alla sína stórbrotnu kletta, Praia da Dona Ana og Praia do Camilo sem minna hreinlega á póstkort. Svo má nefna hina sögufrægu strönd, Praia da Rocha, og síðast en ekki síst Praia da Falésia og Praia de Benagil.


Matarhefðir Algarve héraðsins
Matarunnendur verða ekki vonsviknir í Algarve en hér er matarmenning Miðjarðarhafs eins konar listform.
Á ferðalaginu er tilvalið að leita uppi svokallaðar “tascas” sem eru eins konar krár eða veitingastofur sem framreiða grillaðar sardínur, skeljar, steiktan smokkfisk, sardínupaté og hina geysivinsælu sjávarréttarsúpu “cataplana”. Þar að auki eru ýmsir kjötréttir í boði og ekki má gleyma petiscos (portúgalskt tapas) þar sem hægt er að kynnast ostum héraðsins og spennandi fíkju-sælgæti. Í eftirrétt má mæla með réttinum Dom Rodrigo, sem er sæt blanda af eggjarauðum, sykri, möndlumjöli og kanil.
Bakkelsisgerðin hér er alls ekki síðri. Ekki láta “pastelaria” bakaríin framhjá ykkur fara en fátt jafnast á við ekta pastel de nata.
Verslað í Algarve
Í Faro er Rua de Santo António helsta verslunargatan. Hún er ansi skrautleg og þar má finna fjölda tískuverslana og heimkynni portúgalskra merkja á borð við Parfois og Campobello.
Hinn fullkomni minjagripur væri eitthvað matarkyns, til dæmis ólífuolía, vín, eða skrúðugar sardínudósir. Svæðið er líka þekkt fyrir dýrindis fíkjur og möndlur. Hvers kyns handverk, leirker og leðurvörur eru líka eigulegir minjagripir. Við mælum með sögulega þorpinu Porches þar sem leirlistarhefðin nær aftur margar kynslóðir og í dag er þar boðið upp á vinnustofur í leirgerð.


Samgönguleiðir
Flugvöllurinn í Faro (FAO) er aðeins um 6,5 km frá miðbænum. Nokkrar strætóleiðir engja flugvöllinn við miðbæinn og þaðan má komast með lest eða rútu um allt Algarve svæðið og víðar. Vefsíðan og appið NESO verður góður ferðafélagi og auðveldar allt skipulag tengt almenningssamgöngum. Faro er þægileg borg til að ferðast um. Strætisvagnar tengja miðbæinn við strendur og nærliggjandi svæði og það er vinsælt að leigja hjól og kanna borgina á þann máta. Leigubílar og deilibílaþjónustur eru líka í boði.
Ferðalög út fyrir borgina
Faro sem áfangastaður er kjörinn millivegur fyrir bæði sólríka daga og spennandi menningarupplifanir. Þegar er farið út fyrir borgarmörkin opnast heill heimur af litríkum sjávarþorpum og smábæjum með mikla sögu.
Tavira er talinn fegursti bær svæðisins en hann skartar bæði rómverskum brúm og er samtímis undir töluverðum áhrifum frá miðausturlöndum. Í bænum Silves liðast litlar götur upp að rauðleitum kastala á meðan bærinn Lagos býr að ríkulegri sjóminjasögu og skemmtilegum mörkuðum. Klettirnir í Sagres standa andspænis Atlantshafi og yfir svæðinu ómar andi landkönnuða fyrri tíma.
Þegar leitað er meira inn í landið má finna staði eins og Alte, hvítmálaðan og friðsælan bæ sem hjúfrar sig undir fjallshlíð, eða Loulé, sem býður upp á markaði og skapandi smiðjur þar sem hægt er að læra að tvinna körfur, mála leir og um leið kynnast lífstakti svæðisins.

