Flug til Hafnar með Icelandair - verð frá 28.828 kr.*

Afsláttarkóði

Nú fljúgum við til Hafnar

Flug til Hafnar á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
04. sep. 2025 - 07. sep. 2025
Frá
28.828 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
03. sep. 2025 - 07. sep. 2025
Frá
28.828 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
01. sep. 2025 - 03. sep. 2025
Frá
28.828 kr.
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
17. sep. 2025 - 21. sep. 2025
Frá
28.828 kr.
Síðast skoðað: 21 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
01. okt. 2025 - 08. okt. 2025
Frá
28.828 kr.
Síðast skoðað: 20 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
05. sep. 2025 - 07. sep. 2025
Frá
31.828 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
03. sep. 2025 - 04. sep. 2025
Frá
31.828 kr.
Síðast skoðað: 18 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (RKV)-

Höfn (HFN)
04. sep. 2025 - 05. sep. 2025
Frá
31.828 kr.
Síðast skoðað: 14 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (REK)-

Höfn (HFN)
01. sep. 2025 - 03. sep. 2025
Frá
28.828 kr.
Síðast skoðað: 18 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (REK)-

Höfn (HFN)
04. sep. 2025 - 11. sep. 2025
Frá
31.828 kr.
Síðast skoðað: 21 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Hafnar með góðum fyrirvara

kr.

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Hafnar

Hin sérstaka fjallið Vestrahorn nálægt Höfn.

Höfn í hnotskurn

Verið velkomin til Hafnar í Hornafirði, eina af þungamiðjum Suðausturlands. Höfn er umkringd stórfenglegri náttúru, og er steinsnar frá mörgum athyglisverðum stöðum. Bærinn hefur lengi verið þekktur fyrir öflugan sjávarútveg, einkum humarveiðar, en Humarhátíð hefur verið haldin þar hátíðleg í fjölmörg ár.

Þann 1. september, 2025, hefjum við áætlunarflug til Hafnar frá Reykjavíkurflugvelli fimm sinnum í viku, en flugtíminn þangað er tæpur klukkutími. Við bjóðum íbúa og gesti Hafnar í Hornafirði hjartanlega velkomin um borð!

Ferðalag um Suðaustur Ísland

Höfn er staðsett 4 kílómetrum frá hringveginum, og er því tilvalið að stytta ferðina til Suðausturlands með flugferð þangað.

Höfn í Hornafirði er sögufrægur staður, og hófst búseta þar árið 1897. Norðan og austan við bæinn er Vatnajökulsþjóðgarður, og er því auðvelt að nálgast þaðan hinar ýmsu náttúruperlur og gönguleiðir.

Foss í suðausturhluta Íslands.
Útsýni yfir höfnina í Höfn.

Áhugavert í Höfn

Göngutúr um bæinn býður upp á ýmislegt áhugavert. Kíktu á mannlífið á bryggjunni eða gakktu eftir landbrúnni að Óslandi, friðlýstri eyju með miklu fuglalífi. Krían gerir sig heimakæra í eyjunni á sumrin, svo gott er að bera þar höfuðfat sér til varnar! Af Óslandshæð má sjá báta sigla inn höfnina og virða fyrir sér minnisvarðann eftir Helga Gíslason, sem reistur er til heiðurs sjómanna og sjósóknar Hornfirðinga og Austfirðinga. Þaðan er hægt að fylgja Náttúrustígnum, sem Náttúrustofa Suðausturlands útbjó, og fræðast um sólarkerfið.

Á Höfn er einnig að finna glæsilega sundlaug og þekktan golfvöll, Silfurnesvöll. Á meðan farið er níu holurnar þar er upplagt að njóta kyrrðarinnar í náttúrunni og dást að sjónum og útsýninu að Vatnajökli.

Út að borða

Það má með sanni segja að Höfn bjóði upp á heimsklassa matarupplifun. Á veitingastöðum bæjarins er áhersla lögð á ferskt sjávarfang, auk lambakjöts og mjólkurafurða frá svæðinu. Meðal annars er hægt er að renna í ísbíltúr að mjólkurbúi í nágrenninu sem býður upp á ís beint af býli.

Humar er að sjálfsögðu sérgrein Hafnar í Hornafirði, og heimamönnum hefur tekist að nýta hann í ýmiss konar matargerð. Þá er hægt að gæða sér á humarpítsu, humarloku og að sjálfsögðu humarsúpu. Á Humarhátíðinni á sumrin grípur svo humaræði bæinn sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þá fæst tækifæri til þess að kynnast spennandi matargerð að hætti heimamanna, sjá ýmis skemmtiatriði, eða skella sér á heimsmeistaramótið í Hornafjarðamanna og keppa þar til sigurs!

Glæsilegur sjávarréttur borinn fram á veitingastað í Höfn.
Jökulsárlón í suðausturhluta Íslands.

Náttúruperlur

Náttúrufegurðin í Vatnajökulsþjóðgarði er í stuttri akstursfjarlægð frá Höfn. Fyrst er komið að Jökulsárlóni og Breiðamerkursandi, þar sem virða má fyrir sér jökulinn og fara í bátsferð meðal ísjakanna sem renna undan honum. Sé haldið áfram til vesturs er komið að Skaftafelli, en þaðan liggja margar spennandi gönguleiðir, meðal annars að Svartafossi, þar sem umhverfið einkennist af stuðlabergi.

Austur af Höfn er að finna Vestrahorn, tignarlegt fjall sem lengi hefur laðað að ferðalanga hvaðanæva að.

Jöklaferðir

Frá Höfn er hægt að fara í spennandi jöklaferðir. Boðið er upp á ferðir á Vatnajökul allan ársins hring, en á veturna býðst ferðalöngum einnig að skoða íshella jökulsins. Þá er líka hægt að fara í vélsleðaferðir, fljóta á kajak á jökulám, eða kanna torfærari slóðir í ofurjeppaferð. Í lok dags er svo tilvalið að slappa af í heitu laugunum í Hoffelli.

Ljósmyndari að taka mynd af Vestrahorni.
Þjóðvegur 1 liggur inn í fjöllin.

Bílaleigubíll

Hornafjarðarflugvöllur er í 5 kílómetra fjarlægð frá Höfn. Boðið er upp á bílaleigubíla á flugvellinum í gegnum Europcar, en gott er að panta þá með fyrirvara.

Upplifðu Austurland

Við fljúgum fimm sinnum í viku á milli Reykjavíkurflugvallar og Hafnar, og daglega á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Því er hægt að hefja ferðalagið um Austurland með flugi til Hafnar, og enda svo á Egilsstöðum og fljúga þaðan til baka. Á milli bæjanna tveggja eru 250 kílómetrar af mögnuðum fjörðum og fjöllum, sem bjóða upp á ýmsa útivist. Einnig er hægt að heimsækja marga spennandi áfangastaði á leiðinni, til dæmis Djúpavog og Breiðdalsvík. Austurlandið hefur aldrei verið aðgengilegra.

Einangruð sveitabýli í landslaginu.