Pingdom Check

Öll ferðin í einni bókun

Ferðalög eiga að vera einföld - sama hversu mörg tengiflug þú þarft eða hversu langt þú ætlar. Þegar þú bókar ferð með samstarfsflugfélögum okkar í gegnum bókunarvél Icelandair færðu eina bókun sem kemur þér alla leið. Einfalt, öruggt og þægilegt.

Trygging fyrir seinkun á flugi

Nægur tími er ávallt gefinn til millilendingar, en ef bæði flugin þín eru á Icelandair miða og fyrra fluginu þínu seinkar verulega, berum við ábyrgð á seinkuninni og endurbókum þig endurgjaldslaust.

Ein innritun í flug – ein innritun á farangri

Þú innritar þig aðeins einu sinni í flug og þú getur innritað farangurinn alla leið á lokaáfangastað.

Í Bandaríkjunum þurfa farþegar þó að ná í töskurnar við millilendingu, fara með þær gegnum tollskoðun og skila þeim á sérstakt töskubelti fyrir tengiflug. Á leið frá Bandaríkjunum er farangurinn innritaður alla leið á lokaáfangastað.

Yfir 700 áfangastaðir

Auk þess að við fljúgum beint til fleiri en 60 spennandi áfangastaða, þá kemur Icelandair þér til yfir 700 áfangastaða um allan heim með samstarfsflugfélögum okkar. Öll ferðin er þá bókuð í einum miða sem þýðir að við fylgjum þér alla leið og aftur heim. Þú getur bókað ferð til framandi áfangastaða á einum Icelandair miða og til dæmis ferðast til Hawaii, Sydney, Aþenu, Phuket eða Las Vegas í gegnum bókunarvélina okkar.

Kaíró?

Auk þess að við fljúgum beint til fleiri en 60 spennandi áfangastaða, þá kemur Icelandair þér til yfir 700 áfangastaða um allan heim með samstarfsflugfélögum okkar. Öll ferðin er þá bókuð í einum miða sem þýðir að við fylgjum þér alla leið og aftur heim. Þú getur bókað ferð til framandi áfangastaða á einum Icelandair miða og til dæmis ferðast til Hawaii, Sydney, Aþenu, Phuket eða Las Vegas í gegnum bókunarvélina okkar.

,,

Njóttu allra fríðindanna og skildu streituna eftir heima þegar þú bókar í gegnum bókunarvél Icelandair. Þú slærð inn brottfararstað og áfangastað, og við finnum tengingarnar. Athugið að ef enginn niðurstaða fæst þarf að prófa aðrar dagsetningar.

,,

Inniheldur flugmiðinn minn alla flugleggi flugsins, líka flug með samstarfsaðilum?

Já, flugmiðinn ætti að útlista alla flugleggi, hvort sem þú flýgur aðra leið eða báðar leiðir.

Get ég flogið á hvaða farrými sem er?

Hægt er að bóka sæti á Saga Premium og Economy farrými fyrir Icelandair flugið, fyrir utan fargjaldaflokkinn Economy Light þar sem strangari skilmálar eiga við um það fargjald.

Í flestum tilvikum færðu sæti í samsvarandi farrými í tengifluginu. Eina undantekningin er þegar flugvél hins flugfélagsins er ekki búin samsvarandi farrými.

Hvaða reglur eru í gildi um afbókun/endurbókun á flugi?

Við bjóðum upp á fargjöld sem eru ólík varðandi þjónustustig og sveigjanleika. Vinsamlega kynntu þér fargjöldin okkar og hvaða reglur gilda um afbókanir og endurbókanir í hverju tilfelli fyrir sig. 

Get ég safnað og notað Vildarpunkta í flugi með Icelandair og öðrum flugfélögum?

Já. Saga Club félagar geta safnað og notað Vildarpunkta í flugi með Icelandair. Það er líka hægt að safna og nota Vildarpunkta með ákveðnum flugfélögum sem við erum í sérstöku samstarfi við.

Hvernig virkar fylgdarþjónusta fyrir börn þegar flogið er með fleiri en einu flugfélagi?

Það er ekki hægt að bóka fylgdarþjónustu fyrir önnur flugfélög í gegnum Icelandair, ef ferðin felur í sér tengiflug með öðru flugfélagi. Þetta á við um öll tengiflug samstarfsaðila. Þú þarft að kynna þér reglurnar hjá hverju flugfélagi fyrir sig þegar þú bókar fylgdarþjónustu fyrir barn. Foreldrar og forráðamenn og eru þeir ábyrgir fyrir því að meðferðis séu viðeigandi skjöl til framvísunar á flugvöllum.

Við mælum einnig með að þú athugir reglur þess lands sem ferðast er í gegnum, þar sem reglur fyrir börn í fylgd gætu verið breytilegar milli landa.

,

Get ég bókað aukaþjónustu?

Já, en aðeins fyrir Icelandair flug. Þú getur til dæmis óskað eftir sæti sem hentar þér, pantað mat fyrir flugið eða boðið í sæti hjá okkur með Class Up. Þú getur einnig bætt við aukatösku við innritun í flugið.

Til að bóka aukaþjónustu fyrir tengiflugið þarftu að hafa samband við viðeigandi flugfélag.

Get ég bókað séraðstoð fyrir flugið mitt?

Já, þú getur haft samband með því að fylla út form fyrir séraðstoð vefnum okkar.

Fyrir tengiflugið er öruggast að hafa samband við hitt flugfélagið sem þú flýgur með til staðfesta séraðstoð sem þú óskar eftir.

Get ég innritað mig á netinu fyrir bæði Icelandair flugið mitt eða tengiflugið?

Já, fyrir sammerkt flug og samstarfsflug. Þegar innritun er hafin fyrir tengiflugið, getur þú innritað þig fyrir alla ferðina á Bókunin mín á vefnum eða með appinu okkar.

Fyrir easyJet tengiflug þarftu að innrita þig á tengiflugvellinum.

,

Fæ ég brottfararspjald fyrir alla ferðina?

Í flestum tilvikum færðu brottfararspjald fyrir alla ferðina, en það fer eftir samstarfsflugfélagi.

Þegar þú átt áframhaldandi flug með sammerktu flugi, geturðu fengið brottfararspjöld á lokaáfangastað.

Flest af flugfélögunum sem við erum í samstarfi við (interline) bjóða uppá brottfararspjald á lokaáfangastað, en einhverjar undantekningar eru til staðar. Flest samstarfsflugfélög bjóða einnig upp á að senda farangur á lokaáfangastað, þó svo að brottfararspjald þurfi að vera sótt í netinnritun hjá viðkomandi flugfélagi eða á þjónustuborði á tengiflugvelli. 

Þegar flogið er með easyJet, þarftu að innrita bæði farangur og fá brottfararspjald á tengiflugvelli.

Athugaðu: að ef þú óskar eftir sérstakri þjónustu eða þarft á séraðstoð að halda, gætir þú þurft að fá brottfararspjald frá hinu flugfélaginu sem þú flýgur með.

Er gert ráð fyrir nægum tíma á milli fyrsta flugs og tengiflugsins?

Við bjóðum þér aðeins flug þar sem nægur tími er fyrir þig til að koma þér úr fyrra fluginu í tengiflugið.

Hvenær þarf ég að fara í gegnum tollskoðun/öryggisleit í Bandaríkjunum?

Þú þarft að fara í gegnum tollskoðun/öryggisleit á fyrsta flugvellinum sem þú lendir á í Bandaríkjunum. Í staðinn þarftu ekki að fara í gegnum tollskoðun á lokaáfangastað.

Á heimleið þarftu aðeins að fara í gegnum tollskoðun/öryggisleit á lokaáfangastað.

Hvað gerist ef ég missi af tengifluginu mínu?

Þú þarft að hafa samband við okkur eða ef þú ert á flugvellinum, haft samband við fulltrúa okkar þar til að endurbóka tengiflugið.

Hef ég aðgang að betri stofu á ferðalaginu?

Saga Premium farþegar, Saga Gold og Silver félagar, og farþegar sem eiga Icelandair kreditkort með betri stofu fríðindum, fá aðgang að Saga Lounge þegar flogið er til og frá Keflavíkurflugvelli. Upplýsingar um betri stofu á tengiflugvöllum má finna hér.

Þarf ég að innrita farangurinn minn tvisvar sinnum?

Á leiðinni til Norður-Ameríku þurfa farþegar að ná í töskurnar við millilendingu, fara með þær gegnum tollskoðun og skila þeim á sérstakt töskubelti fyrir tengiflug.

Á flestum tengiflugvöllum í Evrópu, geta farþegar farið beint að brottfararhliði án þess að hafa áhyggjur af farangri. Undantekningar eru til staðar þegar flogið er í innanlandsflugi í Noregi, eða þegar tengiflug er á öðru flugnúmeri þegar flogið er í gegnum London Heathrow og Manchester flugvöll.

Þegar flogið er með easyJet, þarftu að innrita bæði farangur og fá brottfararspjald á tengiflugvelli.

Þegar ferðast er heim frá Norður-Ameríku og Evrópu, geta farþegar innritað töskurnar sínar alla leið á lokaáfangastað. Farþegar geta því farið beint að brottfararhliði á tengiflugvellinum, án þess að hafa áhyggjur af farangri.

,

Ein bókun. Ein innritun. Óteljandi ævintýri.

Hvert sem þú velur að fara skiptir okkur mestu máli að við fáum að fylgja þér alla leið.