Pingdom Check

Aðventusigling á Dóná

Aðventusigling og jólamarkaðir

24. - 30. nóvember
Fararstjóri: Lilja Jónsdóttir
 

Munchen og Passau, Þýskalandi - Vín, Krems, Melk og Linz Austuríki - Bratislava, Slovakíu. 

Stutt ferðalýsing  
Siglt á milli jólamarkaða í yndislegum bæjum og borgum við Dóná með A-Rosa Flora.

Flogið með Icelandair til Munchen þann 24.nóvember og ekið á hótel þar sem gist verður eina nótt. Eftir morgunverð þann 25.nóvember verður ekið til Passau þar sem farið verður um borð í A-Rosa Flora og siglt af stað kl.16:00. Að morgni 26.nóvember verður siglt fram hjá Wachau á leiðinni til Vínarborgar þar sem dvalið verður yfir nótt. Þaðan verður svo siglt til Bratislava þar sem stoppað verður yfir nótt, siglt áfram til Krems og Melk áður en stoppað er í Linz í Austurríki þar sem farþegum gefst tækifæri til að skoða sig um yfir daginn. Þaðan verður svo siglt er aftur til Passau. Komið í land að morgni og ekið aftur til Munchen. Flogið heim til Keflavíkur kl. 13:00 og lent kl. 16:00.

Flora frá A-Rosa skipafélaginu
Flora var smíðað árið 2014 og skráð í Þýskalandi. Skipið er 135 m á lengd og 11.4 m á breidd. Það eru 96 káetur um borð og ber hún hámark 183 gesti. Káetur eru annars vegar með gluggum og hins vegar með svölum sem kallast Julette Svalir ( Opnanlegar hurðir með handrið). Klefarnir eru vel útbúnir öryggishólfi,loftkælingu,sjónvarpi,hárblásara og baðherbergi með sturtu. Sloppar og ullarteppi eru í herbergjunum.
Á 4. dekki er útisvæði með púttsvæði, stóru taflborði, upphitaðri sundlaug og fl. auk þess sem um borð er líkamsrækt, gufuböð,snyrtistofa, veitingastaður og bar svo fátt eitt sé nefnt.  

Flug upplýsingar  

Flugnúmer

dags

Flugvöllur

kl.

Flugvöllur

kl.

FI532

24.nóvember

Keflavík

07:20

Munchen

12:05

FI533

30.nóvember

Munchen

13:00

Keflavík

16:00

Siglingaleiðin. 

Dagur 

Áfangastaður 

Koma

Brottför

25. nóvember

Passau, Þýskalandi

 

16:00

26. nóvember

Siglt um Wachau dal um morguninn

  

26. nóvember

Vínarborg, Austurríki 

14:00

 

27. nóvember

Vínarborg, Austurríki

-

04:00

27. nóvember

Bratislava, Slóvakíu

08:00

23:59

28. nóvember

Krems,  Austurríki 

13:00

14:00

28. nóvember

Siglt um Wachau dal um miðdag

  

28. nóvember

Melk, Austurríki

18:00

19:00

29. nóvember

Linz, Austurríki

06:00

18:30

30. nóvember

Paussau, Þýskalandi

07:00

 

 

Ferðaáætlun:

Mánudagur 24. nóvember - Keflavík - Munchen. 
Flogið með Icelandair til Munchen kl. 07:20 að morgni og lent í Munchen kl. 12:05 og ekið á hótel Holiday Inn Munich City Centre, þar sem gist verður í eina nótt. Dagurinn frjáls en fararstjóri mun bjóða upp á gönguferð á jólamarkað.   

Þriðjudagur 25. nóvember - Munchen – Passau, Þýskalandi. 
Morgunverður á hótelinu. Um hádegi er lagt af stað og ekið til Passau þar sem innritað verður um borð í A-Rosa  Flora, skipið sem gist verður í næstu 5 næturnar.  Skipið leggur frá höfn kl. 16:00.   Gestum gefst tækifæri til að njóta þess sem í boði er um borð og síðan er kvöldverður og skemmtun.  

Miðvikudagur 26. nóvember - Wachau og Vínarborg. 
Um morguninn er siglt um Wachau dalinn sem er undurfagur 32 km langur dalur, áður en komið er til Vínar.
Vín er höfuðborg Austurríkis og er alveg einstök borg.  Sagt er að íbúar hennar hljómi eins og þeir séu að syngja þegar þeir tala. Vinarborg á sér marga fallega staði og sérstaklega á aðventunni þegar jólamarkaðirnir tæla til sín fólk með kanillykt, glögg og sætindum. Jólatónlist og fallegt handverk freista í þessari fallegu borg. Stoppað í Vínarborg frá kl. 14:00 –  04:00 morguninn eftir svo það er einnig hægt að njóta kvöldsins í Vínarborg.  

Fimmtudagur 27. nóvember - Bratislava, Slóvakíu 
Komið er til Bratislava klukkan 08:00 um morguninn.  Í borginni búa um það bil 450,000 manns en hún er staðsett á vinstri bakka Dónár. Borgin er ung höfuðborg – reyndar sú yngsta í Evrópu. Í gamla bænum má sjá leifar af veldi Austurríkis-Ungverjalands, hvar sem farið er um. Þessi afslappaða borg í barokk- og rókókóstíl með hallir og menningu, list og kaffihús, er fullkominn staður til að ráfa um og njóta fallegra kennileita.

Föstudagurinn 28. nóvember - Krems, Wachau, Melk, Austurríki.  
Á föstudeginum verður áfram siglt með Dóná.  Stutt stopp verður gert í Krems áður en siglt verður áfram eftir Wachau dalnum að Melk þar sem stoppað verður stutta stund áður en stefnan verður tekin á Linz. 

Laugardagurinn 29. nóvember - Linz, Austurríki 
Síðasti viðkomustaður í þessari siglingu um Dóná er Linz sem iðar af menningu og sannkölluðum lisaverðmætum. Á aðventunni er hún sérstaklega falleg og skemmtileg. Mikið er af jólamörkuðum og allir komast í jólaskap á Christkindlmarkt, sem er einfaldlega dásamlegur.

Sunnudagurinn 30. nóvember - Passau, Munchen, Þýkalandi - Heimferð
A- Rosa Flora kemur til hafnar kl. 07:00 að morgni. Klukkan 08:00 kemur rútan og nær í hópinn og ekur sem leið liggur á flugvöllinn í Munchen þaðan sem flogið verður heim til Íslands kl. 13:00 og lent kl.16.00  

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Sigling skv. ferðalýsingu

Klefi um borð

Gististaðir

Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu