Pingdom Check

Algarve í Portúgal

Fjölbreytt afþreying og skemmtun.

Algarve

Portúgal hefur heillað þúsundir Íslendinga í gegnum árin, ekki síst hið veðursæla Algarve hérað. Svæðið er þekkt fyrir menningu sína og sögulegar minjar, allt frá tímum Rómverja, glæsihótel nútímans, matargerð og aðrar lífsnautnir. Vegalengdir eru ekki miklar, hæglega er hægt að aka til suðvesturodda Evrópu, Cape St. Vincent og horfa út á Atlantshafið eða bæjarins Tavira við Spánarlandamærin í austri og skoða sögulegar byggingar og húsagerð, - eða skjótast í stórverslanir eða víðfrægar verslanagötur. U.þ.b. 200 km. eru frá Albufeira til Lissabon og jafnlangt til Sevilla á Spáni.

Albufeira

Albufeira er notalegur bær suðurhluta Portúgal. Þröngar götur, hvítkölkuð hús og marglitir bátar bundnir við bryggjur einkenna þennan fallega bæ. Íbúatala borgarinnar margfaldast hins vegar á sumrin þegar ferðamenn flykkjast á staðinn. Albufeira er nefnilega þekktasti ferðamannabær Algarve svæðisins. Frá 1960 hefur Albufeira þróast úr því að vera lítill fiskimannabær í það að vera ferðamannabær með öllu sem hugurinn girnist. Gamla bæjarhlutanum er haldið vel við og er hann mjög sjarmerandi enda sækja ferðamennirnar þangað alla daga og þegar kvöldar er mikil stemmning, alls konar uppákomur í viðbót við hið hefðbundna mannlíf, götulistamenn, málara, hljómlistamenn, götusala og svo auðvitað ótal veitingastaði og bari. Sportbarir, diskóbarir og hvað annað sem kætir og gleður. 

"Laugavegurinn" er gata sem liggur frá Montechoro hæðinni og alveg niður á Praia de Oura ströndina. Þar er líka líf og fjör bæði á daginn og kvöldin.

Bæjarlífið er afar fjölbreytt, hvort sem stefnan er tekin á Laugaveginn eða í gamla miðbæinn. Einnig má benda á að kominn er rúllustigi þar sem áður voru tröppur niður á strönd.

Vilamoura

Vilamoura er annar skemmtilegur bær á hinu sólríka Algarve svæði. Þótt bærinn sé ungur að árum, þá hefur hann á örfáum áratugum þróast í eitt vinsælasta orlofssvæði landsins.
Bærinn er þekktur fyrir smábátahöfnina Marina de Vilamoura, sem er sú stærsta í Portúgal. Þar liggja glæsilegar snekkjur við bryggju og umhverfið minnir helst á kvikmyndasenu. Í kringum höfnina er líf og fjör, með fjölbreyttu úrvali af veitingastöðum, kaffihúsum, verslunum og skemmtistöðum. Þegar kvöldar fyllist svæðið af mannlífi og stemmningu, þar sem ferðamenn njóta tónlistar, góðs matar og útsýnis yfir höfnina.

Vilamoura er einnig þekkt fyrir fallegar strendur, þar á meðal Praia da Falésia, sem teygir sig meðfram rauðleitum klettum og gullnum sandi. Þar er hægt að njóta sólar, sjós og vatnaíþrótta í rólegu og hreinu umhverfi. Gönguleiðir og hjólastígar liggja meðfram ströndinni og um gróin hverfi bæjarins.

Golfáhugafólk sækir Vilamoura í stórum stíl, enda eru þar heimsþekktir golfvellir. Vellirnir eru fjölbreyttir og henta bæði byrjendum og reyndum kylfingum.

Þótt Vilamoura sé nútímalegur bær, þá má finna rómverskar rústir í Cerro da Vila, þar sem forn villa, baðhús og fiskverkunarstöð voru staðsett. Þessi fornleifasvæði gefa innsýn í sögu svæðisins sem nær aftur til 1. aldar e.Kr.

Afþreying

Margskonar frábæra afþreyingu og skemmtun er að finna í Algarve. Glæsilegir golfvelli við allra hæfi. Við nefnum líka ótrúlega sjávardýragarða með sæljónum, selum og höfrungum og Aqualand með stórkostlegum vatnsrennibrautum. Sannkallað vatnatívólí.

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 94.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
fra-feria2
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu