Komdu með í sólríkt frí til Mexíkó!
Við bjóðum einstakt tækifæri til þess að upplifa þennan vinsæla áfangastað. Flogið verður í beinu flugi með B757 VIP, með 80 business class sætum. Full Saga Premium þjónusta alla leið.
Val er um spennandi hótelkosti, allt 5 störnu hótel með öllu inniföldu, í Cancun og Riviera Maya – svæðum sem bjóða upp á blöndu af afslöppuðu strandlífi og spennandi afþreyingu. Skoðaðu fornminjar Maya í Tulum og Chichen Itza, snorklaðu í tærum lónum eða njóttu líflegs næturlífs og verslana.
Fararstjóri í ferðinni er Þóra Valsteinsdóttir sagnfræðingur, en hún hefur starfað sem fararstjóri um allan heim og býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Þóra býður upp á spennandi skoðunarferðir á meðan á dvölinni stendur.
Fullkomið frí fyrir pör, fjölskyldur og vini sem vilja upplifa menningu, náttúru og afslöppun í einni ferð.
Saga Club félagar safna Vildarpunktum og Fríðindastigum fyrir pakkaferðir og á það einnig við þó að greitt sé með Vildarpunktum. Það eina sem þarf að muna er að setja inn Saga Club númerið í bókun.
Vinsamlegast athugið að mögulega verður gert eldsneytisstopp á leiðinni.
Cancún er þekkt fyrir hvítar strendur, glitrandi Karabíska hafið og líflegt næturlíf. Hér er hægt að snorkla við kóralrif, synda í cenote-lónum og skoða fornminjar Maya, eins og Chichén Itzá og El Rey. Fyrir þá sem kjósa rólegri stemningu er hægt að rölta um miðbæinn þar sem er að finna heillandi litlar götur, spennandi matarmarkaði og fallegar verslanir. Fyrir þá sem vilja smakka bragðgóðan mat býður Cancún upp á fjölbreytta veitingastaði, allt frá litlum staðbundnum matarbásum með ekta mexíkóskum réttum til glæsilegra veitingastaða með útsýni yfir hafið. Einnig er vinsælt að sigla yfir til Isla Mujeres, litríkrar eyju rétt undan strönd Cancún sem þekkt er fyrir heillandi strendur og afslappað andrúmsloft. Siglingin tekur aðeins um 20–30 mínútur og býður upp á fallegt útsýni yfir Karabíska hafið.
Riviera Maya er eitt fallegasta og vinsælasta strandsvæði Mexíkó, staðsett á austurströnd Yucatán-skagans meðfram Karabíska hafinu. Svæðið teygir sig frá Puerto Morelos til Tulum og spannar yfir hundrað kílómetra af hvítum ströndum, gróðursælum regnskógum og menningarlegum gersemum. Hægt er að heimsækja margar fornar Maya-borgir, cenote-lón og náttúruverndarsvæði eins og Sian Ka’an sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá er einnig hægt að snorkla með skjaldbökum í Akumal, skoða Tulum-rústirnar eða slakað á á afskekktum ströndum eins og Xpu-Ha.
Playa del Carmen er hjarta Riviera Maya, líflegur og fjölbreyttur bær sem þróast hefur úr rólegu sjávarþorpi í einn vinsælasta áfangastað svæðisins. Hér sameinast borgarlíf og strandlíf á einstakan hátt. Hægt er að rölta eftir hinni frægu Quinta Avenida, sem iðar af lífi með verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum og listagalleríum. Bærinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu allt frá zipline og ATV-ferðum til rólegra stranddaga og næturlífs á Coco Bongo.