Pingdom Check

Gran Canaria

Góð hótel, skemmtun, friðsæld og fegurð.

Á Gran Canaria geturðu flatmagað í sólinni, skoðað stórbrotnar náttúruperlur, stundað hreyfingu sem kemur adrenalíninu í gang eða rölt um litla fallega bæi þar sem tíminn stendur í stað. Gistimöguleikar eru af öllum stærðum og gerðum. Allt frá einföldum og hagstæðum íbúðahótelum yfir í 5 stjörnu lúxus hótel. Icelandair VITA býður uppá gistingu á nokkrum mismunandi stöðum. 

Afþreying
Eyjan er vinsæll áfangastaður allt árið um kring fyrir sólþyrsta ferðamenn. Hún býr yfir töfrandi sjarma og úrval afþreyingu. Hægt er að stunda alls kyns útivist og vatnasport þar sem lofthiti er oftast yfir 20 gráður yfir vetrartímann og heitara yfir sumarið. Sjávarhiti er einnig frá 18-22 gráðum. Kafarar, brimbrettakappar, göngu- og hjólreiðafólk, klifrarar og ævintýrafólk almennt flykkist því til Gran Canaria. Á meðal áhugamanna um adrenalín eru þeir sem elska að slappa af og njóta þess að dorma á ylvolgri strönd með kaldan drykk við hönd.
Stærri og smærri strendur eru um allt á eyjunni. Hvort sem líflegar og fjörugar henta eða rólegar og fámennar. Allar útgáfur finnast á Gran Canaria.
Fyrir börnin eru garðar eins og Aqualand Maspalomas, Palmitos Park, Angry Birds Activity Park, Adventure Park Hangar 37, Holiday Worldog Sioux City svo eitthvað sé nefnt.

Hér er allt til alls og því allar forsendur til staðar fyrir fullkomið frí! Fararstjórar VITA eru til taks og geta aðstoðað við að bóka skoðunarferðir. Þeir geta einnig gefið upplýsingar um þjónustu og stofnanir á svæðinu.
Auðvelt er að keyra á eigin vegum um eyjuna og upplagt að leiga bílaleigubíl ef áhugi er fyrir því. Almenningssamgöngur eru líka fínar og hagstæð leið til að skoða sig um. 

Akstur

Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Frá flugvellinum til gististaða er um 20 mínútna akstur. 

Ath. gert er ráð fyrir að hver farþegi sem bókaður er í rútuferð til og frá flugvelli sé með 1  tösku, ef ferðast er með meiri farangur þarf að láta vita fyrirfram og jafnframt ath. hvort að sé pláss í farangursgeymslu rútunnar. 

Verð á akstrinum er 1.900 kr á mann aðra leiðina.

Sjá nánar um svæðið hér neðar á síðunni. Það er meira en þú heldur á Gran Canaria!

 

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Fararstjóri

Íslensk fararstjórn

Gististaðir

fráISK 138.400 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
fra-feria2
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu