Innsbruck er höfuðborg Týról í Austurríki. Borgin er fimmta stærsta borg Austurríkis og búa þar um 127 þúsund manns. Borgin er hvað helst þekkt fyrir að vera mikill skíðabær og eru því vetraríþróttir mjög áberandi þar. Þar má nefna að eitt helsta skíðastökkmót Evrópu fer þar fram á hverju ári og hefur gert allt frá árinu 1952. Vetrarólympíuleikar hafa einnig verið haldnir í Innsbruck og nágrenni tvisvar sinnum. Borgin liggur við ána Inn í Ölpunum. Fjöll umliggja borgina, að norðan eru það Karwendelfjöllin. Stutt frá er jökullinn Stubai sem er í 3210 m. hæð.
Nálægt Innsbruck má finna fjöldann allan af frábærum skíðasvæðum eða um 300 km af fjölbreyttum skíðabrautum á mismunandi erfiðleikastigum. Öll aðstaða er í hæsta gæðaflokki og hentar því öllum á hvaða aldri sem er.
Sjá nánar um skíðasvæði nálægt Innsbruck hér að neðan.