NFL-þátturinn Lokasóknin á Sýn Sport blæs til hópferðar í samstarfi við Icelandair á leik Tennessee Titans og Houston Texans í NFL-deildinni. Fjögurra nátta ferð frá 13. - 17. nóvember í einni skemmtilegustu borg Bandaríkjanna sem nær hápunkti með æsispennandi NFL-leik á sunnudeginum.
16. nóvember fer fram stórleikur í NFL þar sem Tennessee Titans taka á móti Houston Texans á Nissan Stadium í Nashville. Búast má við ógleymanlegri stemningu, trylltum stuðningsmönnum og kraftmikilli leikvöllsstemningu sem aðeins Bandaríkin kunna að skapa. Um að gera að fara snemma á völlinn til þess að upplifa hina einstöku „Tailgate“ stemningu sem NFL-deildin er svo fræg fyrir.
En Nashville er miklu meira en bara fótbolti! Borgin er hjarta ameríska country-tónlistar, með lifandi tónleika alla daga á Broadway-strætinu, ótal bari og veitingastaði með suðurríkjabrag. Þú getur líka skoðað Country Music Hall of Fame, farið í heimsókn á sögufræga Grand Ole Opry, eða einfaldlega notið sérkennilegrar, litríkrrar og lífsglaðrar borgar.
Í boði er pakkaferð 13. - 17. nóvember til Nashville (lent að morgni 18. nóvember í Keflavík)
Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, rúta til og frá flugvelli í Nashville, fararstjórn og miði á leikinn. Fararstjórar eru Lokasóknarbræðurnir Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson.
Miðarnir koma fjórir saman og eru á svæði 105, sjá rautt í vinstra horni

- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
- Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.