Icelandair flýgur beint til Orlando (MCO) allt árið.
Sólarfylki Bandaríkjanna, Orlando er staðsett miðsvæðis í Flórída og er paradís fyrir alla. Skemmtigarðar, vatnsgarðar og síðast en ekki síst Disney World og Universal Studio. En Orlando er ekki bara þekkt fyrir skemmtigarða, þar eru líka fjölmargir golfvellir, verslanir og veitingastaðir og strendur. Strandlengjan við Atlantshafið er í eingöngu klukkutíma akstursfjarlægð fyrir þau sem langar að stinga sér til sunds í sjóinn. Flórída er því tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskyldufrí.
Erum með gott úrval af hótelum, íbúðum og húsum á Orlando svæðini sjá hér að neðan.
Húsin eru rúmgóð, vel útbúin og fullkomin til að verja sumarfríinu með stórfjölskyldunni. Húsin eru með allt frá 3 svefnherbergjum upp í 8 svefnherbergja og tilvalin fyrir bæði minni og stærri hópa.
Sjá nánar um húsin sem eru í boði hér að neðan í felligluggum.
Vinsamlega athugið:
- Hægt er að bóka hús eða íbúðir fyrir allt að 9 manns í bókunarvélinni: Ef fjölskyldan eða hópurinn er stærri, er hægt að hafa samband við söluráðgjafa í síma 5050100 eða senda fyrirspurn á netfangið [email protected].
- Þeir farþegar sem bóka Executive Plus Homes eða Premium Homes fá sendar upplýsingar um staðsetningu, heimilisfang og lyklakóda 4 vikum fyrir brottför.
Gott að vita:
- Ýmis afþreying er í boði í Orlando og nágrenni og hægt er að bóka hér.
- Eftir bókun: Executive Plus Homes og Premium Homes er sendur póstur til farþega með upplýsingum varðandi heimilisfang og staðsetningu hússins.
- Farþegar fá sendar upplýsingar um staðsetningu, heimilisfang og lyklakóda 4 vikum fyrir brottför
- Á meðfylgjandi hlekk finnur þú gjafabréf fyrir fríu bílastæði, lítilli móttökugjöf og sértilboð sem gildir í fjölda verslana í THE MALL AT MILLENIA í Orlando.
- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
- Athugið að verð frá er miðað við tvo fullorðna og tvö börn undir 12 ára aldri í fjórar nætur Sætaframboð er takmarkað. Uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.