Siglng með MSC Musica
27. febrúar - 8. mars
Santa Cruz, Tenerife - Arrecife, Lanzarote - Fuerteventura - Santa Cruz, La Palma - Las Palmas, Gran Canaria - Funchal, Madeira
Flogið er í morgunflugi með Icelandair til Tenerife þar sem gist verður í 2 nætur á INNSiDE by Melia. Þann 1. mars verður siglt af stað með MSC Musica áleiðis til Arrecife á Lanzarote, eftir það verða hver Kanaríeyjan á fætur annarri heimsótt, Fuerteventura, La Palma og Gran Canaria og að lokum verður siglt upp til Madeira áður en haldið er aftur til Santa Cruz á Tenerife.
MSC Musica er fyrsta skipið í svokölluðum Musica-flokki MSC Cruises og var sjósett árið 2006. Skipið er með 16 þilför og rúmar um 2.500 farþega í 1.275 klefum.
Á skipinu er að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Þar er meðal annars stórt sundlaugardekk með heitum pottum og sólbekkjum og glæsilegt leikhús sem býður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá á hverju kvöldi.
Á skipinu er fimm veitingastaðir, má þar nefna tvo aðal veitingastaði, ítalskan pizzastað og asískan veitingastað.
Nokkrir barir og skemmtistaðir eru um borð, allt frá notalegum vínbörum til lifandi tónlistarstaða þar sem boðið er upp á bæði djass og popp. Einnig er að finna stóra og bjarta setustofu með glerlofti þar sem farþegar geta notið drykkja og útsýnis á sama tíma.
MSC Musica er hannað með rými og glæsileika að leiðarljósi og býður upp á afslappað en jafnframt líflegt andrúmsloft sem hentar jafnt pörum, fjölskyldum og vinahópum sem vilja upplifa klassískt skemmtiferðaskip MSC Cruises.