Skemmtileg sigling um Rínarfljót
28. maí - 5. júní
Frankfurt, Speyer/ Germersheim - Þýskaland, Strassburg, - Frakkland, Basel - Sviss, Breisach, Meinz - Þýskaland
Stutt ferðalýsing
Flogið með Icelandair til Frankfurt þann 28. maí klukkan 07:20 og lent kl. 13:00 að staðartíma. Gist verður á hóteli í Frankfurt í eina nótt fyrir siglingu. A-Rosa CLEA siglir af stað kl. 21:00 þann 29.maí. Siglt er eftir Rínarfljóti og eftir Rínardal þar sem komið er við í dásamlegum borgum og bæjum. Siglingin endar í Frankfurt síðdegis 4.júní þar sem gist verður um borð síðustu nóttina áður en haldið verður aftur heim til Íslands.
A-Rosa Clea
A-Rosa Clea er fljótabátur sem siglir á Rín og er í eigu þýska skipafélagsins A-Rosa.
Clea er 110 m. á lengd og 11,45 m. á breidd. Í skipinu eru 70 klefar, allir vel útbúnir með helstu þægindum. Klefarnir eru ýmist með glugga eða með svokölluðum Juliette-svölum. Klefarnir eru með öryggishólfi, loftkælingu og sjónvarpi. Baðherbergin með hárþurrku, snyrtivörum og sloppum. Rúmgott sólardekk með sólbekkjum, heitum potti, æfingaaðstöðu og stóru taflborði auk annarra leiktækja. Veitingastaðir eru um borð - hlaðborð, grill, a la carte staður og bar.