Munchen - Er frábær kostur fyrir þá sem vilja skjótan aðgang að frábærum skíðasvæðum bæði í Austurríki og á Ítalíu.
Beint flug er með Icelandair til og frá Munchen en þaðan þurfa farþegar að koma sér sjálfir til áfangastaðar (Austurríki eða Ítalía).
Flugvöllurinn er vel staðsettur og býður upp á greiðar samgöngur en bæði er einfalt að ferðast með rútu eða bílaleigubíl.
Athugið að flutningur á skíðabúnaði er ekki innifalinn í verðum, heldur þarf að bæta því við gegn aukagjaldi fyrir þá sem þess óska, það er hægt að gera við bókun eða síðar.
Akstur til og frá flugvelli í Munchen er ekki í boði en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.
Ferðamannaskattur er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför.
Sjá nánar um skíðasvæðin hér að neðan.