Pingdom Check

Sueno Golf Resort í Belek Tyrklandi

Sueno golf resort í Belek Tyrklandi

28. okt - 10. nóvember 2026 - 13 nætur + 10 golfhringir með golfbíl!

Sueno í Belek er frábær golfáfangastaður í hjarta Belek, Tyrklandi. Flogið verður í beinu leiguflugi Icelandair til Antalya, Tyrklandi sem er um 30 km frá Sueno Resort. 

Hótel

Gist er á Sueno Deluxe hótelinu í Belek. Öll herbergi eru Deluxe herbergi með sjávarútsýni. Sueno Deluxe er 5 stjörnu hótel með miklu úrvali af veitingarstöðum, börum, útisvæðum og afþreyingu, hótelið liggur við strönd skammt frá golfvöllum tveimur. Mikið úrval af mat er í aðal matsalnum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig er stór mathöll í sundlaugagarði. A la Carte staðir eru 4 talsins; ítalskur, asískur, mexíkóskur og tyrkneskur og er aukakostnaður á þessa staði 10 evrur á mann.

Spa

Mjög stórt Spa er á hótelinu sem býður uppá 5 gufuböð, 6 saunur, 6 tyrknesk böð og 25 meðferðarherbergi. Einnig er stór líkamsrækt og er aðgangur af þessu öllu innifalið í pakkanum. Það eru 300 fm og 50 fm upphitaðar innilaugar og 130 fm upphituð útilaug ásamt hvíldarherbergi.

Í Spa-inu eru auka meðferðir s.s. nudd, handa og fótameðferðir gegn aukakostnaði. 

Golf

Það eru tveir 18 holu golfvellir á Sueno sem heita Dunes og Pines. Hópurinn skiptist á að spila þessa velli daglega. Pines völlurinn er par 72 og 6413 metra langur og Dunes er par 69 og 5643 metrar. Báðir vellir eru „parkland“ vellir og einstaklega fallega hannaðir, brautir afmarkaðar með trjám og stórum grínum. Níunda flötin og 18. flötin á báðum völlum liggja beint fyrir framan klúbbhúsið. Í klúbbhúsinu er morgunverður og hádegismatur í boði ásamt drykkjum innifalið í pakkanum. 

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Vildarpunktasöfnun

Gisting með öllu inniföldu

Allt innifalið

Golf á Sueno Golf Resort

Flutningur á golfsetti

Flutningur á golfsetti innifalinn

Akstur til og frá flugvelli

Akstur frá flugvelli á hótel við komu
Akstur frá hóteli á flugvöll við brottför

Fararstjóri

Íslensk fararstjórn

Gististaðir

fráISK 649.000 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
fra-feria2
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu