Pingdom Check

Tenerife

Afslöppun og ævintýri

Tenerife er með fallegar strendur, frábær hótel og úrval af afþreyingu. Eyjan er skemmtilegur ferðamannastaður þar sem allt er til alls og hin spænska menning heimamanna blómstrar með tilheyrandi matargerð og mannlífi.

Þar eru allar forsendur til staðar fyrir hinu fullkomna fríi - sól og veðursæld allt árið um kring, hlýr sjór, gylltur sandur, frábært úrval fjölbreyttra veitingastaða og aragrúi ólíkra verslana.
Sól og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife en eyjan hefur upp á svo margt annað að bjóða líka.

Allt til alls
Meðfram allri ströndinni er “göngugata” þar sem gaman er að rölta á milli staða, en ekki er nema um hálftímaganga á milli Amerísku strandarinnar og Costa Adeje. Einnig bjóða mörg hótel upp á frítt skutl frá Costa Adeje og Playa Fanabe niður á Amerísku ströndina. 

Í höfuðstaðnum Santa Cruz á Suðurhluta eyjunnar er tilvalið að versla og eru allar helstu verslanir þar þ.á.m. H&M, Zara og Primark. Flesta daga vikunnar má finna útimarkaði á eyjunni, sem selja allt milli himins og jarðar.
Á eyjunni er svo hægt að stunda hina ýmsu útivist og bóka sig bæði í skipulagðar ferðir eða fara á eigin vegum. 

Hér neðar á síðunni má lesa um hina ýmsu afþreyingu og nánar um strendurnar á Tenerife. 

Njóttu þess að hlakka til þegar þú bókar ferð til Tenerife og vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.

 

 

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Fararstjóri

Íslensk fararstjórn

Gististaðir

fráISK 109.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
fra-feria2
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu