Pingdom Check

Töfrar Japans og Suður Kóreu

Japan og Suður Kórea 

Celebrity Millennium
14. október – 1. nóvember 2025

Fararstjóri: Héðinn Svarfdal

Tókýó (Yokohama) - Mt. Fuji (Shimizu) - Kyoto (Osaka) - Koschi - Hiroshima - Hakodate - Aomori, Japan og Busan, Suður Kóreu.

Ferðalýsing:
Flogið verður frá Keflavík til Tókýó þriðjudaginn 14. október með millilendingu í Helsinki, Finnlandi. Áætlaður lendingartími á Narita flugvelli í Tókýó er klukkan 13:05 daginn eftir. Flogið er með Finnair frá Helsinki og vart hægt að fá þægilegra tengiflug milli Íslands og Japan.
Dvalið verður í Tókýó í tvær nætur og farið í spennandi skoðunarferðir áður en haldið er til skips og siglt af stað síðdegis föstudaginn 17. október.
Fyrsti áfangastaður skipsins er Mt. Fuji en þaðan verður siglt til Kyoto þar sem stoppað er yfir nótt. Þaðan er siglt til Kochi og Hiroshima en svo tekur við siglingardagur þar sem siglt verður áfram til Busan í Suður Kóreu.
Næst er annar siglingardagur á leið til baka til Japans en komið verður til hafnar í bæði Hakodate og Aomori. Að lokum verður siglt aftur til í Tókýó þar sem gist er síðustu tvær næturnar áður en flogið er aftur heim á leið í gegn um Helsinki.
 

Flugtafla

Dagur 

Flugnúmer

Brottför 

Kl.

Áfangastaður

Kl. 

14. október

FI 342

Keflavík

07:30

Helsinki

14:00

14. október

AY 073

Helsinki

17:45

Toykyo

13:05+1

31. október

AY 074

Tokyo

23:10

Helsinki

05:00+1

01. nóvember

FI343

Helsinki 

14:00

Keflavík

15:55

Siglingatafla

Dagur

Áfangastaður

Koma

Brottför

17. október

Tokyo (Yokohama), Japan

 

17:00

18. október

Mt. Fuji (shimizu), Japan

07:00

16:00

19. október

Kyoto ( Osaka ), Japan

11:00

 

20. október

Kyoto ( Osaka ), Japan

 

18:00

21. október

Kochi, Japan

08:00

17:00

22. október 

Hiroshima, Japan

09:00

18:00

23 .október

Á siglingu

  

24. október

Busan, Suður Kóreu

07:00

17:00

25. október

Á siglingu

  

26. október

Hakodate, Japan

10:30

20:00

27. október

Aomori, Japan

07:00

16:00

28. október

Á siglingu

  

29. október

Tokyo (Yokohama), Japan

06:30

 

Celebrity Millennium
Skipið er í svokölluðum „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næsthæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Skipið fór í sína jómfrúarferð árið 2000 og var síðast tekið í gegn í mars 2019. Millennium er 91.000 lestir, tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persneskum garði og „sólarium" með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.

Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir á vegum skipsins, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.

Tókýó (Yokohama), Japan
Þótt Tókýó sé ein stærsta borg heims hefur henni samt tekist að halda í heilmikinn sjarma og menningarlegt aðdráttarafl. Innan um endalaus suðandi ljósaskilti og kaplaflækjur í lofti má í borginni sjá sumt af því tilkomumesta í byggingarlist heimsins, glæsilegar verslanir og fjögurra stjörnu veitingastaði. En það þarf ekki að fara langt út fyrir ysinn og þysinn í borginni til þess að finna allt annan heim. Í litlum bæjum og þorpum umhverfis hana fæst innsýn í auðuga menningu og gamlar hefðir Japana. Þar getur að líta fjölda íbúðarhúsa úr timbri, forn hof, helgistaði og keisaralega garða. Allt frá skarkala stórborgarinnar til kyrrlátra bonsaitrjágirtra hverfa er Tókýó heilt rannsóknarefni í unaðslegum andstæðum.

Innifalið í pakkanum

Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu