Pingdom Check

Dreamhack tölvuleikjaveisla Norðurlandanna

DreamHack Stockholm er einstök upplifun

Dreamhack er stærsta tölvuleikjaveisla Norðurlandanna. Þar koma saman þúsundir gesta alls staðar úr heiminum til þess að prófa nýjustu tölvuleikjatækni, upplifa fjölbreyttar sýningar á Indie-leikjum, heimsækja skapandi listasvæði, fylgjast með lifandi tónleikum og njóta litríkrar cosplay-menningar.

 

Á hátíðinni gefst gestum kostur á að taka þátt í einu stærsta LAN-partýi heims, þar sem þátttakendur koma með eigin tölvubúnað og spila allan sólarhringinn í einstakri stemningu. Á sama tíma fara fram fjölmargar alþjóðlegar keppnir í rafíþróttum, þar á meðal úrslitameistarakeppnir í Overwatch, Counter-Strike 2 og fleiri vinsælum leikjum, með stærstu liðum heims í baráttu um milljónir evra í verðlaunafé.

 

DreamHack Stockholm er einstök upplifun fyrir alla sem vilja kynnast stærstu og fjölbreyttustu leikjamenningu Evrópu á einum stað. Hér skapast minningar, tengslanet og innblástur sem fylgir gestum langt út fyrir hátíðina sjálfa.

 

Pakkaferð: Flug og hótel 27. nóvember - 1. desember. Innifalið: Flug og gisting í fjórar nætur með morgunverði.

Athugið: dagpassi ekki innifalinn í verði. Hægt er að bóka 3ja daga dagpassa hér og fá 20% afslátt af verði - afslátturinn innifalinn í verði.

 

Dagpassinn veitir aðgang að:

  • Öllu sýningarsvæði DreamHack Stockholm í þrjá daga, með möguleika á að fara inn og út meðan á opnunartíma stendur.
  • Áhorfendasvæðum allra helstu esports-keppna, þar á meðal úrslitameistarakeppna í Overwatch, Counter-Strike 2 og fleiri stórum mótum.
  • Expo-svæðinu, þar sem gestir geta prófað nýjustu tölvuleikjatækni, kynnst nýjum leikjum og hitt útgefendur og smærri leikjaframleiðendur.
  • Skapandi svæðum, svo sem Artists Alley, Creator Hub og Cosplay-svæðinu.
  • Tónleikum, skemmtunum og viðburðum sem eru hluti af almennri dagskrá hátíðarinnar.
  • Freeplay-svæðum, þar sem hægt er að spila á tölvum og leikjastöðvum sem hátíðin leggur til.
  • Athugið: Dagpassinn inniheldur ekki sæti á LAN-svæðinu fyrir eigin tölvu. Ef þú hyggst koma með eigið búnað og taka þátt í LAN-partýinu, þarf sérstakan BYOC LAN Pass.

 

 

 

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

 

 

 

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting

Gisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 119.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu