Dreamhack er stærsta tölvuleikjaveisla Norðurlandanna. Þar koma saman þúsundir gesta alls staðar úr heiminum til þess að prófa nýjustu tölvuleikjatækni, upplifa fjölbreyttar sýningar á Indie-leikjum, heimsækja skapandi listasvæði, fylgjast með lifandi tónleikum og njóta litríkrar cosplay-menningar.
Á hátíðinni gefst gestum kostur á að taka þátt í einu stærsta LAN-partýi heims, þar sem þátttakendur koma með eigin tölvubúnað og spila allan sólarhringinn í einstakri stemningu. Á sama tíma fara fram fjölmargar alþjóðlegar keppnir í rafíþróttum, þar á meðal úrslitameistarakeppnir í Overwatch, Counter-Strike 2 og fleiri vinsælum leikjum, með stærstu liðum heims í baráttu um milljónir evra í verðlaunafé.
DreamHack Stockholm er einstök upplifun fyrir alla sem vilja kynnast stærstu og fjölbreyttustu leikjamenningu Evrópu á einum stað. Hér skapast minningar, tengslanet og innblástur sem fylgir gestum langt út fyrir hátíðina sjálfa.
Pakkaferð: Flug og hótel 27. nóvember - 1. desember. Innifalið: Flug og gisting í fjórar nætur með morgunverði.
Athugið: dagpassi ekki innifalinn í verði. Hægt er að bóka 3ja daga dagpassa hér og fá 20% afslátt af verði - afslátturinn innifalinn í verði.
Dagpassinn veitir aðgang að: