Pingdom Check

Styðjum strákana í Varsjá – Ísland gegn Úkraínu

Tryggðu þér sæti á völlinn

Komdu með okkur til Varsjá og upplifðu spennandi landsleik þegar karlalandsliðið í fótbolta spilar gegn Úkraínu sunnudaginn 16.nóvember í Varsjá!

Icelandair tekur þátt í gleðinni og hefur sett saman ferð fyrir stuðningsfólk Íslands 15-17. nóvember. 

Athugið: 

Til þess að verði af ferðinni þurfum við að ná lágmarksþátttöku fyrir 29. október og því um að gera að tryggja sér sæti strax

Hópferð 15. nóvember - 17. nóvember

  • Flug 15. nóvember: FI1504 klukkan 15:35 frá Keflavík, lending í Varsjá 20:45. Rútur frá flugvelli á hótel Motel One Warsachau-Chopin
  • Hótelgisting: Tvær nætur með morgunverði á Motel One Warschau-Chopin

  • Miði á leikinn: Úkraína - Ísland 16. nóvember klukkan 17:00. Miðinn gildir á svæði 121. Leikurinn fer fram á leikvanginum The Marshall Józef Piłsudski's Municipal Stadium of Legia Warsaw. Miðaafhending fer fram um borð á leiðinni til Varsjá. Farþegar koma sér sjálfir til og frá leikvangi 
  • Rútur 17. nóvember: Frá hóteli út á flugvöll klukkan 10:30
  • Flug 17. nóvember: FI1505 klukkan 13:20 frá Varsjá, lending í Keflavík 16:35
  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim

Innifalið: Beint flug, skattar og gjöld, gisting í 2 nætur með morgunverði, rúta til og frá flugvelli erlendis og miði á leikinn 16. nóvember á svæði 121. Farþegar koma sér sjálfir til og frá leikvangi

Tryggðu þér sæti á völlinn. Áfram Ísland - alla leið á HM!

Athugið!

Framkvæmd ferðarinnar sem lýst er, er háð því að skilyrði að lágmarki 130 þátttakenda náist í ferðina fyrir 29. október. Ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki, áskilur Icelandair ehf. sér rétt til að aflýsa ferðinni. 

Komi til aflýsingar vegna þess að lágmarksfjölda þátttakenda er ekki náð, mun Icelandair ehf. endurgreiða allar greiðslur sem ferðamaður hefur þegar innt af hendi vegna ferðarinnar, innan 14 daga frá tilkynningu um aflýsingu.

Styðjum strákana í Varsjá – Ísland gegn Úkraínu

Miðinn gildir á svæði 121

 

Innifalið í pakkanum

fráISK 159.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
fra-feria2
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu