Á skemmtiferðaskipi suður um höf
Celebrity Apex
19. febrúar - 01. mars
Fararstjóri: Lilja Jónsdóttir
Orlando og Key West á Flórída - Bimini á Bahamas - Puerto Plata í Dómíníska lýðveldinu og Grand Turk á Turks & Caicos
Stutt ferðalýsing:
Flogið til Orlando í Flórída með Icelandair 19. febrúar. Gist í Orlando í 2 nætur áður en haldið er í siglinguna sem tekur 7 daga. Á þessum 7 dögum verður komið við á Key West ásamt þremur yndislegum eyjum í Karíbahafinu. Fyrsta stopp er á Key West þaðan sem siglt verður til Bimini á Bahamas, svo Puerto Plata í Dómíníska lýðveldinu og að síðustu Grand Turk á Turks & Caicos. Einnig eru 2 dagar á sjó þar sem hægt verður að njóta alls þess sem þetta frábæra skip,Celebrity Apex, hefur uppá að bjóða. Eftir siglingu er síðan komið aftur til Orlando og flogið heim seinni partinn..
Um skipið
Celebrity Apex er annað skipið í Edge-flokki Celebrity Cruises og var tekið í notkun árið 2021. Skipið var hannað á nútímalegan hátt með áherslu á lúxus og nýstárlega tækni, sem gerir það að einstöku skemmtiferðaskipi.
Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa, algjört augnakonfekt og hönnunarsprengja fyrir fagurkera. Celebrity Apex býður upp á einstaka blöndu af lúxus, nýsköpun og þægindum, sem gerir það að frábæru vali fyrir þá sem vilja upplifa nútímalega og glæsilega siglingu.