Pingdom Check

Umhverfismál

Umhverfisáhrif af flugstarfsemi eins og öðrum samgöngum eru töluverð. Icelandair leggur áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi félagsins meðal annars með því að minnka útblástur, vernda náttúruauðlindir, nýta endurnýjanlega orku og endurnýtanleg hráefni.

Lögð er áhersla á sjálfbæran vöxt félagsins en til þess þarf að huga að áhrifum starfseminnar á umhverfið, bæði staðbundið og alþjóðlega. Icelandair er þátttakandi í umhverfishópum ýmissa félaga, svo sem IATA og Airlines for Europe (A4E). Icelandair er þátttakandi í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta ásamt yfir 300 fyrirtækjum með það að markmiði að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir.

Inngangur

Mikilvægi flugsamgangna og ferðaþjónustu er óumdeilt, ekki síst þegar eyþjóð eins og Ísland á í hlut. Við eigum mikið undir skilvirkum flugsamgöngum, hvort sem er fyrir ferðaþjónustu, viðskipti, alþjóðasamskipti eða til að viðhalda góðum lífskjörum í landinu. Icelandair er eitt af stærstu einkafyrirtækjum Íslands og er mikilvægur hluti af hagkerfi og samfélagi landsins. Við höfum skuldbundið okkur til að vinna að sjálfbærri þróun flugs þar sem við leggjum meðal annars áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti og efnahagsleg áhrif.

Sem flugfélag erum við meðvituð um áhrif flugs á loftslag og umhverfi þar sem flug nýtir talsverða orku og aðföng. Þar af leiðandi munum við:

  • Setja loftslagsaðgerðir í forgang
  • Hámarka nýtingu auðlinda og lágmarka úrgang
  • Ná árangri í umhverfismálum

Með ofangreind umhverfisáhrif í huga mun Icelandair Group hf. og öll dótturfélög þess (hér eftir sameiginlega nefnd „Icelandair“) setja sér metnaðarfull markmið hvað varðar umhverfismál, sem hluta af sjálfbærnistarfi fyrirtækisins, í takti við stefnu félagsins. Við leggjum metnað í að uppfylla allar viðeigandi lagalegar kröfur, sem og þær viðbótarskuldbindingar sem við höfum gert að því er varða loftslags- og umhverfismál.

Bogi Nils Bogason

forstjóri, Icelandair

Endurskoðun: 2

Eigandi skjals: Stoðdeild flugrekstrarsviðs

Síðast endurskoðað: Maí 2025

Næst endurskoðað: Maí 2026

Umhverfisvottun

Icelandair er vottað samkvæmt hæstu gráðu umhverfisvottunar IATA sem eru alþjóðleg samtök flugrekenda, en mjög fá flugfélög í heiminum uppfylla þá vottun.

Umfang vottunarinnar nær utan um flugstarfsemi félagsins, viðhaldssvið, starfsemi á flughlaði og aðra almenna starfsemi.

Frame_23