Framkvæmdastjórn Icelandair
Framkvæmdastjórn Icelandair samanstendur af átta meðlimum sem hafa umsjón með stefnumótun og rekstri fyrirtækisins.
Framkvæmdastjórn Icelandair samanstendur af átta meðlimum sem hafa umsjón með stefnumótun og rekstri fyrirtækisins.
Bogi Nils hóf feril sinn hjá Icelandair Group í október 2008. Hann var framkvæmdarstjóri fjármála hjá Askar Capital frá janúar 2007 þar til hann hóf störf hjá Icelandair Group. Hann var framkvæmdarstjóri fjármála hjá Icelandic Group frá 2004-2006. Bogi Nils starfaði sem endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG á Íslandi á árunum 1993-2004. Bogi Nils er með Cand Oecon gráðu í viðskiptum frá Háskóla Íslands og fékk réttindi sem löggiltur endurskoðandi árið 1998.
Bogi Nils Bogason hefur tímabundið tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs í september 2025.
Árni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Lofteiða Icelandic síðan í janúar 2018 eftir að hafa verið fjármálastjóri fyrirtækisins frá árinu 2002. Áður starfaði hann sem fjármálastjóri tæknifyrirtækjanna ANZA og Álits. Hann er með Cand. Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Einar Már Guðmundsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Icelandair Cargo frá september 2023. Einar Már hóf störf hjá Icelandair árið 2015 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. Einar starfaði áður sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri.
Elísabet starfað áður við mannauðsmál hjá Íslandsbanka, allt frá árinu 2007, og síðustu fimm ár sín þar sem starfsþróunarstjóri. Hjá Íslandsbanka hafði hún m.a. yfirumsjón með allri fræðslu og þjálfun starfsmanna, stjórnendaþjálfun, markþjálfun og frammistöðustjórnun. Á árunum 2000-2007 starfaði hún hjá Capacent Gallup við rannsóknir og ráðgjöf. Elísabet lauk BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA gráðu í Mannauðsstjórnun frá EADA Business School í Barcelona árið 2007.
Ívar var ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs í maí 2021. Hann hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2010, síðast sem fjármálastjóri, þar áður sem framkvæmdastjóri flugflota og leiðarkerfis. Hann var forstöðumaður hjá Promens á árunum 2006-2008 og verkefnastjóri í upplýsingatækni og rekstrarstýringu hjá Icelandair frá 2000 til 2005. Ívar er með M.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í fjármálum frá University of North Carolina, Chapel Hill.
Rakel Óttarsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Icelandair frá mars 2022. Í júní 2024 tók hún jafnframt við starfi framkvæmdastjóra umbreytinga. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Alvotech og var yfirmaður upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office). Fyrir þann tíma, starfaði hún í um 14 ár hjá Arion banka, þar sem hún var meðal annars framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssvið frá 2011 og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs frá 2016 þar sem hún leiddi mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans. Rakel er með MBA gráðu frá Duke University í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.
Tómas Ingason var skipaður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs í ágúst 2023. Áður var Tómas framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu, frá nóvember 2021. Hann var framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair frá febrúar 2019 til 2021, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Hann starfaði einnig hjá WOW air á árinu 2014 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs. Fyrir þann tíma starfaði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og hjá Icelandair þar sem hann var forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar um árabil. Tómas er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston, MSc. gráðu í verkfræði frá MIT með áherslu á flugrekstur og aðfangakeðjur og BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.