Skrifstofan okkar er staðsett á Völlunum í Hafnarfirði.
Hér eru skrifstofur Icelandair, Icelandair Cargo og Loftleiða staðsettar. Í húsinu fer fram vinna sem styður við alla helstu starfsemi Icelandair Group.
Á opnunartíma þjónustuskrifstofu Icelandair VITA geta viðskiptavinir líka fengið aðstoð við það að bóka draumaferðina sína.
Opið er á þjónustuskrifstofu okkar á virkum dögum frá 9:00 - 16:00.
Lokað um helgar.
Lokað er á rauðum dögum.
Flugvöllum 1, 221 Hafnarfirði.
Skrifstofan okkar á Völlunum í Hafnarfirði er yfir 10.000 fermetrar á stærð.
Þjálfunarsetur okkar er staðsett undir sama þaki, en þar fer bæði fram þjálfun fyrir flugliða og flugmenn í flughermum. Byggingin var hönnuð með grunngildi okkar í huga – einfaldleika, ábyrgð og ástríðu.
Hvort sem farþegar eru á leiðinni út á flugvöll eða í bæinn, þá tekur Icelandair húsið á móti þeim og óskar þeim góðrar ferðar eða býður þá velkomna heim.