Á óvissutímum geta ýmsar spurningar vaknað áður en til ferðalagsins kemur, en við viljum ekki að þú hættir að skipuleggja fram í tímann. Gott er að hafa í huga að við bjóðum upp á sveigjanleika varðandi breytingar á bókun.
Ef þú bókar núna getur þú breytt bókuninni án þess að greiða breytingagjald. Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á upphæð fargjalda.
Þessi regla gildir þar til annað verður ákveðið.
Auk þess sveiganleika sem við bjóðum varðandi breytingar og afbókanir, býðst þér einnig að greiða forfallagjald og/eða að tryggja þig fyrir ófyrirséðum kostnaði, t.a.m. læknismeðferð (þar með talið vegna COVID-19) á meðan á ferðalaginu stendur.
Þú getur bætt við ferðasjúkratryggingu og/eða greitt forfallagjald í bókunarferlinu.
Áður en þú bætir ferðasjúkratryggingu við bókunina ættirðu að ganga úr skugga um að þú sért ekki þegar tryggð/ur fyrir þessum útgjöldum.
Við viljum vera sveigjanleg gagnvart viðskiptavinum okkar, sér í lagi þeim sem greinast með COVID-19 við komu til Íslands en eiga miða heim til annarra landa.
Ef farþegar greinast með COVID-19 við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli, eða í seinni sýnatökunni 4-6 dögum eftir komu til landsins (þegar við á), munum við endurbóka ferð þeirra heim frá Íslandi, þeim að kostnaðarlausu eftir að einangrun líkur.
Nánari upplýsingar um sýnatöku á flugvellinum og viðbrögð ef prófið reynist jákvætt, má finna á covid.is.
Skilmálar: