Bókaðu núna, breyttu síðar. Auka hugarró fyrir ferðalanga til Íslands. | Icelandair
Pingdom Check

Ráðstafanir vegna COVID-19

Hér finnur þú allar helstu upplýsingar um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til vegna núverandi aðstæðna og svör við algengum spurningum.

Bókaðu sveigjanlegt ferðalag

Ef þú ert að velta því fyrir þér að bóka nýtt flug með okkur, kemur sér vel að skoða þær reglur sem gilda um breytingar á hverju fargjaldi fyrir sig:

  • Economy Light: Engar breytingar leyfðar.
  • Economy Standard: Breyting á ferðadögum leyfð (greiða þarf breytingagjald, mögulega þarf að greiða mismun á fargjaldi).
  • Economy Flex: Breyting á ferðadögum leyfð án breytingagjalds (mögulega þarf að greiða mismun á fargjaldi). Fargjald endurgreitt ef þú þarft að afbóka.
  • Saga Premium: Breyting á ferðadögum leyfð (greiða þarf breytingagjald, mögulega þarf að greiða mismun á fargjaldi).
  • Saga Premium Flex: Breyting á ferðadögum leyfð án breytingagjalds (möguleg þarf að greiða mismun á fargjaldi). Fargjald endurgreitt ef þú þarft að afbóka.

Nánari upplýsingar um breytingagjald.

Hægt er að breyta öllum flugmiðum í millilandaflugi (nema Economy Light miðum) sem gefnir voru út fyrir 1. ágúst 2022, án þess að greiða breytingagjald. Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á fargjaldi.

Ef þú átt nú þegar bókaðan miða hjá okkur og vilt gera breytingar á honum, vinsamlega skoðaðu upplýsingasíðu okkar um breytingar á bókun.