Bókaðu núna, breyttu síðar. Auka huggaró fyrir ferðalanga til Íslands. | Icelandair
Pingdom Check

COVID-19 – ferðaupplýsingar

Hér finnur þú allar helstu upplýsingar um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til vegna núverandi aðstæðna og svör við algengum spurningum.

Bókaðu núna, breyttu síðar

Á óvissutímum geta ýmsar spurningar vaknað áður en til ferðalagsins kemur, en við viljum ekki að þú hættir að skipuleggja fram í tímann. Ef þú bókar flug þá bjóðum við upp á að halda hugarró því þú hefur möguleika á að breyta bókuninni síðar.

Ef þú bókar núna getur þú breytt bókuninni án þess að greiða breytingagjald. Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á upphæð fargjalda.

Þessi regla gildir þar til annað verður ákveðið.

Auka sveigjanleiki fyrir farþega til Íslands

Við viljum vera sveigjanleg gagnvart viðskiptavinum okkar, sér í lagi þeim sem greinast með COVID-19 við komu til Íslands en eiga miða heim til annarra landa.

Ef farþegar greinast með COVID-19 við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli, eða í seinni sýnatökunni 4-6 dögum eftir komu til landsins (þegar við á), munum við endurbóka ferð þeirra heim frá Íslandi, þeim að kostnaðarlausu eftir að einangrun líkur.

Nánari upplýsingar um sýnatöku á flugvellinum og viðbrögð ef prófið reynist jákvætt, má finna á covid.is.

Skilmálar:

  • gildir einungis fyrir farþega sem eiga miða báðar leiðir með Icelandair.
  • sýnataka fyrir COVID-19 verður að fara fram á Keflavíkurflugvelli.
  • farþeginn þarf að skila til Icelandair vottorð, gefið út af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum, um niðurstöður sýnatöku fyrir COVID-19.
  • ef um er að ræða hópbókanir með fleiri en 9 farþegum, aðeins þeim farþegum sem greinast með COVID-19 og nánustu fjölskyldumeðlimum þeirra (börnum, foreldrum, mökum) stendur til boða að fá að endurbóka flugmiða að kostnaðarlausu.

Hvaðan fljúgum við?

Skoðaðu flugáætlun okkar fyrir næstu vikur, til að komast að því frá hvaða flugvöllum við fljúgum til Íslands.

Flugáætlun