Bókaðu núna, breyttu síðar. Auka hugarró fyrir ferðalanga til Íslands. | Icelandair
Pingdom Check

Ráðstafanir vegna COVID-19

Hér finnur þú allar helstu upplýsingar um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til vegna núverandi aðstæðna og svör við algengum spurningum.

Bókaðu núna, breyttu síðar

Við bjóðum upp á fargjöld sem hægt er að breyta ef plönin þín breytast. Með Standard og Flex fargjöldum geturðu breytt flugdagsetningu fram að brottför. Flex fargjöldin gefa einnig aukið svigrúm ef ferðaplönin breytast, eins og að fá flugmiðann endugreiddan.

  FargjaldBreyting á ferðadögum leyfðEndurgreiðsla fáanleg
  Economy Light*NeiNei
  Economy StandardNei
  Economy Flex
  Saga PremiumNei
  Saga Premium Flex

  *Breytingar eru ekki leyfðar á Economy Light fargjaldi frá og með 4. apríl 2022 (athugaðu að ef þú breyttir bókuninni á einhverjum tímapunkti, gildir útgáfudagur þess miða sem síðast var gefinn út).

  Nánari upplýsingar um fargjöld.

  Viðbótarvernd – verðu þig fyrir óvæntum útgjöldum

  Auk þess sveigjanleika sem við bjóðum varðandi breytingar og afbókanir, býðst þér einnig að greiða forfallagjald og/eða að tryggja þig fyrir ófyrirséðum kostnaði, t.a.m. læknismeðferð (þar með talið vegna COVID-19) á meðan á ferðalaginu stendur.

  Þú getur bætt við ferðasjúkratryggingu og/eða greitt forfallagjald í bókunarferlinu.

  Áður en þú bætir ferðasjúkratryggingu við bókunina ættirðu að ganga úr skugga um að þú sért ekki þegar tryggð/ur fyrir þessum útgjöldum.

  Aukinn sveigjanleiki fyrir ferðalög til Íslands

  Ætlar þú að ferðast til Íslands? Ef farþegar greinast með COVID-19 á meðan á ferðalagi til Íslands stendur, munum við endurbóka ferð þeirra heim þeim að kostnaðarlausu, svo að þeir hafi tíma til að ná sér af veikindunum áður en þeir ferðast.

  Hvaðan fljúgum við?

  Skoðaðu flugáætlun okkar fyrir næstu vikur, til að komast að því frá hvaða flugvöllum við fljúgum til Íslands.

  Flugáætlun