Afbóka ferð | Icelandair
Pingdom Check

Ráðstafanir vegna COVID-19

Hér finnur þú allar helstu upplýsingar um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til vegna núverandi aðstæðna og svör við algengum spurningum.

Afbókun á flugi

Ef plönin þín hafa breyst og þú vilt afbóka miðann þinn:

  • Kannaðu á hvaða fargjaldi miðinn er. Við bjóðum upp á 5 mismunandi fargjöld með mismikil fríðindi og sveigjanleika, sem endurspeglast í verði. Þau sem kaupa miða á Economy Flex eða Saga Premium Flex fargjaldi geta breytt ferðadögum og fengið fargjaldið endurgreitt. Ef þú ert ekki viss um á hvaða fargjaldi miðinn þinn er, getur þú skráð þig inn á síðuna Ferðin mín og fundið upplýsingarnar þar eða skoðað miðann sem þú fékkst sendan með tölvupósti.
  • Athugaðu hvort þú greiddir forfallagjald þegar þú keyptir miðann.
  • Kynntu þér reglur um afbókaða miða og endurgreiðslu.
  • Fylltu út beiðni um endurgreiðslu.

Bókanir í gegnum þriðja aðila eða ferðaskrifstofu / upplýsingar um pakkaferðir

  • Ef þú bókaðir í gegnum þriðja aðila eða ferðaskrifstofu, skaltu hafa samband við útgefanda miðans.
  • Ef þú bókaðir pakkaferð hjá Icelandair, vinsamlega hafðu samband gegnum þetta eyðublað.

Áttu ferðainneignarnótu?

Meðan miklar raskanir urðu á flugi af völdum COVID-19 faraldursins, gerðum við fjölda farþega kleift að afbóka ferðina sína og fá þess í stað ferðainneign.

Ef þú átt ferðainneignarnótu geturðu skoðað svör við algengum spurningum á upplýsingasíðu okkar um ferðainneignarnótur.