Um sóttvarnir | Icelandair
Pingdom Check

COVID-19 – ferðaupplýsingar

Hér finnur þú allar helstu upplýsingar um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til vegna núverandi aðstæðna og svör við algengum spurningum.

Hugarró á flugi

Ferðalög geta verið snúin meðan COVID-19 faraldurinn geisar og margar spurningar geta vaknað. Öryggi þitt er okkar helsta forgangsatriði. 

Við viljum benda þér á gagnlegar upplýsingar varðandi þær aðgerðir sem við höfum gripið til í ljósi aðstæðna, og benda um leið á það sem þú getur gert.

Hugarró á flugi - sameiginleg ábyrgð

Icelandair og Keflavíkurflugvöllur vinna nú að því að tryggja öryggi allra farþega á leið þeirra til og frá Íslandi.

Þú getur lagt þitt af mörkum líka og í stuttu máli er þetta það sem við biðjum alla okkar farþega um að gera: þvo hendur reglulega, hætta við að fljúga ef þeir sýna einkenni eða eru slappir, og nota handspritt sem er í boði á flugstöðinni. Þú mátt búast við því að vera spurð/ur nokkurra heilsutengdra spurninga á einhverjum tímapunkti ferðalagsins, til þess að aðgæta hvort þú sért nógu hraust/ur til að ferðast.

Þetta samvinnuverkefni er á ábyrgð okkar allra. Fyrir neðan er hægt að lesa meira um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til á öllum stigum ferðalagsins og um hvað þú getur gert til þess að stuðla að ábyrgri ferðahegðun. Saman tryggjum við hugarró á flugi.

Andlitsgrímur

Innritun

Brottfararsalur

Gengið um borð

Um borð  

Loftgæði um borð

Þann 8. október 2020 gaf Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) út gögn sem sýna mjög lága tíðni COVID-19 smita um borð í flugvélum. Á tímabili þegar 1,2 milljarðar farþega ferðuðust með flugvélum, komu upp færri en 50 smit sem talin eru tengjast flugi.

Nokkrir af stærstu framleiðendum flugvéla í heiminum hafa gefið út rannsóknir á loftflæði um borð í flugvélum sem hjálpa til við að skýra hvers vegna tölurnar eru svona lágar. IATA leggur áherslu á að grímunotkun sé mikilvæg til að auka öryggið um borð enn frekar.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu IATA: Research Points to Low Risk for COVID-19 Transmission Inflight.

Andlitsgrímur

Okkar helsta forgangsatriði um borð er öryggi og vellíðan farþega og starfsmanna okkar. Allir verða að ganga með andlitsgrímur í flugi Icelandair. Farþegar þurfa að hafa grímurnar á sér frá því að þeir ganga um borð og þar til þeir fara frá borði. Við mælum einnig með því að farþegar noti andlitsgrímur á flugvellinum. Vinsamlegast athugið að farþegar í flugi mega vera með andlitshlífar til viðbótar við andlitsgrímu, en ekki í staðinn fyrir grímuna.

Við setjum öryggi farþega okkar og starfsmanna í forgang og því verður flugáhöfnin með andlitsgrímur í gegnum allt flugið.

Frekari upplýsingar um notkun andlitsgríma um borð.

Innritun

Safe travels
 • Flugvöllurinn er þrifinn mjög reglulega. 
 • Sjálfsafgreiðslustöðvar, innritunarborð, hurðarhúnar, handrið og aðrir snertifletir, eru sótthreinsaðir oft á dag.
 • Handspritt má finna við sjálfsafgreiðslustöðvar og við innritunarborð
 • Gættu að því að þú sért með hreinar hendur
 • Innritaður farangur er meðhöndlaður af ítrustu varkárni.
 • Notaðu Icelandair appið, innritaðu þig og fáðu brottfararspjald. Þannig takmarkar þú snertingu við sameiginlega snertifleti á ferð gegnum flugstöð og inn í vél.
 • Takmarkaðu samskipti við aðra en þá sem þú ferðast með.
 • Við hvetjum þig til þess að innrita allan farangur og sleppa handfarangri til þess að takmarka nálægð við aðra farþega um borð. 

Brottfararsalur

Safe travels
 • Handspritt má finna víða um brottfararsalina.
 • Allt starfsfólk Icelandair fylgir ströngustu hreinlætisleiðbeiningum öllum stundum. 
 • Snertifletir eins og farangursvagnar, sæti og borð á veitingastöðum og biðsvæðum, og salerni eru sótthreinsaðir oft á dag.

Gengið um borð

Safe travels
 • Tveggja metra reglan er í gildi þegar gengið er um borð.
 • Gefðu þér nægan tíma til þess að fara um borð og reiknaðu með að þurfa að standa í röð.
 • Æskilegt er að farþegar fari beint í sætið sitt þegar gengið er um borð og standi ekki í ganginum.

Um borð

Safe travels
 • Eftirfarandi fletir eru þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug: skjáir, sætisbelti og festingar, sætisborð, sætisarmar og gluggaskermar, ljósaborð, lofttúður og höfuðhvílur, handfarangurshólf.
 • Allir farþegar fá í hendur sérstakan sóttvarnapakka sem þeir geta notað eftir eigin hentisemi. Pakkinn inniheldur: sótthreinsiklút, sótthreinsigel fyrir hendur, aukagrímu ef á þarf að halda og lokanlegan poka þar sem geyma má notaða klúta og grímur.
 • Ef þú getur ferðast án handfarangurs, dregurðu úr ónauðsynlegum snertingum sem og óþarfa ferðum um farþegarýmið.
 • Mundu eftir að hafa andlitsgrímuna á þér í gegnum allt flugið. Leyfilegt er að taka niður grímuna til að neyta matar og drykkja.
 • Salerni eru sótthreinsuð á milli fluga.
 • Þjónusta um borð er takmörkuð til þess til að lágmarka samskipti og snertingu milli farþega og áhafnar.
 • Vandlega er gætt að hreinlæti við pökkun á matvælum á þeim flugleiðum þar sem boðið er upp á mat.
 • Ekki er hægt að fá áfyllingu á vatnsflöskur en farþegum er boðið upp á vatn í flösku þegar þeir ganga um borð.
 • Ekki ferðast ef þú ert slappur / slöpp eða finnur fyrir einkennum – jafnvel þótt þau séu smávægileg.
 • Við biðjum farþega að halda sem mest kyrru fyrir í sætinu sem þeim hefur verið úthlutað. Tilgangurinn er að lágmarka samskipti milli farþega og þar með smithættu, auk þess sem sætaskipan er lykilatriði ef svo ólíklega vildi til að íslensk stjórnvöld þyrftu að rekja samskiptasögu einstaklings sem greinist með Covid-19.
 • Sýnum samkennd og virðum mörk hvers annars.

Loftgæði um borð

 • Í vélum okkar notum við HEPA (e. High Efficiency Particulate Air) lofthreinsibúnað, sem er samskonar búnaður og notaður er á skurðstofum.
 • Loftræstingin um borð tryggir að alger loftskipti eiga sér stað 20 til 30 sinnum á hverri klukkustund.
 • Leggjumst á eitt, fylgjum hreinlætistilmælum og viðhöldum góðu bili á milli.
 • Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa rannsóknir sýnt að hætta á því að smitsjúkdómar berist milli manna um borð í flugvél er í lágmarki.