Um sóttvarnir | Icelandair
Pingdom Check

Ráðstafanir vegna COVID-19

Hér finnur þú allar helstu upplýsingar um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til vegna núverandi aðstæðna og svör við algengum spurningum.

Um sóttvarnir - sameiginleg ábyrgð

Icelandair og Keflavíkurflugvöllur vinna í sameiningu að því að tryggja öryggi allra farþega á leið þeirra til og frá Íslandi.

Við biðjum alla farþega að þvo hendur reglulega, hætta við að fljúga ef þeir sýna einkenni eða eru slappir, og nota handspritt sem er í boði í flugstöðinni. Frá og með 23. mars 2022, er notkun andlitsgríma valkvæð í sumu flugi, en við mælum engu að síður með því að farþegar gangi með grímur.

Farþegar geta búist við því að vera spurðir nokkurra heilsutengdra spurninga á einhverjum tímapunkti ferðalagsins, til þess að aðgæta hvort þeir séu nógu hraustir til að ferðast.

Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að tryggja öryggi í flugi. Hér fyrir neðan má fræðast um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til á öllum stigum ferðalagsins og um það hvernig þú getur lagt þitt af mörkum.