Ferðalög geta verið snúin meðan COVID-19 faraldurinn geisar og margar spurningar geta vaknað. Öryggi þitt er okkar helsta forgangsatriði.
Við viljum benda þér á gagnlegar upplýsingar varðandi þær aðgerðir sem við höfum gripið til í ljósi aðstæðna, og benda um leið á það sem þú getur gert.
Icelandair og Keflavíkurflugvöllur vinna nú að því að tryggja öryggi allra farþega á leið þeirra til og frá Íslandi.
Þú getur lagt þitt af mörkum líka og í stuttu máli er þetta það sem við biðjum alla okkar farþega um að gera: þvo hendur reglulega, hætta við að fljúga ef þeir sýna einkenni eða eru slappir, og nota handspritt sem er í boði á flugstöðinni. Þú mátt búast við því að vera spurð/ur nokkurra heilsutengdra spurninga á einhverjum tímapunkti ferðalagsins, til þess að aðgæta hvort þú sért nógu hraust/ur til að ferðast.
Þetta samvinnuverkefni er á ábyrgð okkar allra. Fyrir neðan er hægt að lesa meira um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til á öllum stigum ferðalagsins og um hvað þú getur gert til þess að stuðla að ábyrgri ferðahegðun. Saman tryggjum við hugarró á flugi.
Þann 8. október 2020 gaf Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) út gögn sem sýna mjög lága tíðni COVID-19 smita um borð í flugvélum. Á tímabili þegar 1,2 milljarðar farþega ferðuðust með flugvélum, komu upp færri en 50 smit sem talin eru tengjast flugi.
Nokkrir af stærstu framleiðendum flugvéla í heiminum hafa gefið út rannsóknir á loftflæði um borð í flugvélum sem hjálpa til við að skýra hvers vegna tölurnar eru svona lágar. IATA leggur áherslu á að grímunotkun sé mikilvæg til að auka öryggið um borð enn frekar.
Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu IATA: Research Points to Low Risk for COVID-19 Transmission Inflight.
Okkar helsta forgangsatriði um borð er öryggi og vellíðan farþega og starfsmanna okkar. Allir verða að ganga með andlitsgrímur í flugi Icelandair. Farþegar þurfa að hafa grímurnar á sér frá því að þeir ganga um borð og þar til þeir fara frá borði. Við mælum einnig með því að farþegar noti andlitsgrímur á flugvellinum.
Við setjum öryggi farþega okkar og starfsmanna í forgang og því verður flugáhöfnin með andlitsgrímur í gegnum allt flugið.