Undirbúningur ferðalagsins | Icelandair
Pingdom Check

Ráðstafanir vegna COVID-19

Hér finnur þú upplýsingar um þær ráðstafanir sem við gripum til vegna heimsfaraldursins, ferðatakmarkanir og svör við algengum spurningum.

Ferðatakmarkanir

Kannaðu nýjustu upplýsingar um ferðatakmarkanir í flugi til áfangastaða okkar.

Við mælum jafnframt með því að farþegar gaumgæfi reglur um ferðalög og sóttvarnir á opinberum vefsíðum stjórnvalda.

Hvernig lítur þín ferðaáætlun út?

  • Viltu bóka flug? Við bjóðum fargjöld með mismikinn sveigjanleika, í takt við þarfir hvers og eins.
  • Áttu bókaðan miða? Hægt er að breyta ferðadögum á miðum sem gefnir voru út á tilteknum tíma og á tilteknum fargjöldum, án þess að greiða breytingagjald.
  • Kannaðu Flex fargjöldin okkar, en með þeim geturðu fengið endurgreitt ef plönin breytast.

Áttu ferðainneignarnótu?

Ferðainneignarnótur sem hafa verið gefnar út vegna COVID-19:

  • er hægt að nota til að gera bókanir í þrjú ár eftir útgáfudag, fyrir ferðalag sem er farið í innan eins árs frá því að bókun er gerð.
  • er hægt að nota til að borga fyrir allt flug Icelandair sem finna má á vefsíðunni okkar eða á Icelandair appinu.

Leiðbeiningar um hvernig þú notar ferðainneignina þína og svör við algengum spurningum má finna á upplýsingasíðu okkar um ferðainneignarnótur.