Pingdom Check

Barcelona–El Prat flugvöllur (BCN)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: 08820 El Prat de Llobregat, Barcelona
Flugvöllurinn er staðsettur 12 kílómetrum suðvestur af miðborg Barcelona.

Icelandair á Barcelona-El Prat flugvellinum

Flugstöð (terminal): 2
Umboðsaðili: Groundforce
Innritun opnar: 3 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 45 mín fyrir brottför fyrir farþega sem eru að ferðast með farangur
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Ekki í boði

Upplýsingar um betri stofu

Saga Premium farþegar, Saga Gold og Saga Silver meðlimir hafa aðgang að setustofunni Canudas VIP Lounge.

Setustofan er staðsett á svæði aðeins fyrir farþega, á fyrstu hæð við brottfararsvæði U.

Opnunartímar

06:00 - 22:00 (alla daga).