Pingdom Check

Keflavík International Airport

Skammstöfun flugvallar: KEFhttp://www.kefairport.is/

Terminal: 1

Innritun: 2,5 klst. fyrir brottför. 

Vinsamlega athugið að innritun lokar 45 mínútur fyrir brottför.

Forgangs innritun er staðsett á Icelandair innritunarborðum 40-42.

Á Keflavíkurflugvelli geta ferðamenn notið þess að versla þekkt vörumerki sem og íslenska hönnun án skatta og tolla. Keflavíkurflugvöllur býður upp á þann kost að hægt er að versla fríhafnarverslun fyrir komufarþega jafnt og ferðalanga á leið erlendis og því geta fríhafnarverslanir boðið upp á gott vöruúrval tóbaks, áfengis, snyrtivara og margra annarra vörutegunda. Vörutegundirnar í fríhafnarversluninni eru samkeppnishæfar þegar borið er saman við aðra evrópska flugvelli og verðin eru oft á tíðum um 50% lægri heldur en í almennum búðum í Reykjavík. Þegar farþegar ferðast á milli Evrópu og Ameríku og millilenda á Keflavíkurflugvelli býðst þeim því einstakt tækifæri á því að versla á fríhafnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Þegar persónulegar eigur tapast í flugi

Þegar persónulegar eigur tapast um borð í flugvélum okkar á leið út úr landinu og eða í komu-, brottfararsal á erlendum flugvöllum, vinsamlega hafið samband við viðeigandi flugvöll.

Þegar persónulegar eigur tapast um borð í flugvélum okkar á leið til landsins, eða í komu-brottfararsal á Keflavíkurflugvelli, vinsamlegast fyllið út rafræna eyðublaðið „Tapað/fundið“ eða hafið samband við lostproperty@securitas.is.

Hliðið lokar 15 mínútum fyrir brottför.

Upplýsingar um betri stofu

Icelandair Saga Lounge er staðsett á efstu hæð Keflavíkurflugvallar á milli hliðs A og hliðs C.

Opnunartímar

Icelandair Saga Lounge er opin fyrir öll Icelandair flug.