Keflavík International Airport upplýsingar | Icelandair
Pingdom Check

Keflavíkurflugvöllur

Skammstöfun flugvallar: KEFhttps://www.isavia.is/keflavikurflugvollur

Á Keflavíkurflugvelli er boðið upp á úrval þjónustu. Þar finna farþegar fjölbreytta veitingastaði og verslanir þar sem er hægt að versla þekkt vörumerki sem og íslenska hönnun án skatta og tolla.

Farþegum sem fljúga gegnum Keflavíkurflugvöll gefst því tækifæri til að versla á fríhafnarsvæðinu, hvort sem þeir eru að koma til eða frá Evrópu og Norður-Ameríku, eða eru að millienda á Keflavíkurflugvelli.

Um innritun og hlið

Innritun

Tími innritunar: Við mælum með því að farþegar innriti sig í flugið a.m.k. 2,5 klst. fyrir brottför flugsins. Innritun lokar 45 mínútur fyrir brottför.

Sjálfsafgreiðslustöðvar: Farþegar geta innritað sig sjálfir í sjálfsafgreiðslustöðvum á Keflavíkurflugvelli. Í brottfararsalnum eru líka sérstakar sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir farangur.

Forgangsinnritun: Farið að innritunarborðum 40-42.

Hlið

Hliðið lokar 15 mínútum fyrir brottför.

Upplýsingar um betri stofu

Betri stofan Icelandair Saga Lounge er opin fyrir öll flug Icelandair. Hún er staðsett á annarri hæð. Gangi upp tröppurnar við hliðina á landamæraeftirliti svæðis D.

Þegar persónulegir munir tapast í flugi

Ef þú týndir lausamunum um borð í flugvél Icelandair á leið til Keflavíkur, eða ef þú týndir lausamunum á Keflavíkurflugvelli, vinsamlega sendu tölvupóst á Securitas eða fylltu út þetta form.