Keflavíkurflugvöllur | Icelandair
Pingdom Check

Keflavíkurflugvöllur (KEF)

Um Keflavíkurflugvöll

Heimilisfang flugvallar: 235 Keflavík
Á Keflavíkurflugvelli geta ferðamenn notið þess að versla þekkt vörumerki sem og íslenska hönnun án skatta og tolla. Keflavíkurflugvöllur býður upp á þann kost að hægt er að versla fríhafnarverslun fyrir komufarþega jafnt og ferðalanga á leið erlendis og því geta fríhafnarverslanir boðið upp á gott vöruúrval tóbaks, áfengis, snyrtivara og margra annarra vörutegunda.

Icelandair á Keflavíkurflugvelli

Flugstöð (terminal): Terminal 1
Umboðsaðili: Icelandair
Innritun opnar: 2,5 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 45 mínútum fyrir brottför
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Í boði

Innritun: Sjálfsafgreiðsla og forgangur

Sjálfsafgreiðslustöðvar: Farþegar geta innritað sig sjálfir í sjálfsafgreiðslustöðvum á Keflavíkurflugvelli. Í brottfararsalnum eru líka sérstakar sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir farangur.

Forgangsinnritun: Farið að innritunarborðum 40-42.

Þegar persónulegir munir tapast í flugi

Ef þú týndir lausamunum um borð í flugvél Icelandair á leið til Keflavíkur, eða ef þú týndir lausamunum á Keflavíkurflugvelli, vinsamlega sendu tölvupóst á Securitas eða fylltu út þetta form.

Upplýsingar um betri stofu

Betri stofan Icelandair Saga Lounge er opin fyrir öll flug Icelandair. Hún er staðsett á annarri hæð. Gangi upp tröppurnar við hliðina á landamæraeftirliti svæðis D.