Upplýsingar um Paris Charles de Gaulle flugvöll | Icelandair
Pingdom Check

Paris Charles de Gaulle (CDG)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: 95700 Roissy-en-France

Ferðamöguleikar frá Charles de Gaulle flugvellinum og inn í höfuðborgina eru ótalmargir, bæði með lest og bílum, en völlurinn er 23 kílómetra (14 mílur) norðaustur af París.

Charles de Gaulle flugvöllurinn var einn af fyrstu flugvöllunum í Evrópu með samtengt lestarkerfi: Hin hraðskreiða TGV-lest RER er 45 mínútur inn í miðborg Parísar, 10 mínútur í Disneyland og klukkutíma til Lille og Brussel. Einnig eru áætlunarferðir með RATP-rútum frá flugvellinum auk leigubíla og lúxusbifreiða. A1-hraðbrautin liggur til Parísar frá vellinum um Porte de la Chapelle.

Aðbúnaður og þjónusta fyrir ferðamenn er í fremstu röð en þrjár nútímalegar flugstöðvar eru á Charles de Gaulle flugvellinum sem einnig er þekktur undir nafninu Paris Roissy. Frábært úrval er af veitingastöðum, börum og verslunum, að auki er á flugvellinum stór gjaldeyrisbanki, skyndihjálparaðstaða og þjónusta fyrir gesti og þá sem þurfa á sérstakri þjónustu eða aðstoð að halda.

Icelandair á Paris Charles de Gaulle

Flugstöð (terminal): 1
Umboðsaðili: Alyzia
Innritun opnar: 2,5 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 45 mínútum fyrir brottför
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Í boði

Upplýsingar um betri stofu

Setustofa Star Alliance er staðsett í Terminal 1, eftir vegabréfsskoðun. Inngangurinn er á 10. hæð aðalbyggingarinnar og setustofan skiptist í tvennt:

  • VIP svæði á 10. hæð.
  • Business Class setustofa á 11. hæð.

Hún er opin daglega frá kl. 06:00 til 21:30.

Athugaðu
Þar sem setustofan er staðsett á brottfararsvæði, sem telst til alþjóðlegs rýmis og er hluti af SCHENGEN, þurfa allir farþegar að hafa boðsmiða fyrir setustofuna meðferðis sem þeir fá frá starfsfólki í innritun. Þetta er nauðsynlegt svo farþegar eta farið í gegnum landamæraeftirlit án þess að fara í gegnum öryggisskoðun og framvísa vegabréfi.