Class Up | Icelandair
Pingdom Check

Class Up

Bjóddu í betri sæti gegnum Class Up-þjónustuna okkar og fljúgðu vel á á Saga Premium.

Farþegar Icelandair eru klassafólk, svo mikið er víst. En hvað ef við gæfum ykkur kost á enn meiri klassa, og smá lúxus með?

Taktu skrefið frá Economy farrými til Saga Premium með Class Up þjónustu okkar. Það á að vera gaman að ferðast svo það er ekki eftir neinu að bíða: bjóddu og þú átt möguleika á uppfærslu. Gerðu okkur tilboð sem við getum (kannski) ekki hafnað. 

Vinsamlegast athugið að Class Up er ekki í boði í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.

Saga Premium

Saga Premium er fyrsta farrými hjá Icelandair, með breiðum sætum og meira fótarými. Farþegar á Saga Premium njóta fríðinda á borð við forgang við innritun, aðgang að betri stofu fyrir flugið. Um borð bjóðast mjúkir koddar, hljóðeinangrandi heyrnartól, ókeypis máltíðir af matseðli, næði og framúrskarandi þjónusta.

Hvernig virkar Class Up þjónustan?

Sagt er að peningar skapi ekki hamingjuna en þeir gætu komið þér upp á fyrsta farrými. Það er eitthvað!

Ef flugið þitt býður upp á Class Up þjónustu færðu sendan tölvupóst 10 dögum fyrir brottför. Í póstinum er að finna hlekk á síðu þar sem þér gefst kostur á að bjóða í uppfærslu frá Economy og yfir í Saga Premium. Þú getur einnig kannað hvort þú átt kost á Class Up með því að slá inn nafn og bókunarnúmer efst á þessari síðu. 

Ef þú átt kost á Class Up, fer það fram í þremur einföldum skrefum.

  1. LEGGÐU INN BOÐ Þú ákveður hvaða upphæð þú vilt bjóða í sæti á Saga Premium farrýminu (að viðbættu verðinu á upprunalega farmiðanum þínum).
  2. GREIÐSLUUPPLÝSINGAR Sláðu inn persónuupplýsingar ásamt kortanúmeri. Kortið verður eingöngu gjaldfært ef boðinu er tekið.
  3. STAÐFESTU OG BÍDDU SVARS Leggðu inn boðið og njóttu síðan eftirvæntingarinnar meðan þú bíður þess að heyra hvort boðinu var tekið. Við munum láta þig vita minnst 26 tímum fyrir brottför.

Ef Class Up boði þínu var tekið: Til hamingju! Við hlökkum til að taka á móti þér á Saga Premium.

Ef ekki: Vonandi sjáum við þig fremst í vélinni næst. Og við vonum að þú njótir ferðarinnar hvar sem þú situr með okkur í fluginu.

Class Up – í hnotskurn

Uppfærslur eru í boði á stakar flugleiðir.

Ef bókunin er fyrir fleiri en einn farþega, gildir möguleikinn á uppfærslu fyrir alla innan bókunarinnar. Boðið sem þú leggur inn gildir fyrir hvern farþega, fyrir tiltekna flugleið.

Upphæðin sem þú býður er til viðbótar og felur ekki í sér upprunalegt verð á farmiðanum. 

Það kostar ekkert að leggja inn boð. Ef boði þínu er tekið er upphæðin gjaldfærð - annars ekki.

Ef boðinu er tekið fæst uppfærsla milli farrýma ekki endurgreidd.

Sjá nánari upplýsingar um hvernig Class Up virkar.

Bjóddu í uppfærslu með Vildarpunktum

Nú gefst öllum Saga Club félögum tækifæri á að bjóða í uppfærslu með Vildarpunktum. 

Það gæti ekki verið einfaldara. Þegar þú hefur fengið boð um að bjóða í uppfærslu og ert kominn á tilboðssíðuna skráir þú þig inn með netfangi eða sagakortsnúmeri og Saga Club lykilorði. Því næst leggur þú fram tilboð í uppfærsluna með Vildarpunktum, staðfestir upphæðina og býður svars. Að öðru leyti er ferlið nákvæmlega það sama og ef þú hefðir boðið í uppfærsluna með greiðslukorti og gilda allar sömu reglur og fyrirvarar.