Njóttu þess að fljúga | Icelandair
Pingdom Check

Flugfælninámskeið

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri leiða námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Lærðu að njóta þess að fljúga!

Skráðu þig á námskeið

Námskeiðin eru 12 - 14 tímar í heild og skiptast á fjögur kvöld. Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri leiða þau. 

Álfheiður kennir aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni og Páll fer í gegnum öll helstu tæknilegu atriði flugsins.

Námskeið í boði

Eins og stendur eru tvö námskeið framundan.

Námskeið 1 verður haldið dagana 27. febrúar, 3., 9. og 16. marsFlugferðin, þar sem flogið er til áfangastaðar í Evrópu og aftur heim, verður farin 19. mars. Brottför snemma morguns og komið til baka seinni partinn sama dag.

Námskeið 2 verður haldið dagana 5., 10., 12. og 17. marsFlugferðin, þar sem flogið er til áfangastaðar í Evrópu og aftur heim, verður farin 20. mars. Brottför snemma morguns og komið til baka seinni partinn sama dag.

Bæði námskeiðin fara fram í fræðslusetri Icelandair að Flugvöllum í Hafnarfirði. 

Námskeiðsgjald er 65.000 kr.

Við skoðum flughermi, heimsækjum flugmálastjórn og endum síðan námskeiðið á flugferð til áfangastaðar Icelandair í Evrópu og aftur heim.

Allir þátttakendur verða að vera orðnir 20 ára og þurfa að mæta í stutt viðtal til Álfheiðar (u.þ.b. 10 mín.) áður en námskeiðið hefst, þar sem flugfælni viðkomanda er metin.
Viðtölin fara fram í Sálfræðistöðinni, Suðurlandsbraut 54 (bláu húsin).
Viðtöl fyrir námskeið 1 fara fram 25. febrúar.
Viðtöl fyrir námskeið 2 fara fram 2. mars.

Þegar þátttaka þín í námskeiðinu hefur verið staðfest, verður þér gefinn tími í viðtal. Þau fyrstu hefjast klukkan 15:30 báða dagana.

​Árangur námskeiða

Yfir 80% þátttakenda ná marktækum árangri og losna undan flughræðslu og eftirfylgni eftir 6 mánuði segir sömu sögu. Námskeiðið er viðurkennt á Íslandi og hefur verið kynnt sérstaklega á Sálfræðingaþingi og á erlendum ráðstefnum um flughræðslu og fælni. 

Til að skrá þig á næsta námskeið eða fá nánari upplýsingar um það, sendu okkur tölvupóst á netfangið flug@icelandair.is með nafni, símanúmeri og kennitölu þátttakanda. Athugið að sætaframboð er takmarkað.