Njóttu þess að fljúga | Icelandair
Pingdom Check

Flugfælninámskeið

Icelandair býður reglulega upp á námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Lærðu að njóta þess að fljúga!

Námskeiðið er 12 - 14 tímar í heild og skiptist á fjögur kvöld. Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni, auk þess sem farið er í gegnum öll helstu tæknilegu atriði flugsins.

Námskeið í boði

Sem stendur er námskeiðið ekki á dagskrá, en fyrirhugað er að kynna það aftur til sögunnar á árinu 2022.

​Árangur námskeiða

Yfir 80% þátttakenda ná marktækum árangri og losna undan flughræðslu og eftirfylgni eftir 6 mánuði segir sömu sögu. Námskeiðið er viðurkennt á Íslandi og hefur verið kynnt sérstaklega á Sálfræðingaþingi og á erlendum ráðstefnum um flughræðslu og fælni.