Pingdom Check

Flugfælninámskeið

Njóttu þess að fljúga! Icelandair býður upp á regluleg námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni.

Engin dagsetning er komin fyrir næstu námskeið en við munum auglýsa þegar dagsetningar verið ákveðnar.

Yfirleitt er námskeiðið um 12 tímar í heild og skiptist á þrjú kvöld. Byggt er á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Að námskeiði loknu flýgur hópurinn á einhvern áfangastaða Icelandair í Evrópu. Flogið er út og til baka samdægurs. Að lokum hittist hópurinn og ber saman bækur um hvernig gekk.

Leiðbeinendur eru sálfræðingar frá Kvíðameðferðarstöðinni og flugstjórar hjá Icelandair.

Þátttakendur verða að vera 18 ára eða eldri.

Námskeiðið hefur gefið góða raun. Yfir 80% þátttakenda ná marktækum árangri og fara reglulega í flug að námskeiði loknu.