Pingdom Check

Flugfælninámskeið

Námskeiðin eru 14 tímar sem skiptast á fjögur kvöld. 

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri leiða námskeiðin. Álfheiður kennir aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni og Páll fer í gegnum öll tæknileg atriði flugvélanna.

Flugvél er skoðuð í bak og fyrir, við heimsækjum flugmálastjórn og síðan endum við námskeiðið á flugferð fram og til baka til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu.

Allir þátttakendur verða að vera orðnir 20 ára og  þurfa áður en námskeiðið hefst að mæta í stutt viðtal til Álfheiðar Steinþórsdóttur sálfræðings þar sem flugfælni viðkomanda er metin. Viðtalið fer fram 26. febrúar í Sálfræðistöðinni, Suðurlandsbraut 54 (bláu húsin).

Árangur námskeiða er að yfir 80% þátttakenda ná marktækum árangri og losna undan flughræðslu og eftirfylgni eftir 6 mánuði segir sömu sögu. Námskeiðið er viðurkennt á Íslandi og hefur verið kynnt sérstaklega á Sálfræðingaþingi og á erlendum ráðstefnum um flughræðslu og fælni. 

Til að skrá þig á næsta námskeið eða fá nánari upplýsingar um það, sendu okkur tölvupóst á netfangið flug@icelandair.is með nafni, símanúmeri og kennitölu þátttakanda. Athugið, takmarkað sætaframboð.