Pingdom Check

Flugfælninámskeið

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri leiða námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Lærðu að njóta þess að fljúga!

Skráðu þig á námskeið

Námskeiðin eru 14 tímar sem skiptast á fjögur kvöld og munu Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, og Páll Stefánsson, flugstjóri, leiða þau. 

Álfheiður kennir aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni og Páll fer í gegnum öll tæknileg atriði flugvélanna.

Námskeið í boði

Tvö námskeið eru í boði og verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:

Námskeið 1 (fullt) Námskeið 2 (enn laus sæti)
Viðtöl fara fram 25. september, 2018
Viðtöl fara fram 1. október, 2018
27. september, 2018 4. október, 2018
2. október, 2018 8. október, 2018
9. október, 2018 11. október, 2018
15. október, 2018 16. október, 2018
Flogið verður með hópinn 18. október Flogið verður með hópinn 19. október


Verð fyrir námskeiðið er 60.000 kr.

Þátttakendur fá að skoða flugvél í bak og fyrir, flugmálastjórn er heimsótt og námskeiðið endar svo á flugferð, fram og til baka, til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu.

Allir þátttakendur verða að vera orðnir 20 ára og þurfa að mæta í stutt viðtal til Álfheiðar, áður en námskeiðið hefst, þar sem flugfælni viðkomanda er metin. Viðtöl fara fram í Sálfræðistöðinni, Suðurlandsbraut 54 (bláu húsin).

​Árangur námskeiða

Yfir 80% þátttakenda ná marktækum árangri og losna undan flughræðslu og eftirfylgni eftir 6 mánuði segir sömu sögu. Námskeiðið er viðurkennt á Íslandi og hefur verið kynnt sérstaklega á Sálfræðingaþingi og á erlendum ráðstefnum um flughræðslu og fælni. 

Til að skrá þig á næsta námskeið eða fá nánari upplýsingar um það, sendu okkur tölvupóst á netfangið flug@icelandair.is með nafni, símanúmeri og kennitölu þátttakanda. Athugið, takmarkað sætaframboð.