Fluginneignir: Flugkappar, Flugfélagar og Flugfrelsi | Icelandair
Pingdom Check

Flugkappar og Flugfélagar

Við höfum hætt sölu á Flugköppum og Flugfélögum. Viðskiptavinir sem eiga eftirstandandi inneign hafa áfram kost á að bóka flug undir þeim skilmálum sem voru í gildi við kaupin.
Eigendur pakka geta haft samband við okkur til að nýta inneignina sína.

Hafa samband við þjónustuver

Fluginneignir

Til að nota fluginneignina fyrir bókun, þurfa viðskiptavinir að hafa samband við þjónustuver Icelandair og hafa inneignarnúmerið við höndina. 

Eigendur pakka geta því miður ekki lengur notað fluginneignina við bókun á netinu. Til að sjá yfirlit yfir stöðu inneigna geturðu skráð þig inn á síðuna fyrir fluginneignir.

Breyttu fluginneign í gjafabréf hjá Icelandair

Handhöfum Flugkappa, Flugfélaga og Flugfrelsis býðst að breyta inneign sinni í gjafabréf hjá Icelandair. Virði gjafabréfsins miðast við virði flugleggjanna sem þú átt inni.

Dæmi: Ef keyptur var Flugkappa pakki, en það eru 10 flugleggir á 62.300 kr., er virði hvers flugleggs 6.230 kr.

Icelandair gefur svo 2.500 kr. aukalega fyrir hvern fluglegg sem þú átt inni. Ef þú átt t.a.m. þrjá flugleggi eftir í fluginneign, bætast 7.500 kr. við inneignina þína hjá Icelandair.

Gjafabréfið gildir sem peningagreiðsla upp í öll flug sem hægt er að bóka á vefnum okkar, bæði í innanlands- og millilandaflug. Það gildir í 2 ár frá útgáfudegi og fæst ekki endurgreitt.

Auðvelt er að breyta inneign á Flugkappa/Flugfélaga/Flugfrelsi í gjafabréf hjá Icelandair. Þú þarft aðeins að skrá þig inn á fluginneignarsíðuna þína og smella á Breyta í Icelandair gjafabréf. Ef innskráning mistekst, er hægt að hafa samband við þjónustuverið okkar.

Fargjöld fyrir börn

Við viljum minna á almenn fargjöld í bókunarvél, þar sem börn 2-11 ára fá 50% afslátt (Economy Light, Economy Standard og Economy Flex) á innanlandsflugi og allt að 20% afslátt af millilandaflugi.