Fluginneignir: Flugkappar og Flugfélagar | Icelandair
Pingdom Check

Flugkappar og Flugfélagar

Eftir yfirfærslu fluginneigna frá Air Iceland Connect í kerfi Icelandair varð sú breyting að sjálfsafgreiðsla á Flugfélögum og Flugköppum var lögð niður en áfram verður hægt að kaupa pakkana.

Kaupa Flugfélaga og Flugkappa

Fluginneignir

Enn er hægt er að nota þær fluginneignir sem keyptar voru fyrir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair. Vörurnar Flugkappar og Flugfélagar verða áfram á boðstólnum, en sölu Flugfrelsis hefur verið hætt.

Þeir viðskiptavinir sem keyptu fluginneign fyrir 16. mars geta áfram bókað flug undir þeim skilmálum sem voru í gildi við kaupin. Þann 16. mars gengu nýjir skilmálar um fluginneignir í gildi sem má finna hér fyrir neðan.

Því miður er ekki lengur hægt að nota fluginneign þegar bókað er á netinu. Til að nota fluginneign við bókun, þurfa viðskiptavinir að hafa samband við þjónustuver Icelandair

Við viljum biðja viðskiptavini að sýna okkur skilning og þolinmæði, en bókun á fluginneign í gegnum síma getur tekið talsverðan tíma. Við erum öll í sama liði og gerum okkar besta til að greiða úr þeim vandamálum sem geta skapast meðan þetta millibilsástand varir.

Unnið er að þróun nýrra lausna fyrir viðskiptavini Icelandair í innanlandsflugi.

Breyttu fluginneign í gjafabréf hjá Icelandair

Handhöfum Flugkappa, Flugfélaga og Flugfrelsis býðst að breyta inneign sinni í gjafabréf hjá Icelandair. Virði gjafabréfsins miðast við virði flugleggjanna sem þú áttir inni.

Dæmi: Ef keyptur var Flugkappa pakki, en það eru 10 flugleggir á 62.300 kr., er virði hvers flugleggs 6.230 kr.

Icelandair mun svo gefa 2500 kr. aukalega fyrir hvern fluglegg sem þú átt inni. Ef þú átt t.a.m. þrjá flugleggi eftir í fluginneign, bætast 7500 kr. við inneignina þína hjá Icelandair.

Gjafabréfið gildir sem peningagreiðsla upp í öll flug sem hægt er að bóka á vefnum okkar, bæði í innanlands- og millilandaflug. Það gildir í 2 ár frá útgáfudegi og fæst ekki endurgreitt.

Auðvelt er að breyta inneign á Flugkappa/Flugfélaga/Flugfrelsi í gjafabréf hjá Icelandair. Þú þarft aðeins að skrá þig inn á fluginneignarsíðuna þína og smella á Breyta í Icelandair gjafabréf. Ef innskráning mistekst, er hægt að hafa samband við þjónustuverið okkar.

Flugkappar

Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára sem fljúga oft innanlands bendum við á tvær leiðir:

 1. Flugkappa sem hægt er að kaupa hér og hringja inn til þjónustuvers til að bóka. Keyptir eru 10 flugleggir í einum pakka á 62.300 kr. (flugleggurinn á 6.230 kr.) 
 2. Almenn fargjöld í bókunarvél þar sem börn 2-11 ára fá alltaf 50% afslátt (Economy Light, Economy Standard og Economy Flex). 

Skilmálar Flugkappa

 • Gildir á áfangastaði Icelandair innanlands 
 • 10 flugleggir (5 ferðir fram og til baka) 
 • Hægt að skrá allt að þrjú nöfn við kaup 
 • Hægt að nota fram að 12 ára afmælisdegi 
 • Hægt að breyta ef sama fargjald er laust á öðru flugi. Breytingargjald er 4.000 kr. 
 • Hægt að afbóka með 4 daga fyrirvara og fá endurgreiddan legg inn á inneignina
 • Taska allt að 23 kg. innifalin 
 • Takmarkaður sætafjöldi og valdar brottfarir 
 • Ekki er hægt að endurgreiða pakkann 
 • Icelandair áskilur sér rétt að breyta skilmálum með 3ja mánaða fyrirvara 
 • Gildistími inneignar er 1 ár

Flugfélagar

Ert þú á aldrinum 12 - 25 ára og ferðast mikið innanlands vegna náms eða til þess að heimsækja fjölskyldu og vini? Þá gæti Flugfélaga pakkinn hentað þér. Þú kaupir 6 flugleggi í einum pakka á 61.800 kr. (flugleggurinn á 10.300 kr.)

Skilmálar Flugfélaga:

 • Bókunarfyrirvari lágmark 4 dagar
 • 6 flugleggir (3 ferðir fram og til baka)
 • Gildir fyrir farþega á aldrinum 12 - 25 ára (fram að 26 ára afmælisdegi)
 • Hægt að skrá nöfn þriggja farþega við kaup og aðeins þeir farþegar geta notað inneignina
 • Hægt að breyta ef sama fargjald er laust á öðru flugi. Breytingargjald er 4.000 kr.
 • Hægt að afbóka með 4 daga fyrirvara og fá endurgreiddan legg inn á inneignina
 • Taska allt að 23 kg. innifalin
 • Takmarkaður sætafjöldi og valdar brottfarir
 • Ekki er hægt að endurgreiða pakkann.
 • Icelandair áskilur sér rétt að breyta skilmálum með 3ja mánaða fyrirvara
 • Gildistími inneignar er 1 ár
 • Gildir á áfangastaði Icelandair innanlands