Fyrri fargjaldaskilyrði | Icelandair
Pingdom Check

Fyrri fargjaldaskilyrði

Fargjaldaskilyrði breytast öðru hverju. Fyrri fargjaldaskilyrði eiga enn við þá miða sem gefnir voru út fyrir breytingartímann.

Bókanir á innanlandsflugi Icelandair

Eftirfarandi gildir um bókanir á innanlandsflugi sem gerðar voru fyrir 9. júní 2021:

Þú getur breytt bókun þinni án þess að greiða breytingagjald. Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á upphæð fargjalda.

Skilmálar um breytingar á bókun:

  • Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á upphæð fargjalda. 
  • Miðinn sem þú keyptir upprunalega gildir í tólf mánuði frá söludegi. Þú verður að ferðast innan þess tíma. 
  • Gildir fyrir alla Icelandair miða (miðanúmer byrjar á 108).
  • Þetta á við um öll fargjöld.

Þú getur afbókað ferðina og sótt um ferðainneignarnótu sem gildir í 3 ár.

Skilmálar um afbókun á flugi:

  • Ferðainneignarnóta gildir fyrir öll óflogin flug fyrir alla farþega í sömu bókun. 
  • Miðar verða ógildir eftir ferðainneignarnóta er gefin út sem þýðir að þá átt þú ekki lengur miða fyrir þann hluta ferðarinnar sem eftir er. 
  • Gildir fyrir alla Icelandair miða (miðanúmer byrjar á 108). 
  • Þetta á við um öll fargjöld.

Flugbókanir frá Air Iceland Connect

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir bókanir sem voru gerðar hjá Air Iceland Connect fyrir samþættingu við Icelandair þann 15. mars 2021.

Skilmálar fluginneigna Air Iceland Connect (Flugfrelsi, Flugfélagar, Flugkappar) sem keyptar voru fyrir 16. mars 2021