Hvernig nota ég gjafabréf Icelandair? | Icelandair
Pingdom Check

Gjafabréf Icelandair

Gjafabréf Icelandair gildir sem peningagreiðsla upp í öll flug Icelandair.

Kaupa með korti Kaupa með Vildarpunktum

Kanna stöðu gjafabréfs.

Þegar gjafabréf eru keypt í erlendri mynt, miðast verðgildi gjafabréfsins við gengi dagsins þegar gjafabréfið var keypt en ekki notkun þess (bókun flugmiða). Gjafabréfin gilda í fimm ár frá útgáfudegi.

Engar takmarkanir eru á ferðatíma eða lengd dvalar umfram reglu fargjalds hverju sinni.

Gjafabréf Icelandair eru frábær leið til að gleðja vini og vandamenn með upphæð upp í draumaferðina.

Að nota gjafabréf við bókun á flugi

Til að nota gjafabréf upp í greiðslu á flugferð (eingöngu flug):

  • Gjafabréfalykilinn er færður inn á síðu í bókunarferlinu sem heitir "Greiðsluupplýsingar".  Reiturinn er neðst á síðunni.  Þar er einnig hægt að smella á "Bæta við" ef nota á fleiri en eitt gjafabréf.  Athugið að smella þarf á "Bæta við" eftir innslátt hvers gjafabréfalykils.
  • Vinsamlegast lesið vel yfir skilmála gjafabréfa, þar sem þeir geta verið mismunandi eftir tegundum gjafabréfa.
  • Beðið verður um greiðslukortaupplýsingar í ferlinu sem öryggisráðstöfun, jafnvel þó að öll ferðin sé greidd með gjafabréfum. Vinsamlegast athugið að greiðslukortið verður aðeins rukkað ef gjafabréfið dugir ekki fyrir heildarupphæð bókunarinnar. Eftir að bókun lýkur muntu fá sendan E-miða og kvittun í tölvupósti.

Athugið að ekki er hægt að nota gjafabréfin eftir að búið er að bóka. Einungis er hægt að gera það á meðan á bókun stendur.