Netinnritun | Icelandair
Pingdom Check

Innritun

Er farið að styttast í ferðalagið? Þá er um að gera að ljúka við innritun í flugið, áður en farið er að pakka í töskurnar.

Hægt er að innrita sig á netinu 24 tímum fyrir brottför til allra áfangastaða.

Vinsamlegast athugið að farþegar þurfa að nálgast brottfararspjald við innritunarborð, þegar flogið er frá Bandaríkjunum. 

Sláið inn eftirnafn og bókunarnúmer til að hefja innritunina.

Hafðu aðgang að Icelandair brottfararspjaldinu þínu í gegnum farsímann með „Passbook/Wallet”.

Með iPhone (IOS 6 að lágmarki) er hægt að nota smáforritið „Passbook/Wallet” til að hafa aðgang að brottfararspjaldinu þínu án nettengingar. Að auki er hægt að skanna það beint úr símanum til innritunar í flug Icelandair.

Brottfararspjaldið er áframsent á iPhone símann þinn, eftir að þú hefur lokið farsímainnritun og vistað í „Passbook/Wallet” smáforritinu.

Hefðbundin innritun á flugvelli

Við innritun borgar sig að hafa tiltæk öll nauðsynleg skjöl.

 • Icelandair mælist til þess að farþegar hafi ávallt með sér E-miða og vegabréf þegar ferðast er á milli landa.
 • Fáðu upplýsingar um hvenær æskilegt er að mæta til innritunar hér.

Sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir innritun á flugvelli

Vinsamlega athugið.

 • Að hámarki 9 farþegar geta netinnritað sig í einu (ef þeir eru í sömu bókun).
 • Farþegar með tengiflug með SAS geta notað sjálfsafgreiðslustöðvar og innritað sig alla leið.

Sjálfsafgreiðslustöðvar er að finna á eftirfarandi flugvöllum:

 • Keflavik (KEF)
 • Amsterdam Schiphol (AMS)
 • Billund (BLL)
 • Boston (BOS)
 • Chicago O'Hare (ORD)
 • Copenhagen (CPH)
 • Denver (DEN)
 • Edmonton (YEG)
 • Frankfurt (FRA) væntanleg
 • London Heathrow Airport (LHR), staðsett í Zone C á innritunarsvæðinu
 • Montreal (YUL)
 • Oslo (OSL)
 • Paris (CDG) væntanleg
 • Seattle (SEA)
 • Stockholm Arlanda (ARN)
 • Vancouver (YVR)

Á flugvöllunum í Keflavík, Billund og Kaupmannahöfn eru sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir innritun á farangri. Gætið þess að vera búin að innrita ykkur í flugið í sjálfsafgreiðslu og prenta út farangursmerkingar áður en þið skilið farangrinum.