Pingdom Check

Sætisósk

Einn kosturinn við að bóka flug beint í gegnum okkur - á vefsíðunni eða í þjónustuverinu - er að þá geturðu valið það sæti sem þér hentar í flugvélinni.

Við bókun

Ef ekki er hægt að velja sæti við bókun þá þýðir það ekki að engin sæti séu laus í fluginu, heldur að þeim sætum sem eftir eru verði úthlutað á flugvellinum.

Við yfirbókum ekki í flug hjá okkur. Í langflestum tilfellum þýðir greitt flugfar að sæti um borð sé tryggt.

Það kann að vera að þú getir ekki valið sæti hjá okkur ef þú ferðast með fleiri en einu flugfélagi á sama miða. Í þessum tilfellum, vinsamlegast hafðu samband við þau flugfélög sem þú ferðast með til að velja sæti.

Við innritun

Vefinnritun er í boði fyrir alla áfangastaði Icelandair og þú getur innritað þig á vef Icelandair til allra áfangastaða, innan 24 klst. fyrir brottför.

Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að virða sætisóskir þínar. Engu að síður, getum við ekki ábyrgst að farþegar fái þau sæti sem þeir óska eftir.

Farþegum stendur til boða að kaupa sæti með Meira fótarými.

Vinsamlegast athugið

Við áskiljum okkur rétt til að breyta sætaskipan hvenær sem er, ef starfsemin krefst þess eða af öryggisástæðum.