Pingdom Check
Þú getur leitað að
|
Leita

Sætisósk

Við bókun

Eitt af því sem er svo gott við að bóka flug beint hjá okkur – á vefsíðunni eða í þjónustuverinu – er að þá geturðu valið sætið sem þér hentar í flugvélinni.

Athugið að ef flug er bókað gegnum þriðja aðila (eins og umboðsmann, ferðaskrifstofu eða annað flugfélag) er ekki hægt að gera breytingar á bókun með því að skrá sig inn á vefnum. Hafa þarf samband beint við aðila sem flugið var bókað hjá.

Ef ekki er hægt að velja sæti við bókun þá þýðir það ekki að engin sæti séu laus í fluginu. Það þýðir bara að einu sætin sem eftir eru, eru sæti sem verður að úthluta á flugvellinum.

Við yfirbókum ekki flug hjá okkur. Í langflestum tilfellum þýðir greitt flugfar að sæti um borð er tryggt.

Við innritun

Hægt er að innrita sig í flug til og frá Evrópu og Kanada 36 stundum fyrir brottför og 24 stundum fyrir brottför til og frá Bandaríkjunum.

Vefinnritun er í boði fyrir alla áfangastaði nema Aberdeen og Belfast, þar sem Air Iceland Connect sér um innritunina.

Við vefinnritun er hægt að velja sér sæti.

Vinsamlegast athugið: Við áskiljum okkur rétt til að breyta sætaskipan hvenær sem er ef starfsemin krefst þess eða af öryggisástæðum.

Teygðu úr fótunum!

Icelandair býður nú farþegum sínum þann kost að geta látið fara virkilega vel um í sig í rúmgóðum sætum með Meira fótarými.

Bilið á milli sæta í vélum Icelandair er meira en tíðkast hjá öðrum flugfélögum (að lágmarki 79 cm og allt að 81 cm) en með Meira fótarými gefst þér kostur að teygja enn betur úr fótunum.

Stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta sköpum. Ef þægindi og rými er það sem þú ert helst á höttunum eftir, þá getur þú valið sæti með að lágmarki 86 cm sætabili, eða yfir 102 cm, í einhverjum tilvikum.