Okkur þykir leitt ef ferðalagið þitt hefur raskast. Við skiljum að slíkar aðstæður geta verið óþægilegar og að mikilvægt sé að vita hvaða möguleikar eru í boði, svo þú getir tekið næstu skref í ferðalaginu. Hér að neðan finnurðu upplýsingar um réttindi farþega þegar flug raskast.
Ef þú ert að leita að upplýsingum um skemmdan eða seinkan farangur, þá finnurðu þær á farangurs síðunni okkar.
Evrópureglugerð 261/2004 á við um ferðalög til Evrópusambandsríkja, Noregs, Sviss og Íslands ef ferðast er með flugfélagi sem er skráð í þeim ríkjum. Hún á einnig við umferðalög frá þessum ríkjum óháð flugfélagi. Reglugerðin á ekki við um ferðalög sem bæði hefjast og enda utan þessara ríkja, t.d. ferð sem hefst í Bandaríkjunum eða Kanada og endar í Færeyjum eða Grænlandi, jafnvel þó það sé millilent á Íslandi.
Smelltu á spjald hér að neðan fyrir frekari upplýsingar um réttindi farþega.
Réttindi farþega þegar flugi er aflýst samkvæmt evrópureglugerð 261/2004
Réttindi farþega þegar flugi seinkar samkvæmt evrópureglugerð 261/2004
Réttindi farþega þegar honum er neitað um far samkvæmt evrópureglugerð 261/2004
Réttindi farþega þegar þeir eru færðir á neðra farrými samkvæmt evrópureglugerð 261/2004
Réttindi farþega þegar flug raskast geta verið mismunandi eftir brottfarar- og áfangastað. Hér að neðan finnurðu reglurnar fyrir áfangastaði okkar utan Evrópu.
Réttindi farþega á ferðalagi til og frá Bandaríkjunum
Réttindi farþega á ferðalagi til og frá Kanada
Réttindi farþega á ferðalagi til og frá Bretlandi
Réttindi farþega á ferðalagi til og frá Tyrklandi