Flugi aflýst | Icelandair
Pingdom Check

Flugi aflýst

Hefur fluginu þínu verið aflýst?

Réttur á endurgreiðslu

Ef fluginu þínu hefur verið aflýst, og þú hefur ekki hug á að endurbóka, geturðu fengið miðann þinn endurgreiddan. Þú getur óskað eftir fullri endurgreiðslu á öllum ónýttum flugleggjum á miðanum þínum.

Réttur til að endurbóka

Ef fluginu þínu hefur verið aflýst, geturðu óskað eftir sæti/sætum í næsta Icelandair-flugi til áfangastaðarins, þar sem tilhögun ferðar er sambærileg og gegn því skilyrði að það séu laus sæti um borð. Vinsamlegast hafðu samband við fulltrúa Icelandair á flugvellinum, eða hafðu samband við þjónustuverið okkar, til þess að endurbóka flugið þitt.

Ef þú skráðir símanúmer og/eða netfang í bókunina þína, verðurðu látin/n vita um breytingar á tilhögun ferðarinnar þinnar. Ef þú hefur ekki skráð þessar upplýsingar, geturðu alltaf skoðað ferðaáætlunina á vefsíðu Icelandair.

Réttur á þjónustu

Máltíðir

Ef fluginu þínu hefur verið aflýst, átt þú rétt á þjónustu sem Icelandair sér þér fyrir meðan þú bíður eftir endurbókuðu flugi. Hún samanstendur af máltíð og/eða drykkjum. Ef þú ert á flugvellinum þegar þú fréttir af aflýsingu flugsins, hafðu þá vinsamlegast samband við fulltrúa Icelandair á flugvellinum til þess að nálgast inneignarnótu fyrir máltíðum.

Stundum gæti reynst ómögulegt að gefa út inneignarnótur, vegna þess fjölda farþega sem verður fyrir röskun á flugi samtímis. Í þessum tilfellum, biðjum við þig vinsamlegast að halda til haga öllum sundurliðuðum kvittunum og senda okkur þær til að fá endurgreitt (veldu Seinkun á flugi / flugi aflýst). Icelandair mun endurgreiða sanngjarnan kostnað, í hlutfalli við lengd biðtíma.

Gisting

Ef okkur tekst ekki að endurbóka flugið þitt á þeim degi þegar fluginu var aflýst, og þú kemst ekki heim, átt þú rétt á gistingu. Vinsamlegast hafðu samband við fulltrúa okkar á flugvellinum til að nálgast inneignarnótur fyrir hótel.

Stundum gæti reynst ómögulegt að gefa út inneignarnótur fyrir hótel, vegna þess fjölda farþega sem verður fyrir röskun á flugi samtímis. Í þessum tilfellum, biðjum við þig vinsamlegast að halda til haga öllum sundurliðuðum kvittunum og senda okkur þær til að fá endurgreitt (veldu Seinkun á flugi / flugi aflýst). Icelandair telur að 150 EUR vera sanngjarnt verð fyrir tveggja manna hótelherbergi.

Þú átt einnig rétt á því að þér sé greiddur samgöngukostnaður vegna ferða milli flugvallar og gististaðar. Ef okkur tekst ekki að verða þér úti um inneignarnótu fyrir samgöngum, vinsamlegast haltu til haga öllum sundurliðuðum kvittunum og sendu okkur þær til að fá endurgreitt (veldu Seinkun á flugi / flugi aflýst). Icelandair lítur svo á að eðlilegur samgöngukostnaður samsvari andvirði lestarmiða og/eða ferða með flugrútu.

Réttur til bóta

Ef fluginu þínu hefur verið aflýst áttu rétt á endurgreiðslu, endurbókun og þjónustu eins og tíundað er hér að ofan. Því til viðbótar gætir þú átt rétt á bótum.

Samkvæmt reglugerð ESB átt þú ekki rétt á bótum ef aflýsinguna má rekja til óvenjulegra aðstæðna sem ekki hefði verið hægt að komast hjá með öllum viðeigandi ráðstöfunum. Dæmi um slíkar aðstæður eru slæm veðurskilyrði, pólitískur óstöðugleiki, verkföll þriðja aðila, ógnir við öryggi og óvæntir annmarkar á flugöryggi.

Eins áttu ekki rétt á bótum ef:

  • Þér var tilkynnt um aflýsinguna meira en 14 dögum fyrir áætlaða brottför.
  • Þér var tilkynnt um aflýsinguna 7 til 14 dögum fyrir áætlaða brottför og brottfararflugið þitt fer engu síðar en tveimur klukkustundum fyrir upprunalegan brottfarartíma eða þú kemur engu síðar en fjórum klukkustundum eftir áætlaðan komutíma.
  • Þér var tilkynnt um aflýsinguna minna en 7 dögum fyrir áætlaða brottför og þú færð endurbókun á flug sem fer engu síðar en klukkustund fyrir upprunalegan brottfarartíma eða lendir engu síðar en tveimur klukkustundum eftir áætlaðan komutíma.

Teljir þú að þú eigir rétt á bótum biðjum við þig vinsamlegast að senda okkur kröfu í gegnum vefsíðu Icelandair.

Upplýsingar um þær eftirlitsstofnanir sem falið er að hafa eftirlit með réttindum flugfarþega er hægt að nálgast á Europa.eu.