Flugi seinkað | Icelandair
Pingdom Check

Flugi seinkað

Var fluginu þínu seinkað?

Réttur á endurgreiðslu

Ef fluginu þínu hefur verið seinkað um fimm klukkustundir eða meira, getur þú afpantað flugið og óskað eftir endurgreiðslu á öllum ónýttum flugleggjum á miðanum þínum.

Réttur á þjónustu

Máltíðir

Ef veruleg seinkun hefur orðið á fluginu þínu, átt þú rétt á þjónustu sem Icelandair sér þér fyrir meðan þú bíður, í samræmi við lengd biðtímans. Þjónustan samanstendur af máltíð og/eða drykkjum, auk tveggja símtala. Þú átt rétt á þjónustu ef fluginu þínu hefur seinkað um:

  • tvær klukkustundir eða meira, ef vegalengd flugs er 1500 km eða styttri
  • þrjár klukkustundur eða meira, ef flogið er innan Evrópusambandsins og vegalengd flugs er 1500 til 3500 km
  • fjórar klukkustundir eða meira í öllu öðru flugi

Vinsamlegast hafðu samband við fulltrúa Icelandair á flugvellinum til þess að nálgast inneignarnótur fyrir máltíðum. Stundum gæti reynst ómögulegt að gefa út inneignarnótur, vegna þess fjölda farþega sem verður fyrir röskun á flugi samtímis. Í þessum tilfellum, biðjum við þig vinsamlegast að halda til haga öllum sundurliðuðum kvittunum og senda okkur til endurgreiðslu (veldu Seinkun á flugi / flugi aflýst). Icelandair endurgreiðir sanngjarnan kostnað í hlutfalli við lengd biðtíma.

Gisting

Ef fluginu þínu seinkar fram á næsta dag, og þú kemst ekki heim, átt þú rétt á gistingu. Vinsamlegast hafðu samband við fulltrúa okkar á flugvellinum til að nálgast inneignarnótur fyrir hótel.

Stundum gæti reynst ómögulegt að gefa út inneignarnótur fyrir hótel, vegna þess fjölda farþega sem verður fyrir röskun á flugi samtímis. Í þessum tilfellum, biðjum við þig vinsamlegast að halda til haga öllum sundurliðuðum kvittunum og senda okkur þær til endurgreiðslu (veldu Seinkun á flugi / flugi aflýst). Icelandair endurgreiðir eðlilegt verð fyrir tveggja manna hótelherbergi.

Þú átt einnig rétt á því að þér sé greiddur samgöngukostnaður vegna ferða milli flugvallar og gististaðar. Ef okkur tekst ekki að verða þér úti um inneignarnótu fyrir samgöngum, vinsamlegast haltu til haga öllum sundurliðuðum kvittunum og sendu okkur til endurgreiðslu (veldu Seinkun á flugi / flugi aflýst). Icelandair lítur svo á að eðlilegur samgöngukostnaður samsvari andvirði lestarmiða, ferða með flugrútu og/eða eldsneytiskostnaðar.

Réttur til bóta

Ef fluginu þínu hefur verið seinkað um þrjár klukkustundir eða meira gætirðu átt rétt á bótum. Upphæð bótanna fer eftir lengd flugsins og, eftir atvikum, lengd seinkunarinnar.

Teljir þú að þú eigir rétt á bótum biðjum við þig vinsamlegast að senda okkur kröfu í gegnum vefsíðu Icelandair.

Upplýsingar um þær eftirlitsstofnanir sem falið er að hafa eftirlit með réttindum flugfarþega er hægt að nálgast á Europa.eu.