Pingdom Check

Aðgengi á ferðalagi

Við viljum að allir farþegar upplifi sig velkomna og fái þá aðstoð sem þeir þurfa þegar þeir fljúga með okkur. Hér finnur þú upplýsingar um aðstoð sem stendur til boða, fyrir farþega sem nota hjólastól, hafa skerta hreyfigetu, heyrnar- eða sjónskerðingu, ósýnilegar fatlanir eða raskanir. Einnig eru upplýsingar um ferðalög með lækningatæki, ofnæmi og lyf. Aðstoð er í boði á flugvellinum, um borð og með hjálpartæki eins og hjólastóla. Þjónustan er gjaldfrjáls, en til að tryggja þægilega ferð mælum við með að óska eftir aðstoð að minnsta kosti tveimur sólarhringjum fyrir brottför.

Veldu flokk hér að neðan til að fá frekari upplýsingar.

Viltu aðstoð?

Ef þú bókar flug á vefnum okkar geturðu óskað eftir aðstoð við bókun eða í Bókunin mín eftir á. Ef þú bókar í gegnum þriðja aðila, þarftu að óska eftir aðstoð með því að fylla út eyðublað á vefnum okkar. Farþegar með skerta hreyfigetu geta valið um þrjú þjónustustig, eftir þörfum.

Hér að neðan getur þú borið saman þjónustustigin:

  • Aðstoð í flugstöð: Fyrir farþega sem komast sjálfir í sæti, upp og niður tröppur bæði í flugstöðinni og þegar vélin er staðsett á fjarstæði, og um farþegarýmið, en þurfa hjólastól til að komast um flugstöðina og að flugvélinni.
  • Aðstoð við þrep: Fyrir farþega sem komast sjálfir í sæti og um farþegarýmið, en þurfa aðstoð við þrep og hjólastól til að komast um flugstöðina.
  • Aðstoð að sæti: Fyrir farþega sem nota hjólastól í sínu daglega lífi og þurfa aðstoð til að komast um flugstöðina, að flugvélinni, upp og niður tröppur, og að sæti.

Þjónustustig

Ef þú bókaðir flugið þitt beint hjá okkur geturðu óskað eftir aðstoð við bókun eða í Bókunin mín. Ef þú bókaðir í gegnum þriðja aðila skaltu fylla út eyðublaðið okkar.

Farþegar sem nota hjólastól geta óskað eftir einu af þremur þjónustustigum, allt eftir þörfum þeirra:

Aðstoð í flugstöðAðstoð við þrepAðstoð að sæti
Opna matarumbúðir
Ferðast um farþegarými
Ganga frá og sækja handfarangur
Ferðast um flugstöðina
Fara upp og niður þrep
Ferðast í gegnum farþegarými og að sæti

Ferðastu með hjálpartæki?

Ef þú ferðast með hjálpartæki sem þarf að innrita, geturðu bætt því við bókunina þína án endurgjalds þegar þú óskar eftir aðstoð. Til að tryggja að allt gangi smurt fyrir sig, biðjum við þig um að veita okkur ítarlegar upplýsingar um hjálpartækið, svo sem hvort það sé rafknúið, hversu þungt það er, og ef við á, hvaða rafhlöðu það notar og vattatölu hennar.

Stærð hjálpartækis

Mál og uppsetning flugvéla takmarka stærð þeirra hjálpartækja (s.s. hjólastóla og rafskutla) sem hægt er að taka með um borð. Stærðartakmarkanirnar eru útlistaðar hér að neðan eftir gerð flugvélarinnar sem þú flýgur með. Boeing-flugvélar fljúga í millilandaflugi, en DH8-flugvélar fljúga innanlands og til Grænlands.

Ef hjálpartækið þitt fellur utan stærðartakmarkana fyrir þá flugvél sem þú flýgur með, getur þú flutt það með Icelandair Cargo.

Boeing 737 MAXBoeing 757Boeing 767DH8-400DH8-200A321LR
84x122 cm114x140 cm345x175 cm150x130 cm152x127 cm119x177 cm

Ferðalagið

Hér að neðan og í meðfylgjandi myndbandi finnurðu upplýsingar um þjónustu sem stendur til boða og hvað má vænta á ferðalaginu, frá innritun til komu á áfangastað. Ef þú ferðast með fleiri en einu flugfélagi mælum við með að þú gangir úr skugga um að þú hafir óskað eftir aðstoð hjá þeim öllum til að tryggja að ferðalagið gangi snurðulaust fyrir sig.

Ef þú bókar flug á vefnum okkar geturðu óskað eftir aðstoð við bókun eða í Bókunin mín eftir á. Ef þú bókar í gegnum þriðja aðila, þarftu að óska eftir aðstoð með því að fylla út eyðublað á vefnum okkar. Farþegar með skerta hreyfigetu geta valið um þrjú þjónustustig, eftir þörfum.

Hér að neðan getur þú borið saman þjónustustigin:

  • Aðstoð í flugstöð: Fyrir farþega sem komast sjálfir í sæti, upp og niður tröppur bæði í flugstöðinni og þegar vélin er staðsett á fjarstæði, og um farþegarýmið, en þurfa hjólastól til að komast um flugstöðina og að flugvélinni.
  • Aðstoð við þrep: Fyrir farþega sem komast sjálfir í sæti og um farþegarýmið, en þurfa aðstoð við þrep og hjólastól til að komast um flugstöðina.
  • Aðstoð að sæti: Fyrir farþega sem nota hjólastól í sínu daglega lífi og þurfa aðstoð til að komast um flugstöðina, að flugvélinni, upp og niður tröppur, og að sæti.
,,

Innan Evrópusambandsins er það starfsfólk flugvallarins sem aðstoðar farþega á flugvellinum. Ítarlegri upplýsingar um þá aðstoð sem veitt er á flugvöllum má finna á vefsíðu hvers og eins (t.d. Keflavíkurflugvallar). Þegar komið er um borð mun áhöfnin okkar aðstoða þig eftir bestu getu.

,

Aðstoð fyrir farþega sem nota hjólastól er veitt án endurgjalds.

,

Til að einfalda ferðalagið mælum við með að þú ferðist með aðstoðarmanni ef þú þarft aðstoð við að borða, drekka, eiga í samskiptum, taka lyf, nota salerni eða fara í og úr sætinu þínu

,

Alla jafna er farþegum sem nota hjólastól úthlutað sæti við glugga til að auka þægindi. Þér er þó að sjálfsögðu frjálst að óska eftir sæti annars staðar í gegnum Bókunin mín ef þú kýst það. Af öryggisástæðum er farþegum með skerta hreyfigetu óheimilt að sitja við neyðarútgang og allir farþegar þurfa að geta setið í þeim flugsætum sem eru í vélinni.

,

Ef þú ferðast með hjálpartæki sem þarf að innrita, geturðu bætt því við bókunina þína án endurgjalds þegar þú óskar eftir aðstoð. Til að tryggja að allt gangi smurt fyrir sig, biðjum við þig um að veita okkur ítarlegar upplýsingar um hjálpartækið, svo sem hvort það sé rafknúið, hversu þungt það er, og ef við á, hvaða rafhlöðu það notar og vattatölu hennar.

,,

Hjálpartæki með þurrrafhlöðum og litíumrafhlöðum eru samþykkt um borð í vélinni. Gott er að hafa eftirfarandi í huga þegar ferðast er með rafknúið hjálpartæki:

  • Vörn gegn skammhlaupi: Gættu að því að rafskautin séu varin gegn skammhlaupi, til dæmis með því að geyma þau í rafhlöðuhólk.
  • Verndaðu rafhlöðuna: Rafhlöður þurfa að vera annað hvort:
    • Vel varðar gegn skemmdum með hönnun hjólastólsins og tryggilega festar. Passaðu að rafrásirnar séu einangraðar í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

      Fjarlægðar úr hjólastólnum samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. Hver rafhlaða sem er fjarlægð má ekki fara yfir 300 Wst.

  • Auka rafhlöður: Þú mátt hafa með þér eina auka litíumrafhlöðu undir 300 Wst eða tvær rafhlöður undir 160 Wst.
  • Vökvarafhlöður: Hjálpartæki sem ganga fyrir vökvarafhlöðum má aðeins flytja með Icelandair Cargo. Hafðu samband við Icelandair Cargo til að panta flutning.
  • Athugaðu: Slökkva þarf á aðalrofa allra rafknúinna hjálpartækja, og fjarlægja þarf rafhlöðuna ef það er mögulegt
,

Stafi og hækjur má hafa með um borð í vélina, en göngugrindur er hægt að innrita bæði við innritunarborð eða við brottfararhlið.

,

Farþegar í gifsi þurfa að hafa með sér læknisvottorð, þar sem þeir gætu þurft að framvísa því við öryggisskoðun.

,

Ef hjálpartækið þitt tafðist eða skemmdist á ferðalaginu geturðu látið okkur vita með því að fylla út skýrslu.

,Hér að neðan og í meðfylgjandi myndbandi finnurðu upplýsingar um þjónustu sem stendur til boða og hvað má vænta á ferðalaginu, frá innritun til komu á áfangastað. Ef þú ferðast með fleiri en einu flugfélagi mælum við með að þú gangir úr skugga um að þú hafir óskað eftir aðstoð hjá þeim öllum til að tryggja að ferðalagið gangi snurðulaust fyrir sig.,

Vissirðu þú getur einfaldað ferðalagið með því að bóka farangursþjónustu sem sækir farangurinn þinn og kemur honum út á flugvöll fyrir þig. Meiri upplýsingar

 

Forgangur í innritun

Við mælum með að mæta á flugvöllinn að minnsta kosti 2 klukkustundum fyrir millilandaflug og 45 mínútum fyrir innanlandsflug. Viðbótartími hjálpar okkur að tryggja að þú fáir þá aðstoð sem þú þarft. Til að einfalda upphaf ferðalagsins hafa farþegar sem óska eftir aðstoð aðgang að forgangsinnritun við sérmerkt innritunarborð.

 

Aðstoð fyrir farþega sem nota hjólastól

Á öllum flugvöllum sem við fljúgum til hafa farþegar aðgang að hjólastólum. Ef þú vilt nota þinn eigin stól á flugvellinum, þá er þér velkomið að gera það – passaðu bara að merkja hann við innritun. Þú getur valið hvort þú innritar hjólastólinn við innritunarborð eða við brottfararhlið.

 

Koma á flugvöllinn

Ef þú ætlar ekki að taka eigin hjólastól með í ferðalagið en þarft aðstoð vegna hreyfihömlunar, láttu starfsfólk Icelandair vita við innritun eða farðu á svæðið merkt hjólastólatákni. Þetta tryggir að þú fáir þá aðstoð sem þú þarft frá komu á flugvöllinn. Ef þú óskaðir eftir aðstoð en þarft ekki á henni að halda á flugvellinum, vinsamlegast láttu starfsfólk í innritun vita.

 

Aðstoð á flugvellinum

Sérþjálfað starfsfólk flugvallarins mun aðstoða þig frá komu á flugvöllinn þar til þú ferð um borð. Þau geta aðstoðað þig við:

  • að fara frá inngangi flugvallarins að innritunarborði
  • innritun og afhendingu farangurs
  • öryggisleit og vegabréfaeftirlit
  • að komast að salerni
  • að komast um borð í flugvélina, t.d. með þartilgerðum gangstól eða lyftu
  • að koma handfarangri fyrir um borð

Athugaðu: Flugvallarstarfsfólk getur ekki aðstoðað við að borða, drekka, taka lyf, nota salerni eða heimsækja veitingastaði eða verslanir á flugvellinum.

,

Við mælum með að mæta að hliðinu að minnsta kosti 45 mínútum fyrir brottför. Viðbótartíminn hjálpar okkur að tryggja að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig. Ef stigar eru notaðir til að hleypa farþegum um borð, bjóða margir flugvellir upp á færanlega lyftu sem tengist við dyr flugvélarinnar. Þannig geta farþegar sem eiga erfitt með þrep farið um borð án vandkvæða.

Þegar þú ert kominn um borð mun áhöfnin ræða við þig um þarfir þínar og óskir varðandi aðstoð á meðan fluginu stendur. Til að auðvelda aðgengi er farþegum sem óska eftir aðstoð í sæti úthlutað sæti með færanlegum sætisörmum. Alla jafna er farþegum sem nota hjólastól úthlutað sæti við glugga til að auka þægindi, en þú getur að sjálfsögðu óskað eftir sæti annars staðar ef þú kýst það. Af öryggisástæðum er farþegum með skerta hreyfigetu þó óheimilt að sitja við neyðarútgang, og allir farþegar þurfa að geta setið í þeim flugsætum sem eru í vélinni.

,

Það er að minnsta kosti eitt salerni um borð í hverri vél með handföngum fyrir betra aðgengi. Þú getur beðið flugliða um að vísa þér í rétta átt. Allar millilandaflugvélar Icelandair eru búnar litlum hjólastól til notkunar um borð. Starfsfólk okkar setur stólinn saman og aðstoðar farþega við að komast um vélina. Farþegar þurfa sjálfir að komast í og úr sæti eða hafa sérstakan aðstoðarmann með sér til þess. Vegna stærðar flugvélanna fyrir innanlandsflug og flug til/frá Grænlandi eru hjólastólar því miður ekki í boði um borð í þeim vélum.

Á meðan á fluginu stendur getur áhöfnin aðstoðað þig við að:

  • opna matarumbúðir
  • komast um flugvélina
  • koma handfarangri fyrir
  • fara til og frá salernisaðstöðu
  • ganga frá og sækja handfarangur

Athugaðu: Áhöfnin getur ekki aðstoðað við að lyfta eða bera farþega, að borða eða drekka, taka lyf, nota salerni, eða hafa samskipti við aðra. Ef þú þarft aðstoð við eitthvað af því sem er talið upp hér að ofan, þarf sérstakan aðstoðarmann að vera með í för.

,

Áður en flugvélin lendir mun áhöfnin staðfesta hvaða þjónustu þú þarft og láta þig vita hvaða leið þú getur farið út úr vélinni. Ef þú vilt fá hjálpartækið þitt við dyr flugvélarinnar við komu, vinsamlegast láttu áhöfnina vita með fyrirvara. Hafðu í huga að það getur tekið allt að hálftíma að afferma tækið og flytja það að dyrum flugvélarinnar.

Ef þú þarft aðstoð við að fara úr vélinni verður sú aðstoð veitt eftir að aðrir farþegar eru farnir úr farþegarýminu. Þessi þjónusta gæti tafist um 10-15 mínútur, en þetta tryggir meira pláss og tíma til að aðstoða þig.

Flestir flugvellir nota færanlega lyftu til að aðstoða farþega með skerta hreyfigetu við að fara frá borði, ef stigar eru notaðir. Lyftan tengist beint við dyr flugvélarinnar, sem gerir farþegum kleift að fara frá borði án vandkvæða og ekur þeim að flugstöðvarbyggingunni.

Athugaðu: Ef óskað var eftir aðstoð minna en tveimur sólarhringum fyrir brottför, gæti orðið tafir á aðstoðinni. Þó munu allir farþegar sem nota hjólastól fá aðstoð ef þeir þurfa á henni að halda.

Við komu mun starfsfólk flugvallarins aðstoða þig við að:

  • sækja handfarangur
  • fara frá borði
  • komast til og frá salernisaðstöðu
  • fara frá flugvélinni að tengiflugi eða í komusal
,

Ef þú bókar flugið þitt á vefnum okkar getur þú óskað eftir aðstoð þegar þú bókar eða í Bókunin mín eftir á. Ef þú bókar í gegnum þriðja aðila þarftu að óska eftir aðstoð með því að fylla út eyðublað á vefnum okkar.

,

Við biðjum þig að láta okkur vita ef þú ert heyrnarlaus, með skerta heyrn, blindur eða með skerta sjón. Þetta hjálpar okkur að tryggja að þú fáir nauðsynlegar öryggisupplýsingar og mikilvægar tilkynningar á flugi. Á flugvellinum getur þú rætt við starfsfólkið okkar um hvernig þú vilt haga aðstoðinni.

,

Til að einfalda ferðalagið mælum við með að þú ferðist með aðstoðarmanni ef þú þarft aðstoð við að borða, drekka, eiga í samskiptum, taka lyf, nota salerni eða fara í og úr sætinu þínu

,

Þjónustuhundar eins og leiðsöguhundar, heyrnarhundar, sykursýkivarnahundar, aðstoðarhundar vegna hreyfihömlunar og þjónustuhundar fyrir einhverfa eru velkomnir að fylgja þér um borð án aukagjalds þegar þú flýgur með okkur. Frekari upplýsingar má finna á síðunni okkar um ferðalög og dýr.

,

Hér að neðan finnurðu upplýsingar um þjónustu sem stendur til boða og hvað má vænta á ferðalaginu – frá innritun til komu á áfangastað. Ef þú ferðast með fleiri en einu flugfélagi mælum við með að þú gangir úr skugga um að þú hafir óskað eftir aðstoð hjá þeim öllum til að tryggja að ferðalagið gangi snurðulaust fyrir sig.

,

Til að tryggja þægilega upplifun á flugvellinum mælum við með að þú komir að minnsta kosti 2 tímum fyrir millilandaflug og 45 mínútum fyrir innanlandsflug. Þessi aukatími gerir okkur kleift að veita þér bestu mögulegu aðstoðina.

Forgangsinnritun

Farþegar með skerta sjón eða heyrn geta nýtt sér forgangsinnritunina okkar, sem einfaldar upphaf ferðalagsins.

Aðstoð fyrir farþega með skerta heyrn eða sjón

Ef þú hefur þegar óskað eftir aðstoð er gott að ræða við starfsfólkið á innritunarborðinu hvernig þú vilt haga aðstoðinni, eins og hvenær og hvernig aðstoð þú vilt. Ef þú vilt aðstoð við að komast að forgangsinnrituninni getur þú farið á stað merktan með PRM-tákni. Þar hittir sérþjálfað starfsfólk flugvallarins þig og aðstoðar þig frá komu á flugvöllinn og þar til þú sest um borð í vélina. Þau eru þjálfuð til að:

  • Fylgja þér frá inngangi flugvallarins að innritunarborði.
  • Aðstoða við innritun og farangur.
  • Leiðsögn í gegnum öryggisleit og vegabréfaskoðun.
  • Aðstoð við aðgengi að salernum.
  • Aðstoð við að komast um borð í vélina.
  • Geymslu handfarangurs um borð.

Athugaðu að starfsfólk flugvallarins getur ekki aðstoðað við að borða og drekka, gefa eða annast lyf, persónulega hreinlæti, notkun á salernum, né við að heimsækja verslanir eða veitingastaði á flugvellinum.

Að ferðast á eigin vegum

Ef þú vilt ferðast á eigin vegum getur þú fundið kort á vefsíðu hvers flugvallar. Kort af Keflavíkurflugvelli er að finna í appinu okkar.

,
  • Við mælum með að þú mætir að hliðinu að minnsta kosti 45 mínútum fyrir brottför, þannig getur þú verið með fyrstu farþegunum um borð. Viðbótartíminn hjálpar okkur við að tryggja hnökralaust ferli við brottför.
  • Þegar þú kemur um borð mun áhöfnin ræða við þig til að fara yfir þínar þarfir fyrir flugið og þær óskir sem þú gætir haft.
,
  • Allar flugvélar okkar eru búnar aðgengilegu salerni, þar sem handföng eru til staðar til að auðvelda aðgengi. Þú getur spurt áhafnarmeðlimi hvar salernið er staðsett.
  • Farþegar með skerta sjón fá sérstakar öryggisleiðbeiningar þegar þeir eru komnir um borð, ásamt snertiútskýringum á öryggisbúnaði.
  • Farþegar með skerta heyrn fá enskar textaþýðingar á öryggisleiðbeiningum og öllu skemmtiefni um borð. Áhöfnin kann að nota skilaboðaforritið í afþreyingarkerfinu til samskipta eftir þörfum.
  • Á meðan fluginu stendur getur áhöfnin aðstoðað þig við að geyma og sækja handfarangur, opna umbúðir á mat, hjálpa til við að fara um flugvélina, setja saman og nota hjólastólinn um borð, og aðstoða þig til og frá salerninu.
  • Ef þú þarft aðstoð við athafnir eins og að borða, drekka, eiga samskipti, taka lyf, nota salerni eða hreyfa þig um í farþegarýminu, mælum við með að ferðast með persónulegan aðstoðarmann.
,
  • Áður en við lendum mun áhöfnin koma til þín til að ræða stuttlega við þig þá aðstoð sem þú þarft eftir lendingu, þar með talið hvar þú ferð frá borði.
  • Við komu mun starfsfólk flugvallarins aðstoða þig við að sækja handfarangur, fara frá borði, komast á salerni, og fylgja þér frá flugvélinni til tengiflugs eða í gegnum vegabréfaskoðun ef við á, sækja farangur, fara í gegnum tollinn og fylgja þér frá komusalnum að næsta fararmáta.
  • Athugaðu að ef óskað var eftir aðstoð innan 2 sólarhringa fyrir flugið getur komið til seinkunar á þjónustunni.
,

Við erum boðin og búin að aðstoða farþega okkar með ósýnilegar fatlanir, svo sem svo sem elliglöp, einhverfu eða lesblindu.

Farþegar geta valið að bera sólblómaband. Látlaust tákn gefur starfsfólki okkar og starfsfólki í flugstöðinni til kynna að viðkomandi farþegi gæti þurft aðeins meiri tíma, þolinmæði, skilning og tillitssemi meðan á dvöl í flugstöðinni stendur. Sólblómaböndin eru aðgengileg á innritunarborðum í brottfararsalnum og á upplýsingaborðinu í komusalnum, það þarf ekki að skrá sig sérstaklega til að fá sólblómaband. Þó að bandið veiti ekki forgang í gegnum öryggisleit, tryggir það forgangsinnritun og forgangsbrottför hjá Icelandair.

Ef þú þarft frekari aðstoð, umfram það sem sólblómabandið veitir, mælum við með að þú látir okkur vita þegar þú bókar eða í Bókunin mín.

,

Þetta band er grænt með gulum sólblómum prentuðum á. Farþegar sem velja að bera sólblómabandið gefa með því sjónrænt merki um að þeir gætu þurft aukna aðstoð og þolinmæði. Þetta getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir starfsfólk flugstöðvarinnar, sem getur strax séð að einstaklingurinn gæti þurft meiri tíma, rými eða stuðning við að komast um flugstöðina.

,

Síðan árið 2016 hefur listinn yfir Sunflower flugvelli á heimsvísu (flugvellirnir sem taka tillit til sólblómamerkis sem tákn fyrir ósýnilega fötlun) vaxið talsvert. Allar spurningar varðandi þá þjónustu sem þessir flugvellir bjóða upp á er best að beina til flugvallarins. Keflavíkurflugvöllur er hluti af Sunflower verkefninu og veitir farþegum með röskun/ósýnilega fötlun sérstaka aðstoð. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Sem stendur eru innlendir flugvellir á Íslandi ekki þátttakendur í Sunflower verkefninu en við bjóðum þessa þjónustu á öllum flugleiðum innanlands.

,

Til að einfalda ferðalagið mælum við með að þú ferðist með aðstoðarmanni ef þú þarft aðstoð við að borða, drekka, eiga í samskiptum, taka lyf, nota salerni eða fara í og úr sætinu þínu

,

Hér að neðan finnurðu upplýsingar um þjónustu sem stendur til boða og hvað má vænta á ferðalaginu – frá innritun til komu á áfangastað. Ef þú ferðast með fleiri en einu flugfélagi mælum við með að þú gangir úr skugga um að þú hafir óskað eftir aðstoð hjá þeim öllum til að tryggja að ferðalagið gangi snurðulaust fyrir sig.

,

Til að tryggja þægilega byrjun á ferðalaginu mælum við með að þú mætir á flugvöllinn að minnsta kosti 2 tímum fyrir millilandaflug og 45 mínútum fyrir innanlandsflug.

Forgangsinnritun

Þægindi þín eru í fyrirrúmi hjá Icelandair. Farþegar með ósýnilegar raskanir geta nýtt sér forgangsinnritunina. Þar geturðu einnig óskað eftir sólblómabandi, sem gefur til kynna að þú gætir þurft aðeins meiri tíma eða aðstoð meðan á dvöl í flugstöðinni stendur.

Leiðsögn um flugstöðina

Athugaðu að þótt farþegar með sólblómaband hafi forgangsinnritun og fari fyrst um borð hjá Icelandair, gildir þetta ekki um forgang í öryggisleit. Hins vegar er starfsfólk flugstöðvarinnar meðvitað um að þú gætir þurft meiri tíma, þolinmæði og skilning. Fylgd frá innritun að brottfararhliði er almennt ekki hluti af þeirri aðstoð sem veitt er farþegum sem bera sólblómabandið. En ef þú þarft á fylgd að halda biðjum við þig að láta starfsfólk okkar á flugvellinum vita og þau gera sitt besta við að koma til móts við þarfir þínar.

,

Við mælum með að þú mætir að brottfararhliði að minnsta kosti 45 mínútum fyrir brottför í millilandaflugi til að hafa nægan tíma og til að vera með fyrstu farþegunum um borð, sem tryggir þægindi og vellíðan.

,

Við skiljum ef sumir farþegar þurfa meiri tíma, auka stuðning eða aðstoð á meðan á flugi stendur. Stundum getur þessi litla auka hjálp skipt miklu máli.

Við gerum okkar allra besta til að veita þér þá þjónustu sem þú þarft, en áhöfn okkar getur þó ekki aðstoðað farþega með eftirfarandi: að lyfta og/eða halda á farþega, að borða og/eða drekka, við lyfjatöku, við ferðir á salerni, við að standa upp, við samskipti. Sérstakur þjónustuaðili eða aðstoðarmanneskja þarf að vera þér innan handar á meðan á ferðinni stendur, ef þú þarft aðstoð við einhver ofangreindra atriða.

,

Til að fara frá borði í rólegheitum geta farþegar sem óska þess beðið þar til flestir aðrir farþegar hafa farið frá borði.

Þegar er komið í flugvallarbygginguna sér flugvallarstarfsfólk um alla þjónustuna og sólblómahálsbandið heldur áfram að gefa til kynna að þörf gæti verið á auka þolinmæði og skilning.

,

Við viljum að ferðalagið þitt sé sem allra þægilegast og einfaldast burt séð frá heilsufarsmálum. Við vinnum með MedAire, alþjóðlegu fyrirtæki á sviði öryggismála, sem hjálpar okkur að bregðast við læknisfræðilegum neyðartilvikum á meðan á flugi stendur. Áhafnir okkar hafa fengið víðtæka skyndihjálparþjálfun og MedAire býður upp á samskipti við lækna til að fá leiðbeiningar og stuðning á öllum tímum sólarhringsins, hvar sem er í heiminum. Nánari upplýsingar um samstarf okkar við MedAire.

Hér að neðan finnurðu upplýsingar um ferðalög með lækningatæki, ofnæmi og lyf.

,

Til að einfalda ferðalagið mælum við með að þú ferðist með aðstoðarmanni ef þú þarft aðstoð við að borða, drekka, eiga í samskiptum, taka lyf, nota salerni eða fara í og úr sætinu þínu

,

Við viljum tryggja að ferðalagið þitt verði eins þægilegt og mögulegt er. Ef þú ert að ferðast með lækningatæki, munum við gera allt sem við getum til að tryggja að ferðin verði sem hnökralausust, hvort sem um ræðir súrefni, CPAP-vél eða önnur nauðsynleg tæki. Hér að neðan finnur þú mikilvægar upplýsingar um flug með lækningatæki og hvernig best er að tryggja að allt sé tilbúið fyrir flugtak.

Við hvetjum þig til að skrá lækningatæki í bókun í síðasta lagi tveimur sólarhringjum fyrir bókun svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir.

,

Færanleg súrefnisþéttitæki (POC) eru velkomin um borð. Þú getur tekið eitt POC-tæki með þér auk venjulegs handfarangurs. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en þú ferðast með POC-tæki:

  • Tegund og gerð POC-tækisins þarf að vera skráð í bókunina þína að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir brottför. Einnig þarf að leggja fram læknisvottorð til staðfestingar á ferðinni.
  • Ef POC-tækið er knúið með rafhlöðu, mælum við með að hafa vararafhlöður (100 Wh til 160 Wh) í handfarangri. Gakktu úr skugga um að þær séu varðar gegn skammhlaupi og líkamlegum skemmdum. Hver farþegi má hafa með sér allt að tvær rafhlöður ef þær eru á milli 100 Wh og 160 Wh.
  • Athugið að ekki það eru ekki öll sæti í Economy búin rafmagnsinnstungum. Við mælum með að vera undirbúin því að þú getir ekki tengt tækið við rafmagn í fluginu.
  • Fyrir nánari upplýsingar um takmarkanir á lithium rafhlöðum hvetjum við þig til að skoða síðuna okkar um farangurstakmarkanir.
,

Þér er velkomið að nota heyrnartækið þitt um borð. Fyrir þá sem nota Bluetooth-heyrnartæki, vinsamlegast skiptið yfir á flugstillingu. Hafðu vararafhlöður í upprunalegum umbúðum og þú getur haft þær bæði í innrituðum farangri eða handfarangri.

,

Ef þú ferðast með viðbótarsúrefni getum við skaffað súrefnisflöskur sé þess óskað með góðum fyrirfara.

Gott að hafa í huga:

  • Láttu okkur vita að minnsta kosti 2 dögum fyrir brottför til að panta viðbótarsúrefni.
  • Magn súrefnis fer eftir lengd flugs, 2 - 4 lítra eftir þörfum, til að tryggja öryggi og þægindi farþega.
  • Þjónustugjald er rukkað fyrir viðbótarsúrefni.
  • Það er ekki heimilt að ferðast með eigin súrefnisflöskur nema leyfi hafi verið gefið fyrirfram.

Heyrðu í okkur til að óska eftir viðbótarsúrefni fyrir flugið þitt.

,

Farþegum er velkomið að taka CPAP (e. Continuous positive airway pressure) svefnöndunartæki með um borð

  • Farþegar mega hafa eitt slíkt tæki meðferðis auk innifaldrar farangursheimildar.
  • Það þarf að bæta við upplýsingum í bókunina um gerð þess tækis sem farþegi hyggst taka með, að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir brottför.
  • Ef CPAP-svefnöndunartækið er rafhlöðuknúið, þarf að hafa í huga að auka litíum-rafhlöður verður að geyma í handfarangri (rafhlöður sem nota milli 100 og 160 vattstundir (Wh)). Rafhlöðurnar þarf að geyma í sérumbúðum (rafhlöðurnar þurfa að vera einangraðar hver frá annarri, t.d. í upprunalegum pakkningum) til að koma í veg fyrir skammhlaup, og þeim þarf að pakka vandlega niður. Hver farþegi má að hámarki taka með sér tvær rafhlöður sem nota milli 100 og 160 vattstundir.
  • Hafið í huga að það eru ekki rafmagnsinnstungur við öll sæti á Economy-farrými og við getum ekki ábyrgst að þú getir sett tækið í samband.

Nánari upplýsingar um litíum rafhlöður og takmarkanir, má finna á farangurssíðunni okkar.

,

Þér er velkomið að taka pústið þitt með um borð.

  • Til að forðast tafir í öryggisleit mælum við með því að hafa læknisvottorð meðferðis til að staðfesta þörfina á pústinu.
,

Ef þú notar insúlíndælu biðjum við þig að skrá upplýsingar um hana í bókunina þína minnst tveimur sólarhringjum fyrir brottför.

  • Við mælum með að hafa læknisvottorð meðferðis þar sem upplýsingar um lyfið og tækið eru skráðar ásamt lyfjamagninu sem mælt er með að þú hafir meðferðis í ferðalagið.
,

Þér er velkomið að hafa úðatæki með um borð. Þú mátt hafa eitt úðatæki með í handfarangri til viðbótar við handfarangursheimildina þína.

  • Við biðjum þig að skrá tegund úðatækisins í bókun minnst tveimur sólarhringum fyrir brottför og hengja læknisvottorð við.
  • Þú mátt hafa aukarafhlöður með í handfarangri (100 Wh til 160 Wh, að hámarki tvö á farþega).
  • Athugið að það eru ekki innstungur við öll sæti á Economy farrými.

Frekari upplýsingar er að finna á síðunni okkar um farangur.

,
  • Þú mátt hafa sprautur og Epipenna með í handfarangri en við mælum með að hafa læknisvottorð meðferðis sem útskýrir þörfina fyrir þeim ef ske kynni að óskað sé eftir því við öryggisleit.
  • Hafðu aðeins það magn af lyfjum meðferðis sem þú þarft fyrir ferðalagið þitt.
  • Það er best að hafa lyf meðferðis í persónulega hlutnum þínum en við mælum þó með að geyma auka sprautur í innrituðum farangri.
,
  • Það þarf ekki samþykki til að ferðast með gangráð með geislavirkum samsætum eða öðrum rafhlöðuknúna gangráði.
  • Geislavirk lyf inni í líkamanum sem hluti af læknismeðferð eru einnig leyfð.

,

Áhöfnin okkar um borð getur tilkynnt um ofnæmi og beðið aðra farþega um að forðast neyslu á hnetuafurðum. Ef þú þarft á slíkri tilkynningu að halda skaltu haka í reitinn í hlutanum um sérstaka aðstoð þegar þú bókar flugið eða í Bókunin mín.

Ef þú ert með tengiflug með öðru flugfélagi skaltu hafa samband beint við það til að fá upplýsingar um stefnu þeirra varðandi ofnæmi.

,

Máltíðir um borð í vélum Icelandair innihalda hvorki heilar jarðhnetur né jarðhnetuafurðir, t.d. hnetusmjör, en leifar af jarðhnetum má þó mögulega finna í mat um borð.

Aðrar hnetur, t.d. möndlur, má finna í mat um borð og auk þess eru fiskur og skelfiskur stundum í boði á Saga Premium. Ekki er mögulegt að fjarlægja hnetur, fisk eða skelfisk frá borði hvort sem er úr farþega- eða farangursrými.

Við bjóðum farþegum með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum upp á að farið sé með ávarp um borð þar sem aðrir farþegar eru beðnir um að neyta ekki matar sem inniheldur jarðhnetur. Farþegar sem þarfnast frekari aðstoðar vegna hnetuofnæmis eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það með því að haka við reit merktan hnetuofnæmi þegar ferðin er bókuð eða undir Bókunin mín.

Það skal þó tekið fram að starfsfólk Icelandair getur ekki hindrað aðra farþega í að koma með eða neyta matar um borð sem gæti innihaldið ofnæmisvaldandi efni, t.d. jarðhnetur. Af því leiðir að mögulega má finna leifar af ofnæmisvaldandi efnum í sætum, á sætisörmum, borðum eða annarsstaðar um borð.

Einnig viljum við benda á að Icelandair getur hvorki staðfest né ábyrgst ofnæmisstefnu annarra flugfélaga þegar flogið er með tengiflugi. Við biðjum því farþega okkar um að hafa samband við þau flugfélög sem sjá um hina leggi flugsins til þess að kynna sér ofnæmisstefnu þeirra.

Athugið að Icelandair getur ekki ábyrgst ofnæmisfrítt umhverfi um borð og við hvetjum því farþega með alvarleg ofnæmi sem geta valdið ofnæmislosti til að hafa neyðarpenna (EpiPen®) meðferðis, sem og önnur lyf sem þeir gætu þurft að nota.

,

Við mælum með að þú hafir lyfin þín í handfarangri þegar þú ferðast. Hér að neðan finnur þú mikilvægar upplýsingar til að tryggja að ferðalagið gangi smurt fyrir sig.

,
  • Við mælum með að hafa lyf meðferðis í handfarangri, svo lengi sem lyfjapakkningin er ekki stærri en leyfileg hámarksstærð á handfarangri gerir ráð fyrir.
  • Við mælum með því að farþegar hafi með sér læknisvottorð fyrir lyfjunum sem þeir ferðast með.
  • Hafðu í huga að engir ísskápar eru um borð en hægt er að fá klaka ef þörf er á því.
,
  • Vökvar sem eru nauðsynlegir af læknisfræðilegum ástæðum, eins og insúlínpenni eða önnur fljótandi lyf, eru leyfðir um borð.
  • Við mælum með að þú hafir læknisvottorð sem tilgreinir magn og tegund lyfjanna, þú gætir þurft að framvísa því í öryggisleit.
  • Ef lyfin þín þurfa kælingu, getur þú tekið þau með í kælipoka eða með kælipakka, samkvæmt leiðbeiningum í læknisvottorðinu. Hins vegar er vert að hafa í huga að starfsfólk flugvallarins í öryggisleit hefur ákvörðunarvaldið í slíkum tilfellum.