Pingdom Check

Að ferðast með röskun eða ósýnilega fötlun

Ferðalög geta oft á tíðum tekið á. Við hjá Icelandair gerum okkar besta til að gera farþegum kleift að ferðast án fyrirhafnar.

Auðveldara ferðalag

Farþegar með röskun eða ósýnilega fötlun geta bætt sérstökum kóða, DPNA, við bókunina sína og beðið um aðstoð til að auðvelda þeim ferðalagið. Þjónustan getur verið gagnleg ferðalöngum með tiltekna greiningu/hömlun (t.d. ADHD, einhverfu, málleysi, sjón-/heyrnarskerðingu, heilabilun eða annars konar hömlun/röskun).

Auka aðstoð

Við viljum veita farþegum þann tíma, þjónustu og aðstoð sem þeir þurfa á ferðalaginu. Farþegar sem bóka flug með DPNA kóða fá: 

  • forgangsinnritun
  • forgang um borð í vél

Við gerum okkar allra besta til að veita þér þá þjónustu sem þú þarft, en áhöfn okkar getur þó ekki aðstoðað farþega með eftirfarandi: 

  • að lyfta og/eða halda á farþega
  • að borða og/eða drekka 
  • við lyfjatöku
  • við ferðir á salerni
  • við að standa upp
  • við samskipti

Sérstakur þjónustuaðili eða aðstoðarmanneskja þarf að vera þér innan handar á meðan á ferðinni stendur, ef þú þarft aðstoð við einhver ofangreindra atriða.

Bókun á þjónustu

Ef þú þarft að láta okkur vita af þörfum farþega með ósýnilega fötlun eða röskun, biðjum við þig vinsamlega að fylla út beiðni um leið og þú hefur bókað flugið þitt eða hafa samband við þjónustuverið okkar að minnsta kosti 48 tímum fyrir brottför. Þjónustan er í boði á öllum innlendum og alþjóðlegum flugleiðum Icelandair.

Sunflower – röskun/ósýnileg fötlun

Margir flugvellir hafa gengið til liðs við Sunflower verkefnið, alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að aðstoða ferðalanga með röskun/ósýnilega fötlun. Ferðalangar með sólblómahálsband frá Hidden Disabilities Sunflower geta fengið sérstaka aðstoð á flugvellinum ef þörf er á.

Sunflower flugvellir

Kíktu á listann yfir Sunflower flugvelli á heimsvísu og hafðu samband við flugvellina ef þig vantar svör við spurningum.

Keflavíkurflugvöllur 

Heimaflugvöllur alþjóðaflugsins okkar er hluti af Sunflower verkefninu og veitir farþegum með röskun/ósýnilega fötlun sérstaka aðstoð. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Keflavíkurflugvallar

Innlendir flugvellir 

Í augnablikinu eru innlendir flugvellir á Íslandi ekki þátttakendur í Sunflower verkefninu en við bjóðum þessa þjónustu á öllum flugleiðum innanlands.