Pingdom Check

Ferðast með gæludýr

Öll gæludýr sem flutt eru í flugvélum Icelandair eru höfð á sérstökum loftræstum flutningssvæðum í farangursrými vélarinnar*. Heimilt er að flytja að hámarki fjögur dýr í hverri vél, en tvö dýr geta þó deilt búri séu þau kunnug hvort öðru og samanlögð vigt þeirra er ekki meiri en 14 kg. Hvolpar eða kettlingar sem koma úr sama goti, og eru yngri en 6 mánaða, geta deilt búri, þó ekki fleiri en 3 á hvert búr. Farþeginn verður sjálfur að útvega búr fyrir gæludýrin og skal búrið vera úr plasti eða járni. Ekki er heimilt að flytja dýr í trébúrum. Við flytjum einungis IATA samþykkt búr. Gjald fyrir flutning á gæludýrum er skv. eftirfarandi töflu:

 ZONE 1
Flug innan Evrópu
ZONE 2
Flug á milli Íslands
og USA/Kanada
ZONE 3
Flug á milli
Evrópu og USA/Kanada

Verð fyrir hvert búr

14.000 ISK

16.400 ISK

19.300 ISK

Flutning á gæludýrum þarf að panta sérstaklega þegar ferð er bókuð. Icelandair getur ekki ábyrgst gæludýr í flugi með öðrum flugfélögum.

Til að bóka flutning á gæludýrum þarf að hafa samband við næstu söluskrifstofu og gefa upp nákvæm mál og þyngd búrsins, að dýrinu meðtöldu.

Eftirtaldar reglur eiga við um dýraflutninga:

  • Hámarksstærð búrs er 92x64x71 cm

  • Samanlögð þyngd dýrs og búrs má ekki fara yfir 40 kg. Ef ferðast er með þyngri gæludýr hafið þá vinsamlegast samband við Icelandair Cargo

  • Í búrinu skal vera nægilegt rými fyrir dýrið og lofta vel um það

  • Búrið skal vera úr plasti eða járni, ekki tré

  • Dýrið skal geta staðið upprétt og legið í eðlilegri stellingu í búrinu

  • Í búrinu skal vera vatnsílát, sem hægt er að fylla án þess að búrið sé opnað

  • Inni í búrinu, eða á því utanverðu, skal vera matarílát svo hægt sé að gefa dýrinu fæði á lengri leiðum eða ef seinkun skyldi verða á flugi

  • Heilbrigðispappírar skulu geymdir í umslagi og festir á búrið utanvert. Umslagið skal merkt með farmbréfsnúmeri, nafni og símanúmeri viðtakanda

Athugið: Í mörgum löndum er þess krafist að gæludýr séu sett í sóttkví áður en þau fá að koma inn í landið. Það er alfarið á ábyrgð farþega að komast að því hvaða kröfur eru gerðar í landi sem ferðast er til. Hafið samband við sendiráð viðkomandi lands áður en ferð er bókuð til að ganga úr skugga um að flytja megi gæludýrið þangað.

*Sérþjálfaða fylgdar-, björgunar- og leitarhunda má hafa í farþegarými en þá verður einnig að bóka með fyrirvara.

Sérstakar reglur eiga við þegar gæludýr er flutt til eða í gegnum Bretland

Öll gæludýr sem ferðast til eða í gegnum Bretland verða að fara í gegnum Icelandair Cargo. Vinsamlega hafið samband við Icelandair Cargo fyrir frekari upplýsingar um flutning á gæludýrum til eða í gegnum Bretland.