Ferðast með gæludýr | Icelandair
Pingdom Check

Ferðast með gæludýr

Það er okkur kappsmál að sjá til þess að besti vinur mannsins njóti ferðarinnar jafn vel og eigandinn.

Eins og sakir standa er farþegum heimilt að flytja með sér gæludýr í farangursrými og/eða að hafa vottað hjálpardýr sem veitir tilfinningalegan stuðning með í farþegarýminu, í flugi milli Keflavíkur og eftirfarandi áfangastaða: Boston og Kaupmannahafnar. Þessi þjónustan er endurskoðuð með reglulegu millibili og hún kann að standa til boði í flugi til fleiri áfangastaða síðar, en það veltur meðal annars á flugáætlun okkar

Fyrir nánari upplýsingar eða til að bóka þjónustuna hafið vinsamlegast samband við þjónustuver okkar.

Vinsamlegast athugið að vegna COVID-19 faraldursins getur flugáætlunin okkar breyst með skömmum fyrirvara. Ef þú hefur bókað flutning á gæludýri, og fluginu hefur verið aflýst eða því hefur seinkað um meira en 3 klst., verður dýrið bókað í næsta beina flug Icelandair til áfangastaðarins. Við bókum ekki tengiflug með öðrum flugfélögum fyrir gæludýr.

 • Farþegar sem hyggjast ferðast með dýr verða að láta Icelandair vita í það minnsta tveimur virkum dögum fyrir brottför til að geta bókað pláss fyrir dýrið. 
 • Farþegar með dýr, sem millilenda á Keflavíkurflugvelli, mega að hámarki stoppa þar í þrjár klukkustundir.
 • Farþegum með hjálparhund er ekki leyfilegt að nýta sér „Icelandair Stopover“ þar sem öll dýr sem eru flutt lifandi til Íslands þurfa að vera í sóttkví í tvær vikur.
 • Heimilt er að flytja að hámarki fjögur dýr í hverri vél, en tvö dýr geta þó deilt búri séu þau lítil og af sömu tegund.
 • Icelandair leyfir aðeins eitt hjálpardýr (hjálparhund) í hverju flugi. Vinsamlegast hafið í huga að dýr í farþegarýminu verður að vera bókað báðar leiðir ef eigandinn er með miða báðar leiðir.
 • Icelandair leyfir ekki dýr í farangursrýminu eða í farþegarýminu ef hluti af áætlunarleið er á vegum annars flugfélags.
 • Einu aðstoðardýrin (þar með talið dýr sem veita andlegan stuðning) sem eru leyfð í farþegarými hjá Icelandair eru hundar.
 • Einungis hundar og kettir eru leyfðir í farangursrými vélarinnar.
 • Eftirtaldar hundategundir er ekki leyfilegt að taka með um borð í flugvélar Icelandair vegna vandamála við öndun: Pit Bull Terrier, Staffordshire Bull Terrier, Tosa Inu og Dogo Argentino.

Farþegar verða að hafa undir höndum öll skjöl sem krafist er vegna hjálparhundsins af yfirvöldum í landi þar sem er millilent og/eða í því landi sem er áfangastaður ferðarinnar. Icelandair tekur enga ábyrgð á því ef dýrinu er meinaður inngangur í löndin sem flogið er til.

Verð

Gjald fyrir flutning á gæludýrum er skv. eftirfarandi töflu:

ZONE 1* ZONE 2* ZONE 3*
Verð fyrir hvert búr 14.000 ISK 16.400 ISK 19.300 ISK

Svæði 1 - Flug innan Evrópu
Svæði 2 - Flug milli Íslands og Bandaríkjanna/Kanada
Svæði 3 - Flug milli Evrópu og Bandaríkjanna/Kanada

Sérstakar reglur eiga við þegar gæludýr er flutt til eða í gegnum Bretland/Írland

Öll gæludýr sem ferðast til eða í gegnum Bretland/Írland verða að fara í gegnum Icelandair Cargo. 

Vinsamlega hafið samband við Icelandair Cargo fyrir frekari upplýsingar um flutning á gæludýrum til eða í gegnum Bretland/Írland.

Vegna reglna sem gilda í Bretlandi/Írlandi, eru dýr sem veita tilfinningalegan stuðning EKKI leyfð sem hjálpardýr í flugi Icelandair til þessara landa.

Að bóka flutning á gæludýri

 • Til að bóka flutning á gæludýrum í farangursrými þarf að hafa samband við þjónustuver Icelandair og gefa upp nákvæm mál og þyngd búrsins, að dýrinu meðtöldu. 
 • Einu gæludýrin sem leyfð eru í farangursrými flugvéla Icelandair eru hundar og kettir. Vinsamlegast athugið að ketti má aðeins flytja í farangursrými en ekki í farþegarými vélarinnar.
 • Hámarksstærð búrs er 92 cm (lengd) x 64 cm (breidd) x 71 cm (hæð). Samanlögð vigt gæludýrsins og búrsins má ekki fara yfir 40 kg.
 • Farþeginn verður sjálfur að útvega búr fyrir gæludýrin. Við flytjum einungis dýr í búrum sem samræmast IATA-reglugerðum.
 • Í mörgum löndum er þess krafist að gæludýr séu sett í sóttkví áður en þau fá að koma inn í landið. Það er alfarið á ábyrgð farþega að komast að því hvaða kröfur eru gerðar í því landi sem ferðast er til. Hafið samband við sendiráð viðkomandi lands áður en ferð er bókuð til að ganga úr skugga um að leyfilegt sé að flytja gæludýrið þangað.

Að ferðast með sérþjálfað og vottað hjálpardýr

Hjálpardýr er hundur sem hefur verið þjálfaður sérstaklega til að aðstoða manneskju með sérstakar þarfir og hefur verið vottaður af góðgerðarsamtökum sem eru fullgildur meðlimur í Assistance Dogs International (ADI) eða International Guide Dog Federation (IGDF) (þessi samtök eru faggildingaraðilar fyrir hjálparhundasamtök á heimsvísu). Icelandair heimilar einungis sérþjálfaða og vottaða hjálparhunda í farþegarýminu. Ekki má hafa hjálparhund meðferðis nema að hann sé ætlaður fyrir farþegann sem ferðast með hundinn. Skjölin mega ekki vera eldri en sex mánaða.

 • Einu hjálpardýrin sem leyfð eru í farþegarými flugvéla Icelandair eru hundar.
 • Farþegar með hjálparhund, sem millilenda á Keflavíkurflugvelli, mega að hámarki stoppa þar í þrjár klukkustundir.
 • Farþegum með hjálparhund er ekki leyfilegt að nýta sér „Icelandair Stopover“ þar sem öll dýr sem eru flutt lifandi til Íslands þurfa að vera í sóttkví í tvær vikur.
 • Icelandair leyfir aðeins eitt hjálpardýr í hverju flugi. Farþegar sem hyggjast ferðast með hjálpardýr verða að hafa samband við þjónustuver Icelandair, og afhenda öll nauðsynleg skjöl og útfyllt eyðublöð, í það minnsta tveimur virkum dögum fyrir brottför. 
 • Farþegi þarf ekki að greiða neitt aukalega fyrir að ferðast með viðurkenndan og sérþjálfaðan hjálparhund í flugi hjá Icelandair.
 • Nauðsynlegt er að hafa samþykki Matvælastofnunar fyrir millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
 • Dýr sem notuð eru í samhengi meðferðar, og hafa verið sérþjálfuð til að heimsækja hjúkrunarheimili, skóla eða aðrar stofnanir, og fengið vottun frá viðeigandi stofnun, teljast ekki til leiðsögu- eða hjálpardýra.
 • Ekki má hafa lifandi dýr meðferðis í farþegarými nema um sé að ræða sérþjálfað og vottað hjálpardýr.
 • Icelandair leyfir ekki flutning á dýri, ef hluti af áætlunarleið er á vegum annars flugfélags.

Að ferðast með vottað hjálpardýr sem veitir tilfinningalegan stuðning

Heimilt er að hafa dýr sem eru sérþjálfuð til að veita andlegan og tilfinningalegan stuðning með í farþegarými, ef fylgdarmaður dýrsins hefur orðið sér úti um skjöl sem staðfesta að ákveðnum skilyrðum sé framfylgt. Því miður getum við ekki leyft nein dýr í farþegarýminu (sama hversu lítil þau eru) nema að um sé að ræða sérþjálfuð og vottuð hjálpardýr.

 • Einu hjálpardýrin sem leyfð eru til að veita tilfinningalegan stuðning í farþegarými í flugi með Icelandair, eru hundar.
 • Vinsamlegast biðjið viðurkenndan lækni að fylla út þetta eyðublað og sendið okkur ljósrit af eyðublaðinu gegnum þessa síðu, ásamt læknisvottorði með rökstuðningi fyrir því að hundurinn þurfi að fara með í farþegarými. Einnig ber að framvísa þjálfunarvottorði sem staðfestir að hundurinn hafi hlotið þjálfun til að veita andlegan stuðning.
 • Hjálpardýr, sem veitir tilfinningalegan stuðning, má ekki bóka með meira en sex mánaða fyrirvara fyrir brottför. Eyðublaðið, sem skilað er inn, má ekki vera eldra en sex mánaða við bókun hjálpardýrsins.
 • Nauðsynlegt er að hafa samþykki Matvælastofnunar fyrir millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
 • Við innritun í flugið, þarf farþeginn að sýna öll skjöl sem varða hundinn og vottorð læknis til að staðfesta að hann eða hún þurfi að ferðast með hjálparhund.
 • Farþegar með hjálparhund sem millilenda á Keflavíkurflugvelli, mega að hámarki stoppa þar í þrjár klukkustundir.
 • Farþegum með hjálparhund er ekki leyfilegt að nýta sér „Icelandair Stopover“ þar sem öll dýr sem eru flutt lifandi til Íslands þurfa að vera í sóttkví í tvær vikur.
 • Icelandair leyfir aðeins eitt hjálpardýr sem veitir tilfinningalegan stuðning í hverju flugi. Farþegar sem hyggjast ferðast með hjálpardýr sem veitir tilfinningalegan stuðning, verða að hafa samband við þjónustuver Icelandair og afhenda öll nauðsynleg skjöl og útfyllt eyðublöð, í það minnsta tveimur virkum dögum fyrir brottför. 
 • Icelandair leyfir ekki flutning á hjálpardýri sem veitir tilfinningalegan stuðning, ef hluti af áætlunarleið er á vegum annars flugfélags.

Millilending á Keflavíkurflugvelli

Vegna reglugerða frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, mega dýr sem millilenda á flugvellinum ekki komast í snertingu hvert við annað.

Farþegum með hjálparhunda er fylgt af starfsmanni á afmarkað svæði þar sem þeir geta beðið eftir tengifluginu. Þegar vélin er tilbúin til brottfarar, kemur starfsmaður og fylgir farþeganum að hliðinu.

Á flugvellinum er aðstaða þar sem dýrin geta gert þarfir sínar á meðan á millilendingu stendur, þar sem þau mega ekki fara út af flugvellinum.

Til þess að staðfesta að skjölin fullnægi skilyrðum mun Icelandair meðal annars hafa samband við þann sérfræðing á sviði geðheilbrigðis sem vísað er til. Ef skjölin fullnægja ekki skilyrðum okkar, eða ef ekki er látið vita tímanlega, munum við ekki samþykkja beiðni um að hafa með hjálparhund til andlegs stuðnings í farangursrými. Eyðublaðið sem skilað er inn má ekki vera eldra en sex mánaða.

Við innritun í flugið, þarf farþeginn að sýna öll skjöl sem varða hundinn og vottorð læknis til að staðfesta að hann eða hún þurfi að ferðast með hjálparhund.

Gætið þess að taka mat fyrir dýrið með í ferðalagið.

Blindir farþegar með leiðsöguhunda

Blindir farþegar mega hafa leiðsöguhund hjá sér í farþegarými ef hundurinn er tryggilega festur og með múl. Hundinum er ekki heimilt að vera í sæti og hann má ekki vera fyrir á ganginum. 

Leyfi fyrir hundinum verður að vera til staðar í því landi sem ferðast er til eða farið er um. 

Icelandair leyfir ekki fleiri en einn leiðsöguhund í farþegarými í hverju flugi. Vinsamlegast hafið samband við Icelandair að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir brottför til þess að taka frá rými fyrir leiðsöguhundinn.