Pingdom Check

Ferðast með gæludýr

Það er okkur kappsmál að sjá til þess að besti vinur mannsins njóti ferðarinnar jafn vel og eigandinn.

Öll gæludýr sem flutt eru í flugvélum Icelandair eru höfð á sérstökum loftræstum flutningssvæðum í farangursrými vélarinnar.

Heimilt er að flytja að hámarki fjögur dýr í hverri vél, en tvö dýr geta þó deilt búri séu þau lítil og af sömu tegund.

Eftirtaldar hundategundir er ekki leyfilegt að taka með um borð í flugvélar Icelandair vegna vandamála við öndun: Pit Bull Terrier, Staffordshire Bull Terrier, Tosa Inu og Dogo Argentino.

Sérþjálfaða fylgdar-, björgunar- og leitarhunda má hafa í farþegarými en þá verður einnig að bóka með fyrirvara.

Verð

Gjald fyrir flutning á gæludýrum er skv. eftirfarandi töflu:

ZONE 1* ZONE 2* ZONE 3*
Verð fyrir hvert búr 14.000 ISK 16.400 ISK 19.300 ISK

Zone 1 - Flug innan Evrópu
Zone 2 - Flug milli Íslands og Bandaríkjanna/Kanada
Zone 3 - Flug milli Evrópu og Bandaríkjanna/Kanada

Flutning á gæludýrum þarf að panta sérstaklega þegar ferð er bókuð. Icelandair getur ekki ábyrgst gæludýr í flugi með öðrum flugfélögum.

Að bóka flutning á gæludýri

Til að bóka flutning á gæludýrum þarf að hafa samband við næstu söluskrifstofu og gefa upp nákvæm mál og þyngd búrsins, að dýrinu meðtöldu.

Hámarksstærð búrs er 92 cm (lengd) x 64 cm (breidd) x 71 cm (hæð). Samanlögð vigt gæludýrsins og búrsins má ekki fara yfir 40 kg.

Farþeginn verður sjálfur að útvega búr fyrir gæludýrin. Við flytjum einungis dýr í búrum sem samræmast IATA-reglugerðum.

Í mörgum löndum er þess krafist að gæludýr séu sett í sóttkví áður en þau fá að koma inn í landið. Það er alfarið á ábyrgð farþega að komast að því hvaða kröfur eru gerðar í því landi sem ferðast er til.

Hafið samband við sendiráð viðkomandi lands áður en ferð er bókuð til að ganga úr skugga um að leyfilegt sé að flytja gæludýrið þangað.

Sérstakar reglur eiga við þegar gæludýr er flutt til eða í gegnum Bretland

Öll gæludýr sem ferðast til eða í gegnum Bretland verða að fara í gegnum Icelandair Cargo. Vinsamlega hafið samband við Icelandair Cargo fyrir frekari upplýsingar um flutning á gæludýrum til eða í gegnum Bretland.

Að ferðast með sérþjálfaðan og vottaðan hjálparhund

Farþegar sem hyggjast ferðast með hjálparhund verða að láta Icelandair vita í það minnsta tveimur virkum dögum fyrir brottför.

  • Farþegar með hjálparhund sem millilenda á Keflavíkurflugvelli, mega að hámarki stoppa þar í þrjár klukkustundir.
  • Farþegum með hjálparhund er ekki leyfilegt að nýta sér „Icelandair Stopover“ þar sem öll dýr sem eru flutt lifandi til Íslands þurfa að vera í sóttkví í fjórar vikur.
  • Icelandair leyfir aðeins einn hjálparhund í hverju flugi.
  • Nauðsynlegt er að hafa samþykki Matvælastofnunar fyrir millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Fyllið út þetta eyðublað og sendið á Matvælastofnun til samþykktar.
  • Ekki má hafa lifandi dýr meðferðis í farþegarými nema um sé að ræða sérþjálfaðan og vottaðan hjálparhund, fyrir blindan, sjónskertan eða heyrnarlausan einstakling, eða fyrir einstakling með andlega eða líkamlega fötlun.

Hundar sem notaðir eru í samhengi meðferðar, og hafa verið sérþjálfaðir til að heimsækja hjúkrunarheimili, skóla eða aðrar stofnanir, og fengið vottun frá viðeigandi stofnun, teljast ekki til leiðsögu- eða hjálparhunda.

Hjálparhundar í farþegarými

Hjálparhundur sem fengist hefur leyfi til að ferðast með í farþegarými má ekki vera staðsettur í sætaröð við neyðarútgang. Hundurinn skal sitja á gólfi fyrir framan sæti fylgdarmanns. Gæta skal þess að hundurinn sé ekki í gangveginum.

Þú mátt hafa viðurkenndan og sérþjálfaðan hjálparhund með í flug hjá Icelandair þér að kostnaðarlausu.

Millilending á Keflavíkurflugvelli

Vegna reglugerða frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, mega dýr sem millilenda á flugvellinum ekki komast í snertingu hvert við annað.

Viðskiptavinum með hjálparhunda er fylgt af starfsmanni á afmarkað svæði þar sem þeir geta beðið eftir tengifluginu. Þegar vélin er tilbúin til brottfarar, kemur starfsmaður og fylgir viðskiptavininum að hliðinu.

Á flugvellinum er aðstaða þar sem dýrin geta gert þarfir sínar á meðan á millilendingu stendur, þar sem þau mega ekki fara út af flugvellinum.

Skjöl og vottorð vegna hjálparhunda

Farþegar verða að hafa undir höndum öll skjöl sem krafist er vegna hjálparhundsins af yfirvöldum í landi þar sem er millilent og/eða í því landi sem er áfangastaður ferðarinnar. Icelandair tekur enga ábyrgð á því ef dýrinu er meinaður inngangur í löndin sem flogið er til. Viðskiptavinir ættu að hafa samband við ræðismannsskrifstofu eða sendiráð í löndunum sem farið er til eða í gegnum til þess að ganga úr skugga um að öllum skilyrðum sé framfylgt.

Sérþjálfaðir hundar sem veita andlegan stuðning

Heimilt er að hafa hunda sem eru sérþjálfaðir til að veita andlegan og tilfinningalegan stuðning með í farþegarými, ef fylgdarmaður hundsins hefur orðið sér úti um skjöl sem staðfesta að ákveðnum skilyrðum sé framfylgt. Vinsamlegast biðjið viðurkenndan sérfræðing á sviði geðheilbrigðis (lækni) að fylla út þetta eyðublað og sendið okkur ljósrit af eyðublaðinu gegnum þessa síðu, ásamt læknisvottorði með rökstuðningi fyrir því að hundurinn þurfi að fara með í farþegarými.

  • Farþegar með hjálparhund sem millilenda á Keflavíkurflugvelli, mega að hámarki stoppa þar í þrjár klukkustundir.
  • Farþegum með hjálparhund er ekki leyfilegt að nýta sér „Icelandair Stopover“ þar sem öll dýr sem eru flutt lifandi til Íslands þurfa að vera í sóttkví í fjórar vikur.
  • Icelandair leyfir aðeins einn hjálparhund í hverju flugi.
  • Nauðsynlegt er að hafa samþykki Matvælastofnunar fyrir millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Fyllið út þetta eyðublað og sendið á Matvælastofnun til samþykktar.

Eigandi dýrsins sem ferðast er með tekur fulla ábyrgð á mögulegum meiðslum á dýrinu, veikindum þess eða dauða.

Farþegar sem hyggjast ferðast með hjálparhund verða að láta Icelandair vita í það minnsta tveimur virkum dögum fyrir brottför.

Til þess að staðfesta að skjölin fullnægi skilyrðum mun Icelandair meðal annars hafa samband við þann sérfræðing á sviði geðheilbrigðis sem vísað er til. Ef skjölin fullnægja ekki skilyrðum okkar, eða ef ekki er látið vita tímanlega, munum við ekki samþykkja beiðni um að hafa með hjálparhund til andlegs stuðnings í farangursrými. Eyðublaðið sem skilað er inn má ekki vera eldra en sex mánaða.

Við innritun í flugið, þarf farþeginn að sýna öll skjöl sem varða hundinn og vottorð læknis til að staðfesta að hann eða hún þurfi að ferðast með hjálparhund.