Ferðast með gæludýr | Icelandair
Pingdom Check

Ferðast með gæludýr

Það er okkur kappsmál að sjá til þess að besti vinur mannsins njóti ferðarinnar jafn vel og eigandinn.

Ferðast með gæludýr til, frá og í gegnum Ísland

Eins og sakir standa er farþegum heimilt að flytja með sér gæludýr í farangursrými í flugi milli Keflavíkur og eftirfarandi áfangastaða: Amsterdam, Boston, Kaupmannahafnar, Frankfurt og New York (JFK). Þessi þjónusta stendur líka til boða í flugi frá London (LHR) til Keflavíkur en sérstakar reglur eiga við þegar gæludýr er flutt frá Keflavík til London (LHR) eða í gegnum Bretland.

Þessi þjónusta er endurskoðuð með reglulegu millibili og hún kann að standa til boði í flugi til fleiri áfangastaða síðar, en það veltur meðal annars á flugáætlun okkar. Fyrir nánari upplýsingar eða til að bóka þjónustuna hafið vinsamlegast samband við þjónustuver okkar.

Vinsamlegast athugið að vegna COVID-19 faraldursins getur flugáætlunin okkar breyst með skömmum fyrirvara. Ef þú hefur bókað flutning á gæludýri, og fluginu hefur verið aflýst eða því hefur seinkað um meira en 3 klst., verður dýrið bókað í næsta beina flug Icelandair til áfangastaðarins. Við bókum ekki tengiflug með öðrum flugfélögum fyrir gæludýr.

Dýr, sem veita andlegan og tilfinningalegan stuðning, eru ekki heimild í farþegarými

Frá og með 1. maí 2021, er ekki heimilt að hafa með í farþegarými dýr sem eru sérþjálfuð til að veita andlegan og tilfinningalegan stuðning.

Farþegar verða að hafa undir höndum öll skjöl sem krafist er vegna hjálparhundsins af yfirvöldum í landi þar sem er millilent og/eða í því landi sem er áfangastaður ferðarinnar. Icelandair tekur enga ábyrgð á því ef dýrinu er meinaður inngangur í löndin sem flogið er til.

Verð

Gjald fyrir flutning á gæludýrum er skv. eftirfarandi töflu:

SVÆÐI 1* SVÆÐI 2* SVÆÐI 3*
Verð fyrir hvert búr 14.000 ISK 16.400 ISK 19.300 ISK

Svæði 1 - Flug milli Keflavíkurflugvallar og Evrópu
Svæði 2 - Flug milli Keflavíkurflugvallar og Bandaríkjanna/Kanada
Svæði 3 - Flug milli Evrópu og Bandaríkjanna/Kanada

Sérstakar reglur eiga við þegar gæludýr er flutt til eða í gegnum Bretland/Írland

Öll gæludýr sem ferðast til eða í gegnum Bretland/Írland verða að fara í gegnum Icelandair Cargo. 

Vinsamlega hafið samband við Icelandair Cargo fyrir frekari upplýsingar um flutning á gæludýrum til eða í gegnum Bretland/Írland.

Vegna reglna sem gilda í Bretlandi/Írlandi, eru dýr sem veita tilfinningalegan stuðning EKKI leyfð sem hjálpardýr í flugi Icelandair til þessara landa.

Til þess að staðfesta að skjölin fullnægi skilyrðum mun Icelandair meðal annars hafa samband við þann sérfræðing á sviði geðheilbrigðis sem vísað er til. Ef skjölin fullnægja ekki skilyrðum okkar, eða ef ekki er látið vita tímanlega, munum við ekki samþykkja beiðni um að hafa með hjálparhund til andlegs stuðnings í farangursrými. Eyðublaðið sem skilað er inn má ekki vera eldra en sex mánaða.

Við innritun í flugið, þarf farþeginn að sýna öll skjöl sem varða hundinn og vottorð læknis til að staðfesta að hann eða hún þurfi að ferðast með hjálparhund.

Gætið þess að taka mat fyrir dýrið með í ferðalagið.